fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025

Óflokkað

Þórarinn í Gullbringu, verðlaunahafi Tómasar og ættmæður Bjarna

Þórarinn í Gullbringu, verðlaunahafi Tómasar og ættmæður Bjarna

Eyjan
21.10.2009

Meðal efnis í Kiljunni í kvöld er heimsókn til skáldsins Þórarins Eldjárn í Gullbringu í Svarfaðardal. Þórarinn og fjölskylda eiga þar hús skammt frá Tjörn, en þar ólst uppKristján forseti, faðir Þórarins. Við tökum líka hús á Eyþóri Árnasyni sem er nýgræðingur í skáldskaparlistinni, ólíkt Þórarni. Eyþór, sem fæddur og uppalinn í Skagafirði, af næsta Lesa meira

Ragna út, Ögmundur inn?

Ragna út, Ögmundur inn?

Eyjan
21.10.2009

Stefán Pálsson skrifar harða ádeilugrein á Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Grasrótin í VG er ónánægð með framgöngu hennar í málefnum flóttamanna. Þetta gæti líka haft þær hliðarverkanir að auðveldara verður að skipta Rögnu út – þá kannski fyrir Ögmund Jónasson?

Taka tvö, nánast eins og kækur

Taka tvö, nánast eins og kækur

Eyjan
21.10.2009

Fyrst kom Hannes, svo Sturla Böðvarsson, og þá Björn Bjarnason, ég var reyndar búinn að bíða eftir honum. Seinast í fyrradag velti ég því fyrir mér af hverju hann væri ekki búinn að tjá sig. Og auðvitað kom það. Að ógleymdum Óla Birni Kárasyni. Ég ætla ekki að standa í neinum stælum við þessa menn. Lesa meira

Icesave-lagið

Icesave-lagið

Eyjan
20.10.2009

Það hlaut að koma að því að samið  yrði til Icesave-lagið. Þetta er með Jakobi Frímanni Magnússyni og Stuðmönnum. Grípandi og skemmtilegt popplag – revíuskotið grín eins og höfundur lagsins segir sjálfur.

Evu Joly er treyst

Evu Joly er treyst

Eyjan
20.10.2009

Þetta hef ég sagt við erlenda blaða- og fréttamenn. Að það sé Eva Joly sem nýtur langmests trausts af öllu fólki á Íslandi. Kannski aðallega vegna þess að hún er ekki tengd inn í klíkurnar hér, sérhagsmunahópana, stjórnmálaflokkana – og pissfélögin.

Bréf Gunnars Tómassonar

Bréf Gunnars Tómassonar

Eyjan
20.10.2009

Svona lítur það út bréfið sem Gunnar Tómasson sendi alþingismönnum og var til umræðu hér á vefnum fyrr í dag. —- — — “Ágætu alþingismenn. Hér er mat mitt á því hvert stefnir í málefnum Íslands – og ég bið forláts á því að tala hreint út: 1. Að óbreyttu mun Seðlabanki Íslands nota lánsfjármagnaðan Lesa meira

Icesave, fyrsta útgáfa

Icesave, fyrsta útgáfa

Eyjan
20.10.2009

Til upprifjunar þá er hér minnisblað frá því fyrir ári síðan, undirritað meðal annars Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, þar sem íslenski ábyrgðarsjóðurinn fellst á að greiða innistæðueigendum Landsbankans i Hollandi að hámarksupphæð 20.887 evrur. Sagt er að þetta muni upphaflega greiðast með láni frá Hollandsbanka, en vextir þess séu 6,7 prósent. Lánið eigi að Lesa meira

Að koma skattfé til einkavina

Að koma skattfé til einkavina

Eyjan
19.10.2009

Í þessari frétt RÚV kemur fram að Jafnréttisstofa greiðir 700-800 þúsund krónur í mánaðarleigu fyrir húsnæði í svokölluðum Borgum á Akureyri. Húsnæðið er 211 fermetrar. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu vill losna undan þessum samningi, en það virðist ekki vera hægt. Segir eins og er að þetta sé Manhattan-verð. En hvernig stendur á því að svona var samið Lesa meira

Kvótaárið byrjað

Kvótaárið byrjað

Eyjan
19.10.2009

Grímur Atlason skrifar þessa færslu á vef sinn. Ætli Jón Bjarnason, flokksbróðir hans, viti af þessu? — — — Útgerð árið 2009 Kvótaárið byrjaði fyrir rúmum mánuði. Athyglisvert að skoða hreyfingar á heimildum á vef Fiskistofu. Eitt af þeim útgerðarfyrirtækjum sem fékk úthlutað aflaheimildum er Eskja frá Eskifirði. Fyrirtækið fékk rúm 3500 þorskígildistonn, þar af Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af