Andsnes spilar Grieg
EyjanÉg hef oft velt því fyrir mér af hverju klassísk tónlist telst ekki vera sjónvarpsefni hér á landi? Horfði áðan á norska píanistann Leif Ove Andsnes leika píanókonsert eftir Grieg. Þetta var í norska sjónvarpinu. Sat eins og bergnuminn. Flutningurinn var stórkoslegur – eins og besta spennumynd. Andnes er reyndar einn besti píanisti sem nú Lesa meira
Írak á réttri leið
EyjanÞað er ekki mikið fjallað um það í fréttunum – hvað sem veldur – en ástandið í Írak er miklu betra en það hefur verið. Meðal annars er að þakka auknum hernaðarumsvifum Bandaríkjanna, en einnig því að sveitir súnnía hafa verið að snúast gegn Al Queda. En mannfallið er minna, færri sprengjutilræði, meira borgaralegt líf. Lesa meira
Vantar
EyjanMér þykir það leitt, en svo virðist sem fyrri hluta Silfurs Egils frá því í dag vanti á netið. Þarna eru ansi skemmtilegar umræður með þátttöku Kolbrúnar Halldórsdóttur, Guðfinnu Bjarnadóttur, Jóns Magnússonar, Aðalsteins Baldurssonar og Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Vona að þetta verði komið í lag eins fljótt og auðið er.
Friðarbaráttan tekur á sig ýmsar myndir
EyjanHér eru tvær tilvitnanir í greinar sem birtast á vef Samtaka hernaðarandstæðinga. Önnur gengur út á að íslamisminn sé andstöðuafl gegn heimsvaldastefnunni og því beri hernaðarandstæðingum að styðja hann. Hin heldur því meðal annars fram að hryðjuverkin í London hafi verið framin í London af verktakafyrirtæki í umboði bresku stjórnarinnar. Þetta er úr grein eftir Lesa meira
Margrét Pála, Ólafur F og Kolbrún í Silfrinu
EyjanMargrét Pála Ólafsdóttir, sú er í dag hlaut Barnamenningarverðlaunin, verður gestur í Silfri Egils á morgun. Hún mun leggja orð í belg í umræðu um uppeldi og jafnréttismál. Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi kemur í þáttinn. Hann er nú að snúa aftur á vettvang borgarmálanna eftir nokkurt hlé og sest í stól forseta borgarstjórnar. Kolbrún Halldórsdóttir Lesa meira
Besta bókarkápan
EyjanSagan af Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur er með bestu bókarkápuna þetta árið samkvæmt niðurstöðum kosningar sem fór fram á Mbl.is. Hönnuður kápunnar er Svavar Pétur Eysteinsson en JPV gefur bókina út. Á það var bent í þættinum að stafirnir B og B mynda bragga á kápunni – en bókin fjallar meðal annars um uppvöxt í Lesa meira
Markaðsfréttir
EyjanAndrés Magnússon skrifaði merka grein um FL-Group á vef sinn í gær. Einhvern veginn saknar maður þess sárlega að fjölmiðlarnir skuli ekki flytja almennilegar skýringar á því hvað er á seyði á hlutabréfamarkaðnum hér. Og nú er Baugur semsagt að taka yfir FL-Group – eða það segir Morgunblaðið. Áhrif Hannesar Smárasonar minnka, Jón Ásgeir tekur Lesa meira
Á braut einræðis
EyjanRússar eru í óða önn að kjósa yfir sig einræði meðan Vesturlönd horfa ráðþrota á. Flokki Pútíns forseta er spáð allt að sextíu prósentum atkvæða í kosningum á sunnudaginn. Þessu er haldið fram í fjölmiðlum sem þjóna stjórninni – sem er hérumbil allir fjölmiðlar í landinu. Þessari tölu skal náð með víðtæku kosningasvindli. Einu sinni Lesa meira
Kærleiksheimili
EyjanVar nokkurn tíma möguleiki að Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarnason gætu setið saman í ríkisstjórn án þess að kæmi til árekstra. Það væri jafnvel hægt að kalla þetta meiriháttar valdabaráttu sem snýst um hver eigi að hafa forræði yfir vörnum landsins.
Sigurður músarbani?
EyjanKári og vinir hans voru í Sigurðar fáfnisbansleik í leikskólanum. Jóvan var drekinn, Matti var vondi kóngurinn, en þeir fengu enga stelpu til að leika drottninguna. Svanhildur var beðin um það en hún hafði ekki áhuga. Jóvan lenti í því að vera stunginn með spýtu. Honum fannst að verið væri að meiða sig og var Lesa meira