fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025

Óflokkað

Fastur í tíma

Fastur í tíma

Eyjan
02.12.2009

Ég horfði á fréttirnar í gær og velti fyrir mér hvort ég væri fastur í tímanum. Það var verið að rífast um hvort Icesave bryti í bága við stjórnarskrá. Það var verið að fjalla um lagaflækjur í Baugsmáli og út af því þurfti að gera hlé á réttarhöldum. Og Bandaríkjaforseti var að senda fleiri hermenn Lesa meira

Nýja kauphöll

Nýja kauphöll

Eyjan
02.12.2009

Hjálmar Gíslason skrifar athyglisverðan pistlil um íslensku Kauphöllina. Hann telur að þurfi að endurreisa Kauphöllina á nýjum grunni áður en lengra er haldið. Hann greinir meinin í Kauphöllinni með þessum hætti: Hrunið kom upp um algera brotalöm í þessari upplýsingagjöf í íslensku Kauphöllinni. Það vantaði svo sem sjaldnast upp á það að umræddum skjölum væri Lesa meira

Út fyrir allt velsæmi

Út fyrir allt velsæmi

Eyjan
02.12.2009

Lesandi sendi þetta bréf um lánamál: — — — Sæll Egill Vil þakka þér fyrir góða þætti. Mig langar til að fá umfjöllun um hvernig stendur á því að bankarnir geti alltaf lagt á hvaða álögur sem er, að mér sýnist. Hér á ég við vexti á vexti ofan. Almenningur er nokkuð bjargalaus gagnvart þessu. Lesa meira

Bókmenntaverðlaunin

Bókmenntaverðlaunin

Eyjan
01.12.2009

Ég ætla ekki að diskútera tilnefningarnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Umfram þetta: Ég spái því að Gyrðir fái verðlaunin í flokki fagurbókmennta. Ég er eiginlega viss um að Kristján Árnason fær þýðingaverðlaunin fyrir Óvíd. Og ég tel langlíklegast að Helgi Björnsson fái fræðibókaverðlaunin fyrir jöklabók sína.

Icesave, hrunið og rýtingsstungumýtan

Icesave, hrunið og rýtingsstungumýtan

Eyjan
01.12.2009

Ég skrifaði fyrr á þessu ári að Icesave væri rýtingssstungugoðsögn íslenskra stjórnmála. Rýtingsstungugoðsögnin var notuð í Þýskalandi eftir fyrra stríðið: hugmyndin var sú að tapið í stríðinu væri ekki hernaðarstefnu Þjóðverja að kenna heldur hugdeigum krötum, kommum og gyðingum. Svipuð hugmynd hefur verið að gerjast hér á Íslandi síðustu mánuði.  Og nú er svo komið Lesa meira

Skuldadagar

Skuldadagar

Eyjan
01.12.2009

Hér greinir frá því að N1 fái versta útreið olíufélaganna á okursíðu Dr. Gunna. Lesandi sendi þetta bréf um hvernig byrðum er velt á almenning í landinu. — — — Blessaður Egill, Ég vildi benda á þessa grein um uppgjör N1. http://www.vb.is/frett/1/57688/ Ég reikna með því að stjórnendur N1 líti á þetta sem jákvæðar fréttir Lesa meira

Músíkbækur, síbrotamaður og menningarpáfar í Kiljunni

Músíkbækur, síbrotamaður og menningarpáfar í Kiljunni

Eyjan
01.12.2009

Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um tónlistarbækur sem koma út nú fyrir jólin. Þetta eru ævisögur Gylfa Ægissonar, Vilhjálms Vilhjálmssonar, Magnúsar Eiríkssonar, Guðmundar „Papa Jazz“ Steingrímssonar og bókin 100 bestu plöturnar. Tónlistarmennirnir og poppfræðingarnir Óttarr Proppé og Gunnar Lárus Hjálmarsson segja undan og ofan af þessum bókum. Í þættinum verður rætt við Guðberg Guðmundsson, Lesa meira

Velkomin Lára Hanna

Velkomin Lára Hanna

Eyjan
01.12.2009

Það er mikið fagnaðarefni að ofurbloggarinn Lára Hanna Einarsdóttir sé komin hingað yfir á Eyjuna. Og taki með sér allt efnið sem hún hefur tekið saman – þar er merkur sjóður upplýsinga og fróðleiks. Vertu velkomin, Lára Hanna!

Lissabon

Lissabon

Eyjan
01.12.2009

Það er stór áfangi fyrir Evrópusambandið að Lissabon sáttmálinn skuli loks taka gildi, eftir að hafa áður verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi, eftir hik Klaus Tékklandsforseta – og eftir að David Cameron heyktist á því að stefna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi. Í Lissabonsáttmálanum felst endurskipulagning á stjórnkerfi ESB sem birtist fyrst og fremst Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af