fbpx
Sunnudagur 07.september 2025

Óflokkað

Vetrarlandslag

Vetrarlandslag

Eyjan
20.01.2008

Svona var draumfagurt um að litast í Heiðmörkinni seinni partinn í dag, undir sólarlagsbil. Þeir eru ekki alltof margir svona dagar á Íslandi.

Járnveggur Ísraela

Járnveggur Ísraela

Eyjan
20.01.2008

Anna Ólafsdóttir spyr á bloggi sínu hvort það sé gamla hugmyndin „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ þegar Ísraelar ráðast af hörku á Gazasvæðið eða hvort þetta sé strategía. Svarið er strategía. Um það má lesa í mjög fróðlegri bok eftir ísraelska sagnfræðinginn Avi Shlaim sem nefnist á ensku The Iron Wall. Járnveggurinn er stefna Lesa meira

Afríkuboltinn

Afríkuboltinn

Eyjan
20.01.2008

Ekki veit ég hvort er hægt að horfa einhvers staðar á Afríkumótið í fótbolta, en einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að það sé miklu skemmtilegra en Evrópuboltinn. Eða eins og Marcel Desailly segir: Í Evrópu snýst fótboltinn um viðskipti, sjónvarp og bikara. Í Afríku snýst hann um liti, dans, að gera eitthvað sem er Lesa meira

Hjaltalín

Hjaltalín

Eyjan
19.01.2008

Ég fylgist ekkert obboslega vel með, en þetta finnst mér einhver besta íslenska tónlist sem ég hef heyrt lengi. Best að byrja á Traffic Music.

Þjóðargrafreiturinn

Þjóðargrafreiturinn

Eyjan
19.01.2008

Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum mun hafa verið hugmynd Jónasar frá Hriflu. Þetta átti að vera eins konar íslenskt Westminster Abbey – undir berum himni – á þeim helga stað Þingvöllum. Guðjón Samúelsson var fenginn til að hanna grafreitinn – hann er látlaus að allri gerð. Meintum beinum Jónasar var holað þarna niður eins og frægt var. Lesa meira

Fjórtan terroristar

Fjórtan terroristar

Eyjan
19.01.2008

Það er pínu fyndið að fjórtán terroristar frá Pakistan skyldu hafa verið handteknir í sama hverfi í Barcelona og mín góða vinkona Auður Jónsdóttir býr í. Á sama tíma og félagar hennar nýhílistar keppast við að halda því fram að engin hætta stafi af íslamistum.

Innrás úr geimnum

Innrás úr geimnum

Eyjan
19.01.2008

David Cox bloggar á vef Guardian um að hann vill meina stórhættulegt framtak rússnesku vísindaakademíunnar – að senda sterkar útvarpsbylgjur djúpt út í geiminn til að reyna að ná sambandi við geimverur. Hér á við það sem var eitt sinn sagt: Be afraid, be very afraid. Cox telur víst að sé til líf á öðrum Lesa meira

Útsöluleiðin

Útsöluleiðin

Eyjan
19.01.2008

Skrítið er að sjá vegagerðina og samgönguráðherra sem eftir að hafa grafið rándýr og fáfarin Héðinsfjarðargöng ætlar að reyna að bjóða Reykvíkingum upp á lélegasta kostinn í lagningu Sundabrautar – nokkurs konar útsöluleið. Ómar Ragnarsson bendir á að göngin kunni að vera miklu hagkvæmari en vegagerðin lætur uppi. Þau eru líka umhverfisvæn og miklu nútímalegri Lesa meira

Bobby og Garrí

Bobby og Garrí

Eyjan
18.01.2008

Ég hef tekið viðtöl við tvo mestu skákmenn sögunnar: Garrí Kasparov og Bobby Fischer. Eftir það get ég sagt eitt: ég ætla ekki að kenna syni mínum skák. (Annars tek ég fram að ég kunni eiginlega betur við Bobby en Garrí.)

Mest lesið

Ekki missa af