fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025

Óflokkað

Enski boltinn og alþjóðavæðingin

Enski boltinn og alþjóðavæðingin

Eyjan
26.12.2007

Nú eru ekkert nema erlendir leikmenn í enska fótboltanum. Hinir ensku geta ekki neitt. Og það er búið að ráða ítalskan landsliðsþjálfara. Næsta skref er að fá erlenda leikmenn í landsliðið, sbr. þetta. Annars var mér sendur þessi myndbútur um daginn. Hann er ansi fyndinn. Ég held meira að segja að hann sé búinn til Lesa meira

Góðir jóladagar

Góðir jóladagar

Eyjan
24.12.2007

Að sumu leyti finnst mér síðustu dagarnir fyrir jól skemmtilegastir – og þetta árið hafa þeir verið venju fremur ánægjulegir. Nokkrir hápunktar: Jólaglöggið í Kjötborg, sjá hér. Jólaplata Ragga Bjarna og Gunnars Þórðarsonar. Jólaseríurnar sem ég hef baksað við að koma upp og vor nánast orðnar að þráhyggju í fyrradag. Jólaljósin á skipunum í höfninni Lesa meira

Þjóðkirkjan

Þjóðkirkjan

Eyjan
24.12.2007

Í gærkvöldi las ég pistil um þjóðkirkjuna sem hef verið að bögglast við að skilja. Þetta er afar þéttur texti, nánast myrkur, en ég tel mig hafa greint helstu efnisatriði hans. Ég er samt ekki viss um að ég sé miklu nær. 1. Við eigum að hafa þjóðkirkju vegna þess að hún er grundvöllur þjóðernisins. Lesa meira

Um útúrsnúninga

Um útúrsnúninga

Eyjan
23.12.2007

Yfirleitt á maður ekki að eyða tíma sínum í að leiðrétta útúrsnúninga manna sem verja lífi sínu í eilífar þrætur. Ég ætla samt að árétta þrennt: Ég hef talið – sem kristinn maður – að engin ástæða sé til að einn söfnuður öðrum fremur hafi stöðuna þjóðkirkja. Ég held að megi færa rök fyrir því Lesa meira

Skatan

Skatan

Eyjan
23.12.2007

Ég man eftir því þegar ég var barn að foreldrar sumra vina minna borðuðu skötu á Þorláksmessu. Hjá þessum fjölskyldum voru jólin leiðinlegri en hjá öðrum – að minnsta kosti fyrir börnin. Með skötunni var drukkið ómælt brennivín. Aðfangadagur fór í timburmenn. Viðhorf manns til jólanna mótast í bernskunni. Það er mikið lán að kynnast Lesa meira

Starf aðstoðarmanns

Starf aðstoðarmanns

Eyjan
23.12.2007

Árni Mathiesen talar um að ekki sé nógsamlega metið gildi þess að vera pólitískur aðstoðarmaður ráðherra. Björn Bjarnason tekur undir þetta. Ég hef haft mikil kynni af pólitískum aðstoðarmönnum síðasta áratuginn – og verð að leyfa mér að vera ósammála. Ef eitthvað starf er verulega mannskemmandi þá er það einmitt að vera aðstoðarmaður ráðherra – Lesa meira

Hvumsa

Hvumsa

Eyjan
22.12.2007

Eftirfarandi Staksteinapistill birtist í Morgunblaðinu í morgun: „Það er ekki oft að skipan héraðsdómara á Norðurlandi eystra og Austurlandi komi fjölmiðlum og öðrum í uppnám. Þó hefur það gerzt nú eftir að Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson til þess að vera héraðsdómari við héraðsdóm Norðurlands eystra með 75% starfsskyldu og við héraðsdóm Lesa meira

Dellan

Dellan

Eyjan
22.12.2007

Það voru kosningar á árinu, ný ríkisstjórn tók við, hlutabréfamarkaðurinn fór í hæstu hæðir en hrundi aftur, sjálfstæðismenn fengu ekki að stjórna borginni lengi. En kannski var þetta fyrst og fremst árið þegar dellumálin tóku völdin: Lúkasarmálið, stóra Randversmálið, Tíu litlir negrastrákar og auglýsingahléið í áramótaskaupinu.

Heima um jólin

Heima um jólin

Eyjan
21.12.2007

Bara til að leiðrétta smá misskilning sem hefur orðið á vegi mínum í dag. Ég verð á Íslandi um jólin. Enda eru íslensku jólin frábær.

Mest lesið

Ekki missa af