Gunnar Bragi og utanríkisráðherraveikin
EyjanGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í viðtali í útvarpinu í morgun. Það var gott að heyra hvað hann talaði af mikilli skynsemi og yfirvegun. Það verður að segjast eins og er maður hafði ekki mikla trú á Gunnari Braga þegar hann tók við þessu embætti. Manni fannst eins og hann sæi kannski ekki út fyrir Lesa meira
Kaos hér
EyjanPáll Stefánsson ljósmyndari er staddur á grísku eyjunni Lesbos til að skrásetja flóttamannastrauminn til Evrópu með myndavél sinni. Páll sendi mér þessa mynd sem hann tók í gær af flóttafólki sem er nýkomið til eyjarinnar á smábátum – það er ekki nema örskot þarna yfir frá Tyrklandi. Eins og Páll skrifar með myndinni: „Kaos hér.“ Lesa meira
Mögnuð kvikmynd úr fíkniefnastríðinu
EyjanSicario er ein magnaðasta kvikmynd sem ég hef séð lengi. Hún gerist í víglínu stríðsins gegn fíkniefnum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó – atburðirnir hverfast um borgina Juarez sem var nánast stríðssvæði til skamms tíma. Morðtíðnin hefur reyndar lækkað þar síðustu árin, en 2010 voru átta til níu morð þar á dag. Rithöfundurinn Roberto Bolano Lesa meira
Mankell – upphafsmaður norrænu glæpasagnabylgjunnar
EyjanHenning Mankell var maðurinn sem hrinti af stað norrænu glæpasagnabylgjunni. Söguhetja hans Wallander hefur birst í ótal myndum síðan, meðal annars í Erlendi, aðalpersónu Arnaldar Indriðasonar. Þetta er lögreglumaður sem sker sig ekki úr, lifir hversdagslegu lífi og á við venjuleg vandmál að stríða. Er kannski pínulítið sérvitur, en ekki um of. Hann beitir ekki Lesa meira
Síðbúinn sigur Jóhönnu
EyjanHún er dálítið skemmtileg könnunin sem Gísli Marteinn Baldursson birti í nýjum þætti sínum og sýnir að Jóhanna Sigurðardóttir nýtur mests álits af forsætisráðherrum Íslands á síðustu áratugum. Stjórn Jóhönnu skíttapaði Alþingiskosningunum 2013 og fylgi flokks hennar lækkaði um heil 17 prósentustig. Það er hugsanlega mesta fylgistap flokks í stjórnmálasögu Íslands. En þetta er smá Lesa meira
Maher og Dawkins um málfrelsi, vinstrimenn, frjálslyndi og íslamófóbíu
EyjanÞetta er úr Real Time, þætti Bills Mahers, frá því í fyrradag. Í viðtali er Richard Dawkins. Þeir vitna í Sam Harris sem hefur talað um „vinstra afturhald“. Hvaða svör hafa menn við þessu?
Eton-strákurinn á móti syni strætóbílstjórans
EyjanÉg las fyrir nokkrum árum bók sem nefnist Waiting for the Etonians. Þetta var stuttu áður en David Cameron tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi og fjallaði um furðulega hátt hlutfall karla innan Íhaldsflokksins sem hafa sótt menntun í Eton, snobbaðasta einkaskóla í heimi, eða í viðlíka stofnunum. Þessir menn voru þá á hraðri leið Lesa meira
Kleinuhringir og löggan
EyjanFyrir nokkru var ég staddur í New York. Ég gekk að kvöldlagi inn í búð. Í búðinni fengust meðal annars kleinuhringir. Þar voru meðal viðskiptavina tveir lögregluþjónar úr hinu fræga lögregluliði borgarinnar, NYPD. Þeir voru að kaupa sér box með niðurskornum ávöxtum. Ég spurði hverju sætti – hví þeir keyptu ekki kleinuhringi eins og bandarískir Lesa meira
Er virkilega ekkert hægt að gera?
EyjanEnn ein fjöldamorðin í skóla í Bandaríkjunum, Obama heldur ræðu – frábæra ræðu – og er mikið niðri fyrir. Það er farið að telja, þetta er í sjötta sinn sem hann flytur ræðu af slíku tilefni. Þær virka semsagt ekki neitt ræðurnar, þótt þær séu góðar Viðbrögð við skotárásinni í Oregon í gær eru víðast Lesa meira
Uppselt til Íslands?
EyjanÞað eru litlar líkur á að túristabólan íslenska springi eða hjaðni. Ísland liggur allt í einu um þjóðbraut þvera. Eitt sinn lentu hér örfáar flugvélar á dag – nú eru flug sem hingað koma talin í tugum. Þar á meðal eru flugfélög eins og Easy Jet, Lufthansa, Delta og British Airways. Og svo hin stóraukni Lesa meira
