Þegar ein mynd segir meira en þúsund orð
EyjanLesandi sendi eftirfarandi línur – og mynd: — — — Sæll Egill, Í tilefni af færslu þinni um mjólkureinokun og Þórólf Gíslason þá sendi ég þér mynd sem er tekin í mars 2005 af nýrri stjórn VÍS á aðalfundi þess. Myndin skýrir t.d. af hverju Gift fjárfesti í Kaupþingi og lofaði að selja ekki ef Lesa meira
Skuldaánauð
EyjanJohn Perkins í nýlegu viðtali um Ísland og efnahagslega tilræðismenn. Sjáið hér.
Orðspor Íslendinga
EyjanLesandi síðunnar í Skandinavíu sendi þennan pistil. — — — Sæll Egill, ég má til með að bæta við reynslusögum frá Evrópu. Í fyrirlestraferð um fjármálahverfi London í síðasta mánuði sat ég til borðs með fulltrúum lífeyrissjóða sem höfðu verið í heimsókn á Íslandi nú í haust, og fengið þar sérstakan fyrirlestur frá Geir Haarde, Lesa meira
Mjólkureinokun
EyjanSamkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Mjólku séu varhugaverð. KS er líka hluthafi í Mjólkursamsölunni. Þannig bítur þetta allt í skottið á sér; einokunin á mjólkurvörumarkaði er nær algjör. Mjólka hefur svosem ekki verið neitt stórfyrirtæki, Mjólkursamsalan hefur þetta allt í hendi sér. Hún hún hefur lengi komist upp með að Lesa meira
Týndur áratugur
EyjanDer Spiegel er með Das Verlorene Jahrzehnt á forsíðu sinni. Was der Welt aus einer dekade der Unvernuft lernen muss. Týndi áratugurinn. Það sem heimurinn þarf að læra af áratug óskynsemi. Þetta er vissulega íhugunarefni. Blaðið nefnir 9/11, uppgang ofsatrúar, Íraksstríðið, Guantanamo, efnahagsbóluna sem sprakk, bókstafstrú á markaðinn, loftslagsbreytingar – segir að þessi áratugur hafi Lesa meira
Ráðgátan um ástarbréfin
EyjanÁstarbréf Seðlabankans svokölluð hafa í raun furðu lítið verið rædd miðað við umfang málsins, því ljóst er að þarna hafa stórar fjárhæðir tapast, í kringum 300 milljarðar króna. Gauti B. Eggertsson ræðir í nýjum pistil upplýsingar sem birtast í bók Styrmis Gunnarssonar. Þær benda til þess að þessi miklu veðlán frá Seðlabankanum til stóru bankanna Lesa meira
Skattur á bankabónusa
EyjanRíkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi tilkynnir að settur verði 50 prósenta skattur á bónusgreiðslur bankamanna sem eru yfir 25 þúsund pundum. Íhaldsflokkurinn ætlar ekki að mótmæla því. En skattahækkanir lenda líka á millitekjufólki – auk þess sem fyrirhugaðar eru launalækkanir hjá opinberum starfsmönnum.
Ungi Hamsun
EyjanNorska sjónvarpið var áðan að sýna fyrsta hlutann í röð þátta um ævi Knuts Hamsun. Þetta er frábært efni, og afskaplega fróðlegt. Hamsun var alinn upp við kröpp kjör, en átti stóra drauma. Hann virðist hafa verið fjarskalega viljasterkur og einbeittur maður. Foreldrar hans sendu hinn unga Knud Pedersen, eins og hann hét þá, í Lesa meira
Krugman vitnar í Gauta
EyjanNóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman vitnar í Gauta Eggertsson á bloggi sínu. Ég ætla samt ekki að blanda mér í umræðuefnið.