fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Óflokkað

Sögulegt samhengi

Sögulegt samhengi

Eyjan
17.11.2007

Framsókn lofaði 90 prósenta húsnæðislánum fyrir kosningarnar 2003. Kjósendur gleyptu við þessu, sérstaklega hinir ungu. Það var margsinnis varað við að þetta myndi valda sprengingu á húsnæðismarkaðnum. Svo komu bankarnir í kjölfarið með sín húsnæðislán. Það var nánast fyrirséð. Afleiðingin er sú að nú er húsnæðisverð orðið svo hátt að hjón þurfa að vera með Lesa meira

Verðlaun Jónasar

Verðlaun Jónasar

Eyjan
17.11.2007

Ég er reyndar á því að íslenskan sé ekki í mikilli hættu. Hún hefur aldrei verið notuð jafnmikið og á jafnmargvíslegan hátt og núna. Ég er ekki viss um að verðlaun Jónasar Hallgrímssonar hjálpi mikið. Þau eru yfirleitt veitt fólki sem er komið á grafarbakkann – með fullri virðingu. Hér er listi yfir verðlaunahafana. Hvar Lesa meira

Ljósmynd af bloggara

Ljósmynd af bloggara

Eyjan
17.11.2007

Fréttablaðið birtir mynd af Mengella. Þetta er eiginlega staðalímynd hins nafnlausa netverja. Maðurinn er svo fælinn að það er eins og hann sé að reyna að komast út úr ljósmyndinni, velur sér reyndar skrýtna leið, ekki til hliðanna, heldur leitar hann undankomu aftast í myndinni – líkt og að hann ætli að láta sig hverfa Lesa meira

Réttur tími fyrir þjóðskáld

Réttur tími fyrir þjóðskáld

Eyjan
16.11.2007

Á aðaltorginu í Ljubljana stendur styttan af Jónasi Slóveníu. Hann hét France Preseren og er eiginlega upp á hár samtímamaður Jónasar Hallgrímssonar, fæddur 1800, dáinn 1849 – rómantískt skáld og þjóðfrelsishetja. Og eins og Jónas átti hann óhamingjusama ævi, drakk sig líklega í hel, dó snauður, með skorpulifur. Óttar Guðmundsson hefur ritað um stærðina á Lesa meira

Almannatengsl

Almannatengsl

Eyjan
16.11.2007

Duglegar stúlkur í einum af barnaskólum borgarinnar senda borgarstjóranum bréf. Skólalóðin er öll í drasli. Borgarstjóri bregst skjótt við og fer og hittir stúlkurnar. En fyrst er hringt í sjónvarpið.

Lykt af kjötbollum

Lykt af kjötbollum

Eyjan
15.11.2007

Nýjustu hræringar í vörumerkjabransanum eru að olíufélag sem hafði um árabil heitað Esso er farið að heita N1 og prentsmiðja – eða hluti af henni – sem kallaðist Oddi heitir núna A4. Hið fyrra á varla aðra skýringu en að á Íslandi er framsóknarlykt af nafni hins erlenda auðhrings Esso en hið síðara segir manni Lesa meira

Villandi vísitala

Villandi vísitala

Eyjan
15.11.2007

Nú veit ég ekki hvernig þessi vísitala íbúðarverðs er reiknuð út en sjálfur hef ég verið á húsnæðismarkaðnum nú í haust, bæði í hlutverki kaupanda og seljanda, og fundist að verðið sé ekki eins hátt og það sem birtist í fasteignaauglýsingum. Kannski hef ég misskilið þetta allt, en mér hefur sýnst verðið fara lækkandi en Lesa meira

Bitruvirkjun

Bitruvirkjun

Eyjan
14.11.2007

Er virkilega slík náttúrufegurð á Hengilssvæðinu að rétt sé að stöðva gufuaflsvirkjanir þar? Hvar er nógu ljótt á Íslandi til að megi virkja þar? Eða er þetta afbrigði af því sem kallast luddismi?

Nýrík veisluhöld

Nýrík veisluhöld

Eyjan
14.11.2007

Menn verða að fá að skemmta sér. Með sínum hætti. En þetta er svolítið eins og í síðkvöldsboðunum hjá Stalín. Alltaf sömu gestirnir.

Mest lesið

Ekki missa af