fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025

Óflokkað

Blyton og bókmenntirnar

Blyton og bókmenntirnar

Eyjan
15.11.2009

Aldrei velti maður fyrir sér bókmenntagildi Enid Blyton þegar maður gleypti í sig Ævintýrabækurnar, Fimmbækurnar og Dularfullubækurnar. En manni fannst þetta þrælspennandi stöff. Ég las þetta upp til agna í bókasafninu úti í Verkó á Hofsvallagötunni. Svo hafa menn verið að fjalla um þetta frá ýmsum hliðum. Þrjótarnir í þessum bókum eru oft dökkir yfirlitum. Lesa meira

Kúlulán eru Ponzi

Kúlulán eru Ponzi

Eyjan
15.11.2009

Gunnar Tómasson sendi þetta bréf í framhaldi af viðtali við Aðalstein Hákonarson í Silfrinu í dag. — — — Sæll Egill. Smá viðbót við umsögn Aðalsteins Hákonarsonar í Silfrinu. Kúlulán íslenzku bankanna voru ekki hluti af eðlilegri bankastarfsemi, þar sem lán eru veitt til að fjármagna arðgefandi starfsemi, húsnæðiskaup o.s.frv. þar sem gert er ráð Lesa meira

Fréttablaðið og fjöldamóðursýkin

Fréttablaðið og fjöldamóðursýkin

Eyjan
15.11.2009

Ég er ekki alveg að kaupa það að vegna þess að fólk hefur það skítt í Uganda þá séu Íslendingar haldnir móðursýki. Þetta er inntakið í leiðara Fréttablaðsins í dag. Það er staðreynd að ekkert land bíður jafn mikið tjón af kreppunni og Íslendingar – og eins að mikill hluti af kreppunni er heimatilbúinn af Lesa meira

Upboð á eigum fjársvikara

Upboð á eigum fjársvikara

Eyjan
15.11.2009

Eigur svikahrappsins Bernie Madoff eru boðnar upp í New York. Afraksturinn á að renna til þeirra sem urðu fyrir barðinu á svikum hans. Þar á meðal er gamalt Rolexúr, töskur úr eigu konu hans og sérsaumaður jakki í litum hafnaboltaliðsins Mets. Uppboðið þótti takast vel: Það söfnuðust milljón dollarar – sem er reyndar ekki nema Lesa meira

Bréf Strauss-Kahn

Bréf Strauss-Kahn

Eyjan
14.11.2009

Hér má lesa bréf Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, til Gunnars Sigurðssonar. Hann má þó eiga það að hann svaraði, ólíkt sumum valdamönnum sem Íslendingar hafa átt samskipti við. Bréfið er hér í pdf skjali. November 12

OR: skemmdarverkastarfsemi?

OR: skemmdarverkastarfsemi?

Eyjan
14.11.2009

Andri Geir Arinbjarnarson bloggar aftur eftir nokkuð hlé og nú um Orkuveitu Reykjavíkur: „Efnahagsreikningur OR er slíkur að maður getur vart dregið aðra ályktun en að þar hafi verið stunduð fjármálaleg skemmdarverkastarfsemi af fyrri stjórn.  Málið er svo alvarlegt að það þarf að rannsaka opinberlega af óháðum aðilum. Eitt er að fjármálalegir óvitar stefni sínum Lesa meira

Braskvæðingin

Braskvæðingin

Eyjan
14.11.2009

Þá höfum við það. Það er opinber skoðun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að braskvæðing Íslands – einkavæðing bankanna – hafi verið rótin að hruninu. Þetta segir sjálfur framkvæmdastjóri AGS. Skýrara getur það ekki verið. Sjálfsagt verður reynt að kokka upp aðrar skýringar til heimabrúks, en þetta er það sem álíta úti í hinum stóra heimi.

Skuldauppgjör í skjaldborgum

Skuldauppgjör í skjaldborgum

Eyjan
13.11.2009

Aðalsteinn Hákonarson endurskoðandi skrifar í Tíund, rit ríkisskattstjóra, undir yfirskriftinni Skuldauppgjör í skjaldborgum. Þarna stendur meðal annars: „Um þessar mundir ber mikið á aðilum sem kenna sig við skjaldborg heimilanna. Þeir boða t.d. skattfrjálsar niðurfellingar á skuldum einstaklinga og jafnvel lögaðila. Þegar betur er að gáð verður ekki betur séð en að þeir sem njóti Lesa meira

Ríkisútgjöld

Ríkisútgjöld

Eyjan
13.11.2009

Gauti B. Eggertsson skýrir út að það sé ekki rekstur menningar- og rannsóknastofnana sem hafi sett íslenska ríkið á hausinn, heldur sé þetta afleiðing efnahagsóstjórnar sem birtist meðal annars í gjaldþroti Seðlabankans.

Stjörnur í Hollywood

Stjörnur í Hollywood

Eyjan
13.11.2009

Í gær fór ég í eitt fallegasta leikhús sem ég hef komið í. Það er í Hollywood, á Hollywood Boulevard, og heitir Pantages. Að koma þangað inn er eins og að stíga inn í ævintýraveröld – var ekki Hollywood kallað draumaverksmiðja? Leikhúsið er í glæsilegum art deco stíl sem er nokkuð algengur í Hollywood, byggt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af