fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Óflokkað

Ill örlög merkilegs húss

Ill örlög merkilegs húss

Eyjan
07.11.2007

Ég á ekki orð yfir hvað mér finnst þetta ömurleg meðferð á einu glæsilegasta húsi í bænum. Opið fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Yfir daginn og öll hin kvöldin verður semsagt ekkert líf í gluggum hússins. En fyllerí og skrílmennska um helgar. Var ekki bara hægt að opna aftur gömlu lyfjabúðina.

Eftir fund með blaðamönnum

Eftir fund með blaðamönnum

Eyjan
06.11.2007

Ég var á fundi hjá Blaðamannafélaginu í gær. Hann var ekki sérlega skemmtilegur. Margt af því sem þarna var sagt flokkast varla undir annað en tuð og var skelfing sjálfhverft. Til dæmis er frekar erfitt að hlusta á meðlim íslenska fræðasamfélagsins saka blaðamannastéttina um hugleysi. Ég held nefnilega að hugleysið sé meira í fræðasamfélaginu. Þeir Lesa meira

Umburðarlyndi

Umburðarlyndi

Eyjan
06.11.2007

Af áratug í Silfri Egils hef ég lært að þeir sem er ekki sammála manni er ekki ekki endilega vitlausir, óupplýstir eða illa innrættir – þeir hafa bara aðra skoðun. Og kunna jafnvel stundum að hafa rétt fyrir sér.

Vont að flýta sér

Vont að flýta sér

Eyjan
05.11.2007

„Pabbi, saknar þú þess þegar þú varst lítill?“ „Já, svolítið. Af hverju?“ „Út af því að þá gætir þú verið fimm ára og þá gætum við leikt saman.“ „Heldurðu að það sé skemmtilegra að vera lítil en stór.“ „Já, út af því að þá þarf maður ekki að flýta sér svona mikið.“

Enn af vaxtaokri

Enn af vaxtaokri

Eyjan
05.11.2007

Alex Björn á Akureyri benti mér á þennan pistil á bloggsíðu sinni. Hann er býsna athyglisverður: Hugsanlega ólöglegt og algjörlega siðlaust Íbúðalánavextir hjá bönkunum eru oft skelfilegir og núna er komin tilkynning frá Kaupþingi að fólk fái ekki að taka yfir lán hjá þeim nema á þeim vöxtum sem bjóðast á hverju sinni. Í dag Lesa meira

Tónninn í Staksteinum

Tónninn í Staksteinum

Eyjan
05.11.2007

Staksteinahöfundar hafa komið sér upp ákveðnum tóni. Kannski ekki yfirmáta kurteislegum. Stjórnmálamenn sem eru Staksteinum ekki þóknanlegir þá stundina eru ávarpaðir með þjósti: „Hvað um það, Björn Ingi? Er það ekki, Dagur!? Hvernig er það, Svandís!?“ Myndum við einhvern tíma sjá Staksteina tala svona til formanna Sjálfstæðisflokksins: „Er þetta í lagi, Davíð!? Hvað segirðu þá, Lesa meira

Leiðangur fyrir Svandísi og Margréti

Leiðangur fyrir Svandísi og Margréti

Eyjan
05.11.2007

Það voru margir litlir fréttapunktar í Silfri mínu í gær. Best að halda einum til haga sem ella gæti farið fyrir ofan garð og neðan. Svandís Svavarsdóttir fullyrti að hún myndi reyna að bjarga húsunum neðst við Laugaveginn sem hafa verið dæmd til niðurrifs. Tók reyndar fram að hún vissi að það væri orðið býsna Lesa meira

Vont djobb

Vont djobb

Eyjan
05.11.2007

Ég verð að viðurkenna að ég hef ákveðna samúð með Pervez Musharraf. Held að hann sé í einu versta djobbi í heimi. Hann stjórnar ríki sem var stofnað til með hatri og blóðsúthellingum, þar sem stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina verið teknir af lífi eða myrtir – ríki sem rambar á barmi hyldýpis, fullt af Lesa meira

Veitingahúsaómenning

Veitingahúsaómenning

Eyjan
04.11.2007

Það var reynt að koma því á kreik að áætlanir um að stytta opnunartíma veitingahúss sem heitir Q-bar væru liður í ofsóknum gegn samkynhneigðum! Þetta fékk sitt pláss í fjölmiðlum. Nú eru fréttir um að nokkur hundruð manns hafi skrifað undir áskorun þess efnis að ekki megi stytta tímann sem þessi staður er opinn. Því Lesa meira

Paul

Paul

Eyjan
04.11.2007

Paul McCartney hefði mátt hafa þetta í huga: „Never play cards with a man called Doc. Never eat at a place called Mom’s. Never sleep with a woman whose troubles are worse than your own.“ (Nelson Algren 1909-1981)

Mest lesið

Ekki missa af