Blogg Gunnars
EyjanÞað bætast við nýir bloggarar á Eyjuna og maður hefur varla undan að kynnast þeim. En mig langar að benda á þennan, Gunnar Smárason. Hann er góður.
„Þau báru ábyrgð“
EyjanÍ Morgunblaðinu er frétt þar sem er fjallað um hvernig almenningur borgi tap peningamarkaðssjóða – og sagt að þetta sé á ábyrgð embættismanna og stjórnmálamanna. Allt er það satt og rétt. Með fréttinni birtast myndir bankastjórum og embættismönnum – og tveimur ráðherrum. Björgvini G. Sigurðssyni og Árna Mathiesen. Fyrir ofan myndina stendur „Þau báru ábyrgð“. Lesa meira
Endalok dagblaðaaldarinnar?
EyjanÉg velti því fyrir mér um daginn hvort dagblaðaöld væri að renna sitt skeið á Íslandi. Fréttablaðinu verður framvegis dreift á suðvesturhorninu og á Akureyri, það verður þá ekki lengur þjóðarblað. En það gæti einmitt verið Fréttablaðið sem tók gröfina fyrir dagblöðin. Því er dreift ókeypis, fjármagnað með auglýsingum. Sá sem er vanur að fá Lesa meira
Skuldsettir mjólkurbændur
EyjanLesandi síðunnar, Elías Pétursson, sendi þessa úrklippu úr Viðskiptablaðinu með svohjóðandi texta: — — — Sæll, Eitt sinn datt einhverjum í hug að kvóti á mjólkurframleiðslu væri málið, því hann hefði jú skilað t.d. sjávarútveginum svo mikilli hagræðingu og velsæld…..kvóti með framsali var settur á mjólkurframleiðslu. Svo komu bankamenn og sögðu bændum að eina leiðin Lesa meira
Draumarnir hefjast
EyjanKári 7 ára liggur veikur heima, með gítarinn upp í sófa og syngur frumsamið lag: Draumarnir hefjast ef þú vilt berjast. Heimurinn stendur meeeeð. Minnir dálitið á Sálina….
Fórnarlömb Icesave eru bæði í Bretlandi og á Íslandi
EyjanGuðmundur Auðunsson sendi þessa athugasemd: — — — „Þar sem ég er stofnfélagi í Indefence hópnum og hvatti m.a. til stofnunar hópsins í þættinum hjá þér fyrir tæpu ári vil ég koma á framfæri nokkrum punktum. Breska ríkisstjórnin setti hryðjuverkalög á Landsbankann (sem var þá orðinn ríkisbanki) og Singer og Friedlander, sem var breskur banki Lesa meira
Sjóðasukk
EyjanÞetta er merkileg frétt á vefnum AMX. 46 prósent af eignum í Sjóði 9 í Glitni voru bundin við fyrirtæki tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, einum aðaleiganda bankans.
Hrossakaup
EyjanAndri Geir Arinbjarnarson skrifar á bloggi sínu. — — — Pólitísk hrossakaup Jóns Ásgeirs Mjög undarlegir og vafasamir gjörningar og hrossakaup virðast stunduð í bakherbergjum af pólitískum skilanefndum, bankamönnum og gömlum útrásarvíkingum. Almenningur fær engar upplýsingar en verður að geta sér til í eyðurnar út frá þeim litlu ögnum sem skilanefndir ákveða að opinbera. Nýjustu Lesa meira
Högum tryggt framhaldslíf – í höndum Jóns Ásgeirs
EyjanJæja, þá vitum við það. Við Íslendingar munum áfram næstu árin fá að kaupa í verslunum skuldugasta manns Íslands. Jóns Ásgeirs – og föður hans Jóhannesar. Fréttamenn mættu athuga með að spyrja ráðherra ríkisstjórnarinnar álits á þessu.
Ennislokkur einvaldsins
EyjanHerta Müller er handhafi Nóbelsverðlauna í bókmenntum árið 2009. Þetta þykir frekar óvænt. En samt, ég hef lesið bók eftir hana. Hún heitir á íslensku Ennislokkur einvaldsins og kom út hjá Ormstungu árið 1995 í þýðingu Franz Gíslasonar. Sjá hér. Ég finn hana samt ekki upp í hillu hjá mér, en það er ekki að Lesa meira