Jónas og Einar Már í Kiljunni
EyjanKiljan verður að þessu sinni að miklu leyti helguð Jónasi Hallgrímssyni en 16. nóvember verða tvö hundruð ár liðin fæðingu þessa óskabarns þjóðarinnar. Nokkur skáld velja uppáhaldsljóð sín eftir Jónas, skoðað verður hvernig hann birtist í kvæðum annarra höfunda, allt frá Konráði Gíslasyni og Grími Thomsen yfir í Megas og Hallgrím Helgason. Einar Már Guðmundsson Lesa meira
Rotþró
EyjanHann er kannski vel skrifandi þessi náungi, en hann er rotþró íslenskra bloggheima. Það þarf ansi mikið til að láta henda sér út af Barnalandi. Og byrja svo að ljúga upp á fólk út í bæ að það sé höfundar bloggsins – kannski finnst viðkomandi það skemmtilegur hlutverkaleikur en ég sé samt ekki fyndnina. Annars Lesa meira
Óþægilegt
EyjanEkki veit ég hvernig stendur á því að í hvert skipti sem ég fer að tala við vígðan mann byrja ég að blóta. Þá verður allt í einu allt ansans, andskotans og djöfulsins. Yfirleitt er ég frekar penn í orðavali. Jafnvel teprulegur. En kannski hleypur í mig illur andi þegar ég hitti klerkana.
Málefnalegar umræður
EyjanBendi á að umræður um fræðigreinina kynjafræði hafa orðið afar fjörugar eftir grein sem ég skrifaði um helgina. Og það sem betra er – umræðurnar eru mestanpart málefnalegar.
Þú ferð ekki með aurana í gröfina
EyjanYou Can´t Take It With You er titillinn á frægri amerískri gamanmynd frá hinum klassíska tíma í Hollywood. Leikstjórinn var sjálfur Frank Capra. Þú tekur ekki peningana með þér í gröfina er íslensk þýðing á nafni myndarinnar Einhvern veginn svona hljóta ríkir menn að fara að hugsa þegar þeir hafa eignast svo mikla peninga að Lesa meira
Fólk sem veit ekki hvað það á af sér að gera
EyjanFyrir löngu var ég á fundi hjá stjórnmálamanni sem afsakaði eitt af verkum sínum með því að hann væri að vinna fyrir fólk sem vissi ekki hvað það ætti af sér að gera. Þetta var Davíð Oddsson. Verkið var Perlan sem þá var áformað að byggja. Davíð var borgarstjóri. Hann sagði að það væri svo Lesa meira
Þekktu óvin þinn
EyjanBænagangan virðist hafa verið hin furðulegasta samkoma. Þarna var gamli biskup, Sigurbjörn, en svo var líka í liðinu hópur fólks sem taldi að inntak göngunnar væri hatur út í samkynhneigða. Þarna voru líka óvinir kristindómsins í líki félaga í Vantrú. Þeir mættu á vettvang og mynduðu samkomuna í bak og fyrir. Það er vissara að Lesa meira
Verðbólgan
EyjanVerðbólgan er 5,2 prósent en væri 1,9 prósent ef húsnæði væri undanskilið. Þetta er algjörlega í takt við það sem Guðmundur Ólafsson var að segja í Silfrinu í gær. Húsnæðisverðið virðist líka vera óraunhæft. Þúsundir íbúða standa tómar og hreyfast ekki, enda er sett á þær ofurverð.
Bjöggi
EyjanVið lifum í samfélagi sem einkennist af fámenni. Leiðir fólks liggja víða saman. Við Björgólfur Guðmundsson höldum til dæmis báðir með KR. Höfum hist á þeim vettvangi í áraraðir og alltaf farið mjög vel á með okkur. Ég held samt ekki að þetta hafi haft mikil áhrif á það hvernig ég fjalla um Björgólf. Ekki Lesa meira
Sólrún, Guðmundur, Steingrímur og Valgerður í Silfri
EyjanIngibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Steingrímur J. Sigfússon formaður VG og alþingismennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Pétur H. Blöndal eru helstu gestir í Silfri Egils í dag. Þátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 12.30. Hann er svo endursýndur seint í kvöld, en einnig má skoða hann hér á Eyjunni og á Lesa meira