Forsetinn og alþýðan
EyjanÓlafur Ragnar Grímsson talaði um það í útvarpsfréttum i kvöld að alþýða manna tæki vel á móti honum þegar hann færi um landið og ræddi stöðu lands og þjóðar. Ég varð staddur á á Dalvík í sumar, á fiskideginum, og þar tóku almennir gestir mjög fálega á móti Ólafi – fólk var meira að segja Lesa meira
Í skýjunum
EyjanÍ leiðara nýjasta heftis Economist má lesa hvers vegna gagnaver stórra tölvufyrirtækja eru heitt mál. Þróunin er sú að vista gögn „í skýjunum“, það er að segja í gagnaverum fremur en heimilistölvum og fartölvum. Þetta er áhugaverð pæling, eða eins og segir í leiðaranum sem má lesa í heild sinni hér: „THERE is nothing the Lesa meira
Sér til sólar á Viðskiptablaðinu
EyjanÉg skrifaði um daginn að ég væri hættur að taka Viðskiptablaðið úr plastinu. Margt í blaðinu hefur verið eins og skrifað fyrir sértrúarsöfnuð, en kannski það breytist núna. Einn besti blaðamaður á Íslandi, Sigurður Már Jónsson, er orðinn ritstjóri blaðsins. Og nú bætist honum liðsauki: Björgvin Guðmundsson, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson af Mogganum. Lesa meira
Leynisamningar Landsvirkjunar
EyjanJón Steinsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, skrifar um leyndina sem ríkir um orkuverð til stóriðju á Íslandi. Jón segir að það sé hneyksli að halda orkuverðinu leyndu, og það komi líklega þeim einum til góða sem vilji ekki upplýsa hversu lágt verðið er. Greinin, sem birtist í Fréttablaðinu, er í heild sinni hér, en niðurlagið er Lesa meira
Jólaplatan í ár
EyjanJól í hjartanu – með Bob Dylan. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=gundu1yLjWY]
Erlendar tekjur lífsnauðsyn fyrir Orkuveituna
EyjanÓðinn er penni sem skrifar reglulega pistla í Viðskiptablaðið. Hann skrifar þennan athyglisverða pistil í blaðið í dag um stöðu Orkuveitu Reykjavíkur: — — — Óðinn hefur ekki úr reikningum margra skráðra félaga að vinna þessa dagana. Hann gladdist því í fyrstu þegar reikningar Orkuveitu Reykjavíkur ráku á fjöru hans. Fljótlega hvarf þó brosið af Lesa meira
Hvar er hlýnunin?
EyjanPaul Hudson, sérfræðingur BBC í loftslagsmálum, skrifar grein sem nefnist Hvað varð um hnatthlýnunina? Hann segir að loftslagið sé ekki að hlýna – hlýjasta árið sem hefur verið mælt sé 1998. Heimshöfin virðast líka vera að kólna aftur, eftir hlýnunarskeið. Hudson segir að þetta slái ekki ekki endilega út af borðinu kenningar um hlýnun jarðar Lesa meira
Augnablik sem týndist
EyjanÞað er víðar en á Íslandi að orðið hefur til lýðræðishreyfing – sem rennur svo fljótt út í sandinn. Við upplifðum þetta síðastliðinn vetur, nú heyrist varla talað um umbætur á stjórnkerfinu, og þetta gerði líka vart við sig í Bretlandi – og í Úkraínu á tíma appelsínugulu byltingarinnar. Timothy Garton Ash skrifar um þetta Lesa meira
Hin góða einokun
Eyjan26. mars 1991 birtist viðtal við Jóhannes Jónsson kaupmann í Tímanum. Jóhannes hafði þá stofnað Bónus og var að reyna að keppa við Hagkaup, sem þá var risinn á íslenskum matvörumarkaði. Jóhannes og sonur hans Jón Ásgeir eignuðust síðar Hagkaup. Jóhannes sagði við Tímann: „Það er afar óhollt í kapítalísku þjóðfélagi, að eitt fyrirtæki verði Lesa meira
Enn ein fákeppnin
EyjanGunnar Smárason, sem bloggar hér á Eyjunni, skrifar um N1, afkomutölur þessa fyrirtækis, álagningu, lánveitingar frá Glitni, afskriftir, fáokun og stórlaxa sem sitja í stjórn. Merkileg lesning – ekki síst í framhaldi af umræðum um risana sem tröllríða matvörumarkaði.