Engin kvennabarátta án stéttabaráttu
EyjanÉg hef stundum verið að setja fram efasemdir um að kynjafræði sé raunveruleg fræði- eða vísindagrein. Kynjarannsóknir sem partur af félagsvísindum eiga ábyggilega rétt á sér, en kynjafræðin eins og hún er stunduð er vafasamari. Það má færa rök fyrir því að kynjafræðin sem fræðigrein sé í raun útfærsla á ákveðinni skoðun eða hugmyndafræði – Lesa meira
Skammarleg laun
EyjanMaður heyrir æ fleiri nota orðið „skammarlegt“ um laun sín. Þau eru þá væntanlega svo lág að fólk telur skömm að því eða það skammast sín fyrir launin. Skyldu þetta kannski vera að einhverju leyti áhrif frá ofurlaunum í viðskiptalífinu? Sem grafa með þessum hætti undan samheldni í samfélagi sem forðum tíð var sagt vera Lesa meira
Bænagangan
EyjanÞað mæta 80 þúsund á Gay Pride en hvað skyldu mæta margir á Pray Pride? Við lifum á breyttum tímum. Gæti jafnvel verið að samfélagið hefði meiri „fordóma“ í garð þeirra sem fara í síðarnefndu gönguna en þá fyrrnefndu?
Skólagjöld
EyjanHví er alltaf verið að tala um gjaldfrjálsa leikskóla – aðallega fyrir kosningar? Svo eru leikskólagjöldin hækkuð, sama hvaða flokkur er við völd. Ég hef reyndar oft sagt að það skipti engu máli hvaða stjórnmálaflokkar stjórni borginni. Þetta veltur allt á einstaklingum. Við þurfum bara almennilegt fólk – ekki flokka. Miðað við allt er starfið Lesa meira
Fogh
EyjanAnders Fogh Rasmussen er ekki sjarmerandi maður. Það er sagt að hann hafi ákveðið að verða forsætisráðherra þegar hann var lítill drengur og hafi síðan unnið skipulega að því marki. Það er ekki traustvekjandi. Maður man eftir svona týpum úr skóla, sérstaklega úr menntó, og er feginn að þeim mistókst.
Próflausir aumingjar og toppstöður
EyjanFólk getur þrasað um furðulega hluti. Nú hefur tekið sig upp talsverð umræða í bloggheimum vegna lítils pistils sem ég skrifaði um manntegundina „próflausa aumingja“. Meðal annars er þessi grein eftir Sóleyju þar sem hún hefur áhyggjur af því að þessir karlar hafi verið teknir fram yfir hæfari og betur menntaðar konur við útdeilingu þess Lesa meira
Hver vill vera með Bush?
EyjanVandinn við Frakkana sem Bandaríkjamenn úthúðuðu sem mest hér um árið var að þeir höfðu rétt fyrir sér um Íraksstríðið. Ég hef það nánast frá fyrstu hendi að hatursherferð gegn Frökkum hafi verið skipulögð nálægt æðstu stöðum í Washington. Það náði hámarki þegar farið var að kalla franskar kartöflur freedom fries. Nú er komið í Lesa meira
Grýla og jólasveinarnir
Eyjan„Ég held að jólasveinarnir séu aldrei sammála Grýlu,“ segir Kári. „Af hverju heldurðu það?“ „Út af því að þeir gefa börnunum pakka en hún étur þau.“
Pálsson og Jón Kalman í Kiljunni
EyjanSigurður Pálsson skáld er meðal gesta í Kiljunni í þessari viku. Hann segir frá nýju verki sínu sem nefnist Minnisbók, þetta er bók um Sigurð sjálfan, París, 68 kynslóðina og skáldskapinn. Jón Kalman Stefánsson segir frá nýrri skáldsögu sinni sem heitir Himnaríki og helvíti. Í þættinum verður einnig fjallað um hinn merka og afkastamikla þýðanda Lesa meira
Í vist hjá Framsókn
EyjanÉg byrjaði feril minn í blaðamennsku á Tímanum í skjóli Framsóknarflokksins. Við vorum þar saman við Illugi – ég man að ungur stjórnmálamaður leit stundum inn á skrifstofu okkar til skrafs og ráðagerða. Það var Halldór Ásgrímsson sem þá var formaður blaðstjórnar. Samkvæmt þessu virðist ég vera kominn aftur á gamla góða staðinn. Farinn að Lesa meira