fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Óflokkað

Heilbrigðisvandinn

Heilbrigðisvandinn

Eyjan
30.11.2007

Vinkona mín ein sem vinnur á Landspítalanum notaði eftirfarandi orð um fjárhagsástandið þar: „Þetta er eins og ef þú sendir Kára út í búð til að kaupa eitthvað sem kostar hundrað krónur. Samt læturðu hann bara hafa áttatíu krónur. Hvernig á hann að brúa muninn?“ Fjárveitingarnar eru ekki í samræmi við væntingarnar sem eru gerðar Lesa meira

Er Samfylkingin hin nýja Framsókn?

Er Samfylkingin hin nýja Framsókn?

Eyjan
29.11.2007

Samfylkingin hefur styrkt stöðu sína og situr ekki bara í ríkisstjórn heldur stjórnar líka í helstu bæjarfélögum, Sjálfstæðisflokkurinn er ringlaður eftir byltinguna í Reykjavík, Framsókn er glöð að geta aftur farið að tala illa um íhaldið en Vinstri grænir hafa eignast leiðtogaefni… (Greinin birtist í nóvemberhefti tímaritsins Ísafoldar.) Mest spennandi samsæriskenning sem nú er uppi Lesa meira

Karlahornið

Karlahornið

Eyjan
29.11.2007

Ef ég get hugsað mér einhverjar aðstæður sem eru niðurlægjandi þá er það að húka í karlahorninu í Hagkaup framan við enska boltann meðan konan gerir innkaupin. Svo kemur annar karl inn í krókinn. „Blessaður.“ Og svo húkum við þarna saman í vandræðalegri þögn. Talandi um staðalímyndir.

Skemmtilegast að versla

Skemmtilegast að versla

Eyjan
29.11.2007

„Pabbi, það er mikið verið að plata mann með þessari auglýsingu – Hagkaup, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla.“ „Finnst Íslendingum ekki skemmtilegast að versla í Hagkaup?“ „Nei.“ „Af hverju ekki?“ „Það er svo stór búð.“ „Hvar finnst Íslendingum þá skemmtilegast að versla?“ „Í Þingholti.“

Fussumsvei

Fussumsvei

Eyjan
29.11.2007

Ekki sé ég eftir skattpeningum í heilbrigðismálin. Ég veit að þar vantar uppá. En 409 milljónir í viðbót til Alþingis frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Þar af 99 milljónir til aðstoðarmanna fyrir þingmenn. Það finnst mér vera óvirðing við þá sem borga – hina skattpíndu þjóð. Má minna á að nú Lesa meira

Ertu landi?

Ertu landi?

Eyjan
28.11.2007

Haraldur Bessason var í viðtali í Kiljunni vegna bókar sem nefnist Dagstund í Fort Garry. Segir frá lífi íslenskra landnema í vesturheimi og samskiptum þeirra við nágranna sína, til dæmis Úkraínumenn og indjána. Þarna segir af Úkraínumönnum sem gátu farið með kveðskap á íslensku og indjánum sem kunnu ekki annað tungumál en sitt eigið – Lesa meira

Mikill missir

Mikill missir

Eyjan
28.11.2007

Blaðamennska á Íslandi er illa launað, erfitt og frekar vanþakklátt starf. Og það er áhyggjuefni hversu illa gott fólk tollir í starfinu. Það er til dæmis ferlegt að missa Davíð Loga og Ólaf Teit, tvo af flinkustu blaðamönnum Íslands. Þurfa fjölmiðlarnir ekki að gera meira til að halda í fólk af þessu kaliberi.

Heimurinn sem fátækrahverfi

Heimurinn sem fátækrahverfi

Eyjan
27.11.2007

Á sama tíma og berast fréttir af því að við búum í besta landi í heimi þá er ég að lesa einhverja hrikalegustu bók sem ég hef augum litið. Ég var eitthvað að pirra mig út af fréttaflutningi af sjálfum mér í fjölmiðlunum, ætlaði að vera með einhvern kverúlans við ritstjóra 24stunda, en svo þegar Lesa meira

Stöðug útþensla þingsins

Stöðug útþensla þingsins

Eyjan
27.11.2007

Við höfum ríkisstjórn sem hefur stærsta þingmeirihluta í sögunni. Um þingsali vafra alþingismenn úr stjórnarliðinu sem hafa lítið fyrir stafni. Álagið er meira á hina fáliðuðu stjórnarandstöðu. Margir þingmenn eru reyndar nokkuð uppteknir í alþjóðasamstarfi – sumu afar þarflitlu. Að fara að kosta til her aðstoðarmanna fyrir þingmenn er tóm vitleysa. Hins vegar mætti auka Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af