Verður Gunni Þórðar?
EyjanPabbi Arnaldar, vinar Kára, bauð þeim félögunum að koma á sándtékk hjá þekktum hljómsveitum, Retro Stefson og FM Belfast. Þeir voru áhugasamir, skelltu sér í föt og drifu sig út, enda eru þeir saman í hljómsveitinni Stjörnunum. En á leiðinni út úr dyrunum spurði Kári, spenntur: „Verður Gunnar Þórðarson!?“
Stærsti brandari Íslands?
EyjanLesandi sendi þessa grein: — — — Samkeppniseftirlitið er ótrúlegasta þversögnin í íslensku stjórnkerfi. Í landi þar sem frjáls markaður er einungis með veiðiflugur og ekkert annað verður maður að dást að þessari stórmerku stofnun sem úrskurðar um örfáar kærur á ári. Stofnunin er álíka haldreipi og nýju fötin keisarans. Í einokunarþjóðfélagi ætti að vera Lesa meira
Ósætti vegna Baugsbúða í Kaupþingi
EyjanMikil átök munu vera í Kaupþingi, afsakið Arion, um hvernig eigi að afgreiða mál Baugsfeðga. Um daginn hvarf úr starfi í bankanum Regin Freyr Mogensen, sem bankinn hafði sett í stjórn 1998 ehf., eignarhaldsfélagsins sem var stofnað í skyndi síðastliðið sumar um verslanir Baugsmanna á Íslandi. Sagt er að Reginn hafi verið óánægður með hvernig Lesa meira
Friðrik: Gjaldþrot til góðs
EyjanSá ágæti bloggari, Friðrik Jónsson, dvelur í Afganistan við friðargæslustörf, en skrifar annað slagið pistla um íslensk málefni. Á þeim er yfirleitt mikið að græða. Friðrik skrifar pistil nú í morgunsárið undir yfirskriftinni Gjaldþrot til góðs. Þar nefnir hann Haga, sjávarútvegsfyrirtæki – og Seðlabankann: — — — Í núverandi ástandi er það eina rétta að Lesa meira
Arion og goðsögnin
EyjanGríska mýtan um Arion felur í sér að hinu góða er bjargað úr klóm hins illa. Arion er söngvari sem er rænt af sjóræningjum og bjargað af höfrungum. Og nú heitir Kaupþing Arion. Kaupþingsnafnið dugir kannski ekki lengur. Skírskotun nafnsins Arions er ótvíræð. Ég verð samt að viðurkenna að ég er pínu ringlaður. Ég var Lesa meira
Symbíósa
EyjanStyrmir Gunnarsson, einn af öldungum íslenskrar blaðamennsku, er kominn í þá einkennilegu stöðu á gamals aldri að skrifa varnarrit fyrir Davíð Oddsson. Útgáfan byggir á þeirri einkennilegu symbíósu að Davíð virðist hafa lesið Styrmi bókina að miklu leyti fyrir, en síðan tekur Davið, í líki Morgunblaðsritstjóra, valda kafla úr bókinni og birtir sem fréttir í Lesa meira
Verslunareinokun
EyjanFrá því er skýrt að fyrirtæki eins og Frón, Katla, Góa og Ora vilji bara láta suma fá vörur. Er þá ekki best að bara sumir versli hjá þeim?
Greiðslumatsviðmið Kaupþings – saga af lítilli konu og stórum banka
EyjanSara Stefánsdóttir sendi þennan póst: — — — Ég fór í greiðslumat hjá Kaupþingi um daginn, og er samkvæmt þeirra útreikningum ekki borgunarkona fyrir láninu sem ég óskaði eftir. Samkvæmt útreikningum bankans lifi ég nú þegar í a.m.k. 40 þúsund króna mínus á mánuði. Enn meiri mínus auðvitað ef ég yfirtek lán … sem hefur Lesa meira
Hvílík skömm!
EyjanFrakkar komast áfram í úrslit heimsmeistarakeppninnar í fótbolta – með svindli. Thierry Henry hefur viðurkennt að hafa notað hendina til að koma boltanum í mark gegn Írlandi. Þetta mark réði úrslitum um hvor þjóðin kæmist á HM næsta sumar. Quelle honte! skrifa frönsk blöð. Hvílík skömm! Enn einu sinni sést hvílíkt hallæri það er að Lesa meira
Rök heimsýnarformannsins og bóndans
EyjanÞað hefur oft verið nefnt hversu misjafnar ástæður liggja að baki hjá því fólki sem starfar í Heimssýn, samtökunum gegn aðild að Evrópusambandinu. Þarna eru hægrimenn sem telja ESB vera sósíalisma og vinstrimenn sem sjá í því frjálshyggju. Nýr formaður Heimssýnar, bóndinn Ásmundur Einar Daðason, dregur ekki dul á hvers vegna hann er í samtökunum Lesa meira