fbpx
Mánudagur 08.september 2025

Óflokkað

Eftirlitlslausa samfélagið

Eftirlitlslausa samfélagið

Eyjan
25.10.2009

Ari Matthíasson bendir á þessa ræðu sem Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, flutti á ráðstefnu hjá Fjármálaeftirlitinu árið 2005. Þessi orð sýna það notalega samband sem var milli bankavíkinganna íslensku, embættismannakerfisins og stjórnmálamanna. Það má benda á í þessu sambandi að Sigurður var gerður að formanni nefndar sem átti að leggja til hvernig Ísland yrði að Lesa meira

Nokkur hugtök

Nokkur hugtök

Eyjan
25.10.2009

Það virðist vera viðkvæmt mál sums staðar að tala um spillingu á Íslandi. Þeir sem vilja skilja hana hefðu gott af því að velta fyrir sér eftiröldum hugtökum, svona meðal annars: Political patronage http://en.wikipedia.org/wiki/Patronage Nepotism http://en.wikipedia.org/wiki/Nepotism og Cronyism http://en.wikipedia.org/wiki/Cronyism Annars orðar Jónas Kristjánsson þetta ágætlega í nýju bókinni sinni. Hann talar um að gömlu lýsnar Lesa meira

Mesti gervimarkaður í heimi

Mesti gervimarkaður í heimi

Eyjan
25.10.2009

Í dag var ég í Silfrinu með viðtal við Jón F. Thoroddsen, fyrrverandi verðbréfasala. Það má segja að viðtalið hafi borið yfirskriftina: Mesti gervimarkaður í heimi. Þar er átt við íslenska hlutabréfamarkaðinn – en í viðtalinu fjallaði Jón líka sérstaklega um aðkomu íslensku lífeyrissjóðanna að honum.

Ofurbloggarinn Andri

Ofurbloggarinn Andri

Eyjan
25.10.2009

Andri Geir Arinbjarnarson er einstaklega góður bloggari, hann starfar að mestu leyti í útlöndum, styrkur hans er að maður veit ekki alltaf úr hvaða átt hann kemur, hann er semsagt frjáls eins og fuglinn. Andri hefur sett inn nokkra mjög áhugaverða pistla síðasta sólarhringinn. Ég bendi til dæmis á þennan um að breskir blaðamenn  pirri Lesa meira

Fréttir og framtíðin

Fréttir og framtíðin

Eyjan
24.10.2009

Ég er ekki jafn viss um það og Styrmir Gunnarsson að tími ókeypis fréttamiðlunar sé að líða. Ungt fólk venst á að nota netið, það er helsti miðill þess. Unnvörpum segir það skilið við dagblöð sem skreppa saman eða hverfa, áhorf á hefðbundnar sjónvarpsfréttir minnkar. Það er ekkert mál fyrir fólk sem notar netið að Lesa meira

Baugspenni

Baugspenni

Eyjan
24.10.2009

Ég verð dálítið hugsi þegar ég sé Guðmund Andra Thorsson kallaðan Baugspenna. Nær þetta uppnefni nú til allra sem hafa nokkurn tíma skrifað í Fréttablaðið, eða eru það bara þeir sem eru á haturslistanum hjá ákveðinni klíku? En það er ekki vegna þess sem ég er hugsi. Ég man nefnilega eftir því að Guðmundur Andri Lesa meira

Réttur tengill

Réttur tengill

Eyjan
24.10.2009

Ég gaf upp vitlausan tengil á Facebook síðu sem Pawel Bartosek og fleiri hafa sett upp undir heitinu Valkostur A, öflugri Reykjavík. Réttur tengill er hér.

Hreppur eða borg

Hreppur eða borg

Eyjan
24.10.2009

Stærðfræðingurinn Pawel Bartosek skrifaði þessa grein um skipulagsmál í  Reykjavík  í Fréttablaðið í gær. Hann hefur líka stofnað hóp á Facebook til að vinna þessum málum brautargengi. — — — Þrátt fyrir hina miklu bílaeign þjóðarinnar eru bílar almennt ekki sérlega vel liðinn hlutur. Flestum er raunar afar illa við alla aðra bíla en þeirra Lesa meira

Grátkórar í sögulegu samhengi

Grátkórar í sögulegu samhengi

Eyjan
23.10.2009

Stundum verður að setja hlutina í samhengi. Þegar Árni Páll Árnason talar um grátkór hjá LÍÚ, þá er hann að vísa í ákveðna sögu. Kristján Ragnarsson, sá mæti maður, fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ, var oft kallaður grátkona þjóðarinnar. Það var á árunum þegar hann kom oft í fjölmiðla og kvartaði sáran undan bágri stöðu útgerðarinnar. Yfirleitt Lesa meira

Múrinn, breiðgata Stalíns og lampabúð Erichs

Múrinn, breiðgata Stalíns og lampabúð Erichs

Eyjan
23.10.2009

Berlínarmúrinn féll í afmælinu mínu, bókstaflega talað, í veislunni sem var haldin þegar ég var þrítugur var Múrinn að falla í beinni sjónvarpsútsendingu. Það var góð afmælisgjöf. Myndin hér að ofan sýna hátíðarhöld í Berlín vegna 25 ára afmælis antifasistischer Schutzwall – sem betur fer stóð hann ekki nema þrjú ár í viðbót. En þetta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Allir æfðu í París