Stjórnarandstaðan á Morgunblaðinu
EyjanÞað var ein helsta niðurstaðan í samræðum Össurar Skarphéðinssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í áramótasilfri mínu að einna hörðustu stjórnarandstöðuna væri að finna á Morgunblaðinu. Þetta er svosem löngu orðið dagljóst – þau Styrmi og Agnesi virðist vera sérstaklega uppsigað við ríkisstjórn þar sem Samfylkingin er innanborðs. En á sama tíma má finna í skrifum Lesa meira
Frægasti Íslendingurinn?
EyjanÉg sagðist vera frá Íslandi og leigubílstjóri hér á Barbados spurði hvort ég þekkti Magnusson. Magnusson? Já, Magnus Ver Magnusson, the strongest man in the world!
Auðvitað var það rugl
Eyjan„Frétt“ Vísis um framboð Ástþórs var bara rugl eins og ég benti á. Samt hafa menn verið að þvarga um þetta fram og tilbaka. Á Vísi starfa menn sem voru á DV á mesta ruglskeiði þess blaðs, fengu sitt uppeldi þar. Eins og Guðni Elísson hefur bent á í lærðum greinum var þar búinn til Lesa meira
Langsótt rök
EyjanMargrét Sverrisdóttir segir á forsíðu Morgunblaðsins í dag að til standi að byggja „hótelkassa“ á Laugavegi 4-6. Hún telur að svoleiðis starfsemi henti illa á þessum stað. Við Laugaveginn eru þegar tvö mjög snotur hótel. Í sama tölublaði Moggans má lesa að tveir þriðjuhlutar af götuhæð nýja hússins verði verslunarrými. Varaborgarfulltrúinn hefur semsagt ekki kynnt Lesa meira
Talandi höfuð
EyjanBjörn Bjarnason er að leita að nýju orði um þá sem eru kallaðir álitsgjafar. Ég hef áður sett fram þá kenningu að þetta orð eigi upptök sín á Helgarpóstinum á árunum upp úr 1980. En Birni finnst það ekki nógu gott. Ég get eiginlega verið sammála honum. Þetta er flatt. Davíð Oddsson átti orð um Lesa meira
Ástæðulaust að bjarga húsunum
EyjanHúsin á Laugavegi 4-6 eru sjálf einskis virði eins og allir sjá sem ganga þar framhjá. Verðmæti þeirra – ef eitthvað er – felst í hugmynd um Reykjavík sem borg með lágreistum gömlum timburhúsum, borg þar sem er lögð rækt við sögulegt samhengi. Þetta er virðingarverð hugmynd og nýtur mikils fylgis hjá fólki sem er Lesa meira
Þotulið
EyjanAuðmjúkari afsökunarbeiðni hefur varla sést í Baugsmiðli. En hvað er rétt og hvað er rangt í fréttinni? Er allt rangt, eða bara sumt eða skyldi eitthvað vera rétt? Er snekkja? Er þota? Er þotuliðið á Jamaíka? Við sem erum ekki nema minniháttar þotulið erum á Barbados. Flugum þangað í Economy Class með Virgin Atlantic. Dálítið Lesa meira
Ekki Silfur
EyjanÞað er rétt að taka það fram að það er ekkert Silfur Egils á sunnudaginn. Sjálfur er ég í stuttu fríi á eyjunni Barbados. Þar eru reyndar að koma kosningar eins og sjá má á myndinni. Þetta er forsætisráðherrann Owen Arthur, formaður Barbados Labour Party. Spurning hvort þá vanti álitsgjafa?
Forsetakosningar
EyjanÞað er varla að búast við því að neinn leggi út í alvöru framboð gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Það væri líka algjörlega gegn hefðinni sem hefur myndast um forsetaembættið. Þá bíða menn bara milli vonar og ótta eftir því hvort einhver rugludallur telur sig kallaðan til framboðs þetta árið. Einhver sem væri til í að Lesa meira
Bókastuldur
EyjanÞetta er afskaplega skrítin frétt – um stórfelldan bókastuld úr stóru einkabókasafni. Sá valinkunni sómamaður og forstjóri þess góða fyrirtækis Orkuveitunnar Hjörleifur Kvaran hefur þarna í frammi þungar ásakanir á hendur feðgunum Braga Kristjónssyni og Ara Gísla. Þess er hins vegar hvergi getið hver sé þjófurinn, ekki einu sinni reynt að spá í það. Orkuveituforstjórinn Lesa meira