fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025

Óflokkað

Mjög skiljanlegar kröfur

Mjög skiljanlegar kröfur

Eyjan
28.11.2009

Hvarvetna heyrir maður í fólki sem er svo illa skuldsett að það ræður ekki við að borga af lánunum sínum. Eða rétt nær því. Eign þess í eigin húsnæði hefur brunnið upp, er farin fyrir fullt og allt. Það borgar og borgar, en lánin hækka – það er fjarlægur draumur að sjá höfuðstól lánanna lækka. Lesa meira

Sigur Einars Skúlasonar

Sigur Einars Skúlasonar

Eyjan
28.11.2009

Það eru nokkur tíðindi að Einar Skúlason skuli verða leiðtogi Framsóknarflokksins í borginni. Sigur hans er stór og sannfærandi Hann tilheyrir þeim hluta flokksins sem horfir fremur til vinstri en hægri, og hann er Evrópusinnaður. Ólíkt þingmönnum flokksins í Reykjavík, Sigmundi Davíð flokksformanni og Vigdísi Hauksdóttur – sem er í stjórn Heimssýnar.

WikiLeaks í Silfrinu

WikiLeaks í Silfrinu

Eyjan
28.11.2009

Tveir talsmenn frá upplýsingavefnum WikiLeaks verða gestir í Silfri Egils á morgun, annar frá Ástralíu, hinn frá Hollandi. Þessi vefur birtir upplýsingar sem oft koma við kauninn á stjórnvöldum og fyrirtækjum – og er þess skemmst að minnast að upplýsingar úr lánabók Kaupþings birtust á WikiLeaks fyrr á þessu ári. Að auki skal minnt á Lesa meira

Fyrning og verðmat aflaheimilda

Fyrning og verðmat aflaheimilda

Eyjan
28.11.2009

Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og útgerðarmaður, skrifar um verðmat aflaheimilda í framaldi af frétt í Mogga þess efnis að fyrning sé háskaleg fyrir íslensku bankana. Greinin er í heild sinni hér: — — — „Mat á verðgildi aflaheimilda hlýtur að taka faglegt mið af hagnaði í rekstri útgerða á X löngu tímabili,- t.d. 20 árum. Almennt verðmat Lesa meira

Tveir Belgar: Rompuy og prófessor Alsoddi

Tveir Belgar: Rompuy og prófessor Alsoddi

Eyjan
27.11.2009

Herman van Rompuy, hinn nýi forseti Evrópusambandsins,  minnti mig strax á annan þekktan Belga, hinn virta skjaldarmerkjafræðing prófessor Halambique. Kannski er þetta vitleysa en ég sé líkindi með þeim löndunum, þótt Rompuy, hinn mikli áhugamaður um japanskar hækur, sé skegglaus. Halambique er persóna í Tinnabókinni Veldissproti Ottókars konungs en heitir í íslenskri þýðingu prófessor Alsoddi.

Viðskiptasjónarmið eða valdabarátta?

Viðskiptasjónarmið eða valdabarátta?

Eyjan
27.11.2009

Jóhannes í Bónus segir að Hagar auglýsi ekki í Mogganum. Nei, þeir auglýsa í Fréttablaðinu. Svona skiptast menn í lið á Íslandi, eftir viðskiptaklíkum. Fyrirtæki Jóns Helga Guðmundssonar auglýsa grimmt í Morgunblaðinu þessa dagana, þar úir og grúir af auglýsingum frá Krónunni, Nóatúni, Intersport og Byko.

Erfið brúarsmíð á miðjunni

Erfið brúarsmíð á miðjunni

Eyjan
27.11.2009

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í vikunni. Í greininni skirrist Jón ekki við að kalla þá ríkisstjórn sem nú situr „fyrstu sósíalistastjórn Íslands“. Jóni er mikið í mun að byggðar séu brýr á miðjunni. Hann óttast að „sósíalistastjórnin“ muni efla „ofurvald Sjálfstæðisflokksins“ og telur að miðjuöflin í stjórnmálunum þurfi að Lesa meira

Herra Skuldir

Herra Skuldir

Eyjan
27.11.2009

Mr. Debt er hann kallaður þessi – og sækir mál fyrir skuldara í Bandaríkjunum. Það er athyglisvert að heyra hvað hann segir, dálítið hressandi reyndar í þjóðfélagi sem byggir æ meira að að fólk skuldsetji sig, og þar sem lánveitendur hafa öll réttindi sín megin: [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=4-UEtdfmp_I]

Gegn heilögum kúm

Gegn heilögum kúm

Eyjan
27.11.2009

Loks sér maður einhver merki niðurskurðar hjá ríkinu sem ber vott um smá hugdirfsku. Það er ráðist að heilögum kúm. Annars vegar sjómannaafslættinum. Og hins vegar fæðingarorlofinu. Þá spyr maður hvenær kemur að sjálfu stjórnkerfinu – og landbúnaðinum?

Heppnasti fuglaeigandinn

Heppnasti fuglaeigandinn

Eyjan
27.11.2009

– „Pabbi, má ég einhvern tíma fá fugl sem gæludýr?“ – „Nú, viltu fá fugl?“ – „Já, rjúpu eða eitthvað bíbí.“ – „Heldurðu að sé gaman að eiga rjúpu?“ – „Já, ég get þjálfað hana til að fara á eftir mér.“ – „Það hlýtur að vera skemmtilegt.“ – „Já, þá myndi ég vera heppnasti fuglaeigandinn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af