Heilbrigðisvandinn
EyjanVinkona mín ein sem vinnur á Landspítalanum notaði eftirfarandi orð um fjárhagsástandið þar: „Þetta er eins og ef þú sendir Kára út í búð til að kaupa eitthvað sem kostar hundrað krónur. Samt læturðu hann bara hafa áttatíu krónur. Hvernig á hann að brúa muninn?“ Fjárveitingarnar eru ekki í samræmi við væntingarnar sem eru gerðar Lesa meira
Er Samfylkingin hin nýja Framsókn?
EyjanSamfylkingin hefur styrkt stöðu sína og situr ekki bara í ríkisstjórn heldur stjórnar líka í helstu bæjarfélögum, Sjálfstæðisflokkurinn er ringlaður eftir byltinguna í Reykjavík, Framsókn er glöð að geta aftur farið að tala illa um íhaldið en Vinstri grænir hafa eignast leiðtogaefni… (Greinin birtist í nóvemberhefti tímaritsins Ísafoldar.) Mest spennandi samsæriskenning sem nú er uppi Lesa meira
Karlahornið
EyjanEf ég get hugsað mér einhverjar aðstæður sem eru niðurlægjandi þá er það að húka í karlahorninu í Hagkaup framan við enska boltann meðan konan gerir innkaupin. Svo kemur annar karl inn í krókinn. „Blessaður.“ Og svo húkum við þarna saman í vandræðalegri þögn. Talandi um staðalímyndir.
Skemmtilegast að versla
Eyjan„Pabbi, það er mikið verið að plata mann með þessari auglýsingu – Hagkaup, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla.“ „Finnst Íslendingum ekki skemmtilegast að versla í Hagkaup?“ „Nei.“ „Af hverju ekki?“ „Það er svo stór búð.“ „Hvar finnst Íslendingum þá skemmtilegast að versla?“ „Í Þingholti.“
Fussumsvei
EyjanEkki sé ég eftir skattpeningum í heilbrigðismálin. Ég veit að þar vantar uppá. En 409 milljónir í viðbót til Alþingis frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Þar af 99 milljónir til aðstoðarmanna fyrir þingmenn. Það finnst mér vera óvirðing við þá sem borga – hina skattpíndu þjóð. Má minna á að nú Lesa meira
Ertu landi?
EyjanHaraldur Bessason var í viðtali í Kiljunni vegna bókar sem nefnist Dagstund í Fort Garry. Segir frá lífi íslenskra landnema í vesturheimi og samskiptum þeirra við nágranna sína, til dæmis Úkraínumenn og indjána. Þarna segir af Úkraínumönnum sem gátu farið með kveðskap á íslensku og indjánum sem kunnu ekki annað tungumál en sitt eigið – Lesa meira
Mikill missir
EyjanBlaðamennska á Íslandi er illa launað, erfitt og frekar vanþakklátt starf. Og það er áhyggjuefni hversu illa gott fólk tollir í starfinu. Það er til dæmis ferlegt að missa Davíð Loga og Ólaf Teit, tvo af flinkustu blaðamönnum Íslands. Þurfa fjölmiðlarnir ekki að gera meira til að halda í fólk af þessu kaliberi.
Kristín Marja, Haraldur og Hrafn í Kiljunni
EyjanMeðal gesta í Kiljunni í kvöld eru Kristín Marja Baldursdóttir, Haraldur Bessason og Hrafn Jökulsson. Krístín Marja hefur nýskeð sent frá sér bókina Óreiða á striga sem er framhald hinnar vinsælu sögu um Karitas. Haraldur rekur heillandi sögur af Íslendingum í nýja heiminum í bókinni Dagstund í Fort Garry, en Hrafn Jökulsson skoðar gömul minni, Lesa meira
Heimurinn sem fátækrahverfi
EyjanÁ sama tíma og berast fréttir af því að við búum í besta landi í heimi þá er ég að lesa einhverja hrikalegustu bók sem ég hef augum litið. Ég var eitthvað að pirra mig út af fréttaflutningi af sjálfum mér í fjölmiðlunum, ætlaði að vera með einhvern kverúlans við ritstjóra 24stunda, en svo þegar Lesa meira
Stöðug útþensla þingsins
EyjanVið höfum ríkisstjórn sem hefur stærsta þingmeirihluta í sögunni. Um þingsali vafra alþingismenn úr stjórnarliðinu sem hafa lítið fyrir stafni. Álagið er meira á hina fáliðuðu stjórnarandstöðu. Margir þingmenn eru reyndar nokkuð uppteknir í alþjóðasamstarfi – sumu afar þarflitlu. Að fara að kosta til her aðstoðarmanna fyrir þingmenn er tóm vitleysa. Hins vegar mætti auka Lesa meira