Illa læs þjóð
EyjanNiðurstöðurnar úr Pisa könnuninni eru hraklegar fyrir íslenska menntakerfið. Það dregst stöðugt aftur úr. Hvað er til ráða? Það þarf betur menntaða kennara. Þá ekki bara í uppeldis- og kennslufræðum, heldur fyrst og fremst í fögunum sem þeir kenna – íslensku, stærðfræði, náttúrufræði, tungumálum. Námið í Kennaraháskólanum virðist núorðið mestanpart snúast um uppeldisfræði. Ég er Lesa meira
Áhyggjur fimm ára drengs
Eyjan„Ég er viss um að ég sakna þess þegar ég var lítill þegar ég verð stór.“
Schadenfreude
EyjanÞýska orðið Schadenfreude er alþjóðlegt heiti yfir það sem á íslensku er nefnt Þórðargleði. Þetta þýðir gleðjast yfir óförum annarra. Ég fór á Google. Þar birtast 272 þúsund færslur þegar orðin Iraq og Schadenfreude eru slegin inn í leitarvélina. Ég er semsé ekki beinlínis sá fyrsti sem hefur talað um Þórðargleði andstæðinga Írakstríðsins. Er líklegt Lesa meira
Varnarþörfin
EyjanÉg verð að viðurkenna að yfirleitt setur að mér óstjórnlegan leiða þegar rætt er um varnarmál. Þess vegna er ég feginn að ég sit ekki í þessari nefnd. Manni getur ekki þótt allt í pólitíkinni skemmtilegt. Nefndin á að funda fram á næsta haust. En um hvað? Jú, hún á að meta varnarþörfina. Ógnarmat heitir Lesa meira
Málalengingar í þinginu
EyjanEr mikilvægt fyrir lýðræðið að þingmenn fái að tala eins og þá lystir? Nú gerir maður stundum tilraun til að fylgjast með umræðum frá Alþingi í sjónvarpi. Yfirleitt gefst maður upp vegna þess hversu ræðurnar dragast úr hömlu hjá sumum þingmönnum. Þingmenn standa í pontu og þvarga í löngu máli um hluti sem þeir hefðu Lesa meira
Stöðumælasektir
EyjanÍ Túngötunni, fyrir utan húsakynni Baugs, stendur nú floti af Range Rover bifreiðum. Þeim er öllum ólöglega lagt, en þrátt fyrir að þeir hafi verið þarna í mestallan dag hef ég ekki sé neinar stöðumælasektir. Kíkti dálítið eftir því eftir að ég fékk stöðumælasekt númer tvö í dag. En þeir þurfa kannski að fara að Lesa meira
Rukkarar
EyjanMaður spyr bara: Hvenær gerist þetta hérna heima? Mér skilst reyndar að viðskiptaráðherrann ungi ætli að hreinsa til á þessum markaði.
Tveir einræðisseggir
EyjanStuðningsmenn þeirra finna margháttaðar afsakanir á gjörðum þeirra. Að allt gangi betur undir þeirra stjórn. Jú, Mussolini lét lestirnar á Ítalíu koma á réttum tíma. Pinochet reisti við efnahagslífið í Chile. En samt eru þeir einræðisseggir, báðir tveir. Þessi og þessi. Og þeir eru að færa sig rækilega upp á skaftið. Verða stöðugt hættulegri.
Forseti borgarstjórnar talar
EyjanÓlafur F. sagði í Silfri mínu í dag að sér litist vel á nýja meirihlutann, hann hefði átt frumkvæði að myndun hans og að hann hefði mikið traust á Degi sem borgarstjóra. Það syrtir enn í álinn hjá sjálfstæðismönnum í borginni.