Leitin að Gísla
EyjanÍ dag er öld liðin frá fæðingu Gísla á Uppsölum. Gísli er stórkostlegasta uppgötvun í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar. Mesta skúbbið. Sjónvarpið reis hæst þegar það fann mann sem átti ekkert sjónvarp. Síðan hafa margir sjónvarpsmenn leitað að nýjum Gísla en ekki fundið. Sumir eru eins og þeir séu alltaf að leita að Gísla. Lesa meira
Flottur Sarkozy
EyjanFrægt er þegar Mitterrand sagði et alors á blaðamannafundi þar sem hann var spurður hvort hann ætti laundóttur. Og hvað með það? Nú virðist Nicolas Sarkozy ætla að feta í fótspor fyrirrennara síns. Hann stendur upp og gengur út þegar hann er spurður af fréttamanni út í skilnað sinn við Ceciliu Sarkozy. Þetta var meira Lesa meira
Jón Viðar fer hamförum
EyjanÞað er ár og dagur síðan maður hefur lesið jafn svakalegan leikdóm og Jón Viðar Jónsson skrifar í DV í dag. Ekki aðeins gefur hann tveimur sýningum í Borgarleikhúsinu falleinkun – núll stjörnur – heldur fagnar hann því líka að leikhússtjóraferill Guðjóns Petersen skuli brátt vera á enda. Svo lýsir hann ábyrgðinni á hendur tveimur Lesa meira
Illmenni í bókmenntum
EyjanGestir á vef AbeBooks hafa valið ógnarlegustu persónur heimsbókmenntanna. Efstur trónir Stóri bróðir úr 1984 eftir George Orwell, Hannibal Lecter er í öðru sæti, en af öðrum skelfilegum persónum má nefna Drakúla greifa, Ratched hjúkrunarkonu úr Gaukshreiðrinu, Patrick Bateman úr American Psycho, Bill Sykes úr Óliver Twist og Voldemort úr bókunum um Harry Potter. Hverjar Lesa meira
Ævisaga Davíðs
EyjanHvar er ævisaga Davíðs Oddssonar? spyr Guðmundur Magnússon í pistli á DV-vefnum. Er von að hann spyrji? Jú, við búum í smáríki, en í flestum löndum væri löngu komin út einhvers konar ævisaga svo magnaðs, umdeilds og áhrifamikils stjórnmálamanns. Hver er skýringin? Davíð ætti auðvitað að skrifa þessa bók sjálfur, nógu er hann ritfær til Lesa meira
Ekki 300 milljónir
EyjanÉg hef það frá mönnum sem eru miklu fróðari en ég og engum öfgamönnum að við munum ekki þurfa að gefa upp aflaheimildir eða veiðirétt í íslenskri lögsögu þótt við gengjum i Evrópusambandið. Þetta snýst um veiðireynslu í íslensku lögsögunni og það sem í Evrópusambandinu er kallað „hlutfallslegur stöðugleiki“. Spánverjar eða Portúgalir munu heldur ekki Lesa meira
Spilltur heimur
EyjanÞetta er spilltur heimur. Við viljum frekar að bílarnir okkar fái eldsneyti en að fátækt fólk fái mat.
Negrastrákar
EyjanÉg vissi ekki að Kári væri að fylgjast með fréttunum á föstudagskvöldið, hann er bara fimm ára, en svo sagði hann upp úr eins manns hljóði: „Ha, ég trúi þessu ekki, að negrastrákarnir væru ekki fyrir börn!“ „Af hverju ekki?“ „Af því mér finnst hún skemmtileg.“ „Finnst þér þeir sem eru svartir öðruvísi en hvítir?“ Lesa meira
Biggi
EyjanÍ virðingarskyni við Bigga Andrésar. Hér er eitt af verkum þessa snjalla manns. Þetta er úr röð verka sem eru eins konar portrett, byggð á gömlum íslenskum mannlýsingum.
Grimms og H.C. Andersen
EyjanSíðunni barst þetta innlegg í umræðuna um háskalegar barnabækur: „Út af umræðunni um barnabækurnar vil ég benda á H.C. Andersenævintýrin eins og þau eiginlega bara leggja sig og sama má segja um Grimms-ævintýrin. Ekkert nema ofbeldi gegn börnum (Hans og Gréta borin út), barnaþrælkun (Öskubuska), einelti (Litli ljóti andarunginn),útlitsdýrkun (Prinsessan á bauninni), kaldrifjuð peningadrifin morð Lesa meira