Samfylkingin og stóriðjan
EyjanÞað er eins og sagt er, þegar Icesave er frá, þá verða stóriðjumál næsta vandræðaefni fyrir ríkisstjórnina. Þau fara ekki alveg nákvæmlega eftir flokkslínunum, því meirihluti Samfylkingarþingmanna sé vafalítið hallur undir byggingu álvera þá nær klofningurinn langt inn í þann flokk. Enda er varla neinn búinn að gleyma hvað Samfylkingin var dæmalaust græn fyrir kosningarnar Lesa meira
Tapaðir Glitnissjóðir
EyjanÍslendingur sem hefur starfað erlendis sendi þennan póst: — — — Mér finnst rétt að benda á nokkuð sem algerlega hefur gleymst í umræðunni um sjóð 9. Það eru peningamarkarkaðssjóðir Glitnis í evrum, dollurum og norskum krónum, sjóðir 9.1, 9.2 og 9.3. Ég lagði á sínum tíma um 5 milljónir í Evrusjóðinn þar sem ég Lesa meira
Árekstur vetrarbrauta
EyjanSjálfur hef ég verið heima með kvefpest. Ég fæ hana allavega tvisvar á ári. Hef verið óvenju kvefsækinn alveg frá því ég var barn. En hraustur að öðru leyti. Er eiginlega alveg viss um að þetta sé ekki svínó. En maður er orðinn svo nojaður gagnvart flensunni að maður hugsar ekki alveg rökrétt. Kári hóstaði Lesa meira
Hægri eða vinstri
EyjanEftir því sem fleiri pólitíkusar á Íslandi snúa baki við fyrri skoðunum og gerast umskiptingar verða mörk milli hægris og vinstris óljósari í stjórnmálunum. Þau hafa reyndar aldrei verið mjög skýr, oft ræðst það sem kallast hægri og vinstri hér af séríslenskri persónupólitík og flokkadráttum – sem eiga lítið skylt við hugsjónir eða hugmyndir. Maður Lesa meira
Dæmt til að enda með ósköpum
EyjanLesandi úr atvinnulífinu sendi mér þetta greinarkorn: — — — Ég hef verið að lesa bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjuna. Það er fróðlegt að lesa og kynnast atburðarrásinni, sem flestir fylgdust með úr fjarlægð, og skildu ekki allt. Ég verð að segja að ég var uppteknari af öðru en því hvernig bankarnir þöndust út. Áhuginn liggur Lesa meira
Flosi og fleira gott fólk
EyjanMegi Flosi fá góðan bata. Það var bara um daginn að ég var að rifja upp óperuna hans Örlagahárið – sem birtist í einu af ógleymanlegum áramótaskaupum hans. Ég þarf að athuga hvort hún sé ekki til í safni sjónvarpsins. Og svo fór ég að hugsa um þegar bruninn varð í Lækjargötu 1967, en þar Lesa meira
Endurskoðun á AGS planinu
EyjanNú virðist loks ætla að líða að því Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn taki efnahagsáætlunina fyrir Ísland til umfjöllunar og væntanlega endurskoðunar. Mér skilst reyndar að meginhluti áætlunarinnar sé saminn hér heima, svo hún speglar það sem íslensk stjórnvöld hafa viljað gera í þessari þröngu stöðu. Og það er vissulega rétt sem Joseph Stiglitz sagði þegar hann kom Lesa meira
Blekkingarleikur Kaupþings
EyjanBreskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að málssókn Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum hafi á sér yfirbragð tilbúnings og óraunveruleika. Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur í byrjun október, helgina örlagaríku þegar íslensku bankarnir riðuðu til falls. Þetta var gert á þeim forsendum að Kaupþing stæði betur en hinir bankarnir. Síðan hefur ýmislegt verið að Lesa meira
Bond, James Bond
EyjanKári verður alveg eyðilagður þegar hann fréttir af andláti Dr. No. Hann er einn mesti Bondaðdáandi sem um getur og ætlar að verða Bondleikari þegar hann verður stór. En líka fótboltamaður, tónlistarmaður og fornleifafræðingur. Möguleikarnir eru margir þegar maður er sjö ára. Kári er reyndar búinn að leggja á ráðin um að minnsta kosti fjórar Lesa meira