fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025

Óflokkað

Ráðherravín

Ráðherravín

Eyjan
29.12.2007

Ef ég væri í stjórn Landsbankans myndi ég fara að leita að sökudólgi. Sá sem sendir ráðherrum í ríkisstjórn kassa af áfengi að gjöf hlýtur að vera algjörlega skyni skroppinn. Og ráðherrarnir hljóta að senda vínið hið snarasta til baka. Þeir mega undir engum kringumstæðum þiggja svona gjafir.

Biskupinn

Biskupinn

Eyjan
28.12.2007

Einn vandinn við biskupinn yfir Íslandi er hvað hann talar oft óskýrt. Hann vill sjálfsagt reyna að tala djarfmannlega, en þorir það samt ekki. Það eru til dæmis þessi orð hans um að verið sé að ræna karlmenn karlmennskunni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað hann er að fara. Ekki Lesa meira

Völvur

Völvur

Eyjan
28.12.2007

Ég er ekki alveg að fatta þetta með völvuspárnar. Finnst einhverjum gaman að þessu? Þetta er eins og að vera kominn aftur á sjötta áratuginn þegar hér var algjört fásinni og Fálkinn og Vikan börðust um lesendurna.

68 kynslóðin gefst upp

68 kynslóðin gefst upp

Eyjan
28.12.2007

Sextíu og átta kynslóðin er að skríða yfir á sjötugsaldurinn og það fer að styttast í að hún mæti á elliheimilin. Þessi margumtalaða kynslóð er greinilega farin að finna fyrir aldrinum því árlegu nýarsballi hennar hefur verið aflýst. Skallapoppararnir í Pops sem hafa leikið þar fyrir dansi verða á Kringlukránni eftir áramótin. Þar þarf heldur Lesa meira

Aðeins breyttir tímar

Aðeins breyttir tímar

Eyjan
28.12.2007

Áramótapartí og allt svoleiðis tilstand er snögglega dottið úr tísku. Enginn vill láta bendla sig við svoleiðis. Það er óhugsandi að haldið yrði partí eins og fyrir nokkrum árum þegar auðkýfingar kepptust við að bjóða milljónir í ómálað málverk eftir Hallgrím Helgason. Það verður ekki dansað í Perlunni á nýju ári. Gala kjólar eru óseldir Lesa meira

Hjálp okur!

Hjálp okur!

Eyjan
28.12.2007

Í dag þurfti ég að láta breyta flugmiðum hjá því fyrirtæki sem ég kalla ennþá Flugleiðir en heitir víst Icelandair. Þetta voru ekki miðar til Jóhannesarborgar, Adelaide eða Suðurpólsins. Heldur bara til London. Á skrifstofu Flugleiða kom í ljós að bókunin var smá vitlaus: fornöfn fjölskyldunnar voru skráð sem eftirnöfn. Allt í allt kostaði þetta Lesa meira

Hörmungasaga Pakistans

Hörmungasaga Pakistans

Eyjan
27.12.2007

Ágæt grein hjá Andrési Magnússyni þar sem hann bendir á að Benazir Bhutto hafi verið bæði þjófótt og spillt. Það er of simpilt að tala um hana sem stórbrotinn stjórnmálamann. Saga Pakistans er samfelld hörmungasaga. Breska heimsveldinu lá á að komast frá Indlandi og á síðustu stundu var ákveðið að skipta Indlandsskaga í Indland annars Lesa meira

Tvö listaverk

Tvö listaverk

Eyjan
27.12.2007

Tvö listaverk hafa mér þótt áhugaverðust um þessi jól. Annars vegar stuttmyndin Bræðrabylta sem sýnd var í sjónvarpinu í gær og fjallar um ástir tveggja glímumanna úr sveit. Bráðsniðug mynd – miklu betri en Brokeback Mountain, önnur kvikmynd sem fjallar um ástir karlmanna úr sveit. Svo er það Himnaríki og helvíti sem ég hafði farið Lesa meira

Björgólfur, Ísland og Evrópa

Björgólfur, Ísland og Evrópa

Eyjan
27.12.2007

Björgólfur Thor vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið, hann vill hins vegar kasta krónunni, en hann segir að spákaupmenn stjórni 85-90 prósentum af verðmyndun hennar. Íslendingar hafi í raun ekkert að segja um þetta lengur. Þetta kemur fram í viðtali við veglega áramótaútgáfu Viðskiptablaðsins. Það er allt í lagi að geta þess í leiðinni Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af