Gott skaup
EyjanÞað eru nokkur ár síðan ég hef horft á áramótaskaup á gamlárskvöld. En ég gerði það í kvöld. Og þetta var flott, frískt og hárbeitt. Jafnvel skemmtilega ósvífið á köflum. Þannig á það að vera. Og lokaatrðið var dæmalaust fínt.
Ár til einskis
EyjanMagnús Geir Eyjólfsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, skrifar mjög umhugsunarverðan pistil á Pressuna undir yfirskriftinni Ár til einskis. Greinina þarf að lesa í heild sinni, meðal annars það sem Magnús segir um þingheim, en hérna er niðurlag hennar: — — — „Sem færir mig að næsta atriði sem er viðhorfið gagnvart umheiminum. Nú virðist það vera Lesa meira
Forseti tekst á við Icesave og arfleifðina
EyjanÞað er rétt hjá Andra Geir. Um leið og forseti Íslands brýtur heilann um Icesave er hann að takast á við sitt stóra núll. Þá staðreynd að hann varð að stóru núlli eins og svo margt á Íslandi eftir hunið. Bankar, fjármálamenn, stjórnmálamenn, stofnanir. Um leið segi ég eins og ég hef gert áður að Lesa meira
Við áramót
EyjanÉg verð að viðurkenna að mér leiðast frekar upprifjanir og nenni sjaldnast að fylgjast með þeim. Hvað er að rifja upp frá árinu sem er að líða? Icesave – nú það er ennþá á dagskrá? Ólafur Ragnar er ekki búinn að skrifa undir. Skuldastöðu þjóðarinnar – fyrirtækjanna og heimilanna? Nú við áramót finnst manni umræðan Lesa meira
Stórtónleikar frægðarhallarinnar
EyjanSænska sjónvarpið var að sýna úrval úr tuttugu og fimm ára afmælistónleikum Hall of Fame sem haldnir voru í Madison Square Garden í New York í lok október. Meðan íslenska sjónvarpið sýndi atkvæðagreiðslu um Icesave. Þetta var eiginlega ekki keppni – við héldum okkur við tónlistina. Stórkostlegan flutning Simon & Garfunkel á Sounds of Silence, Lesa meira
Pólitík á framfæri stórfyrirtækja
EyjanSkýrsla ríkisendurskoðunar um styrki til stjórnmálaflokkanna er býsna sláandi. Líka vegna þess að það vantar mikið í hana, það vantar til dæmis sundurliðun á því hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn fékk peninga. Sá flokkur virðist líka einungis birta þá styrki sem koma í gegnum flokkskrifstofuna, það vantar flokksfélögin. En það er ljóst að stórfyrirtæki hafa borgað stórar fjárhæðir Lesa meira
Þráinn: Leifarnar af búi Stórólfs
EyjanHér er ræða Þráins Bertelssonar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í þingsal í kvöld: — — — „Í hreppsnefnd í afskekktri sveit norður við ysta haf urðu langar umræður um að eitthvað þyrfti að aðhafast vegna bújarðar sem hafði verið yfirgefin haustið áður og var viðskilnaðurinn slæmur. Það var mikið talað en lítið Lesa meira
Woodstock plús fjörutíu ár
EyjanBall 68 kynslóðarinnar sem venjan er að halda á nýársdag hefur verið slegið af. Munu ýmsir úr þessari merku kynslóð vera býsna slegnir. Leikur orð á að nú sé kynslóðin komin að fótum fram, hún treysti sér ekki á dansleiki eftir myrkur. Enda er hún komin á sjötugsaldur. Og það eru liðin fjörutíu ár frá Lesa meira
Bjúgverpill
EyjanVandi Morgunblaðisins þessa dagana er að sem fjölmiðill hefur það fremur lítinn trúverðugleika. Skotin sem þaðan koma eru eins og bjúgverplar sem skjótast út, snúa við og hæfa aðalritstjórann beint aftur. Það má nefna mörg dæmi, til dæmis þetta: Þegar hinn nafnlausi höfundur Staksteina liggur Þráni Bertelssyni á hálsi fyrir að þiggja heiðurslaun listamanna. Þessa Lesa meira
Örlítið meira um Jón Sig – og Herðubreið
EyjanÉg set fram nokkra punkta vegna greinar sem birtist í vefritinu Herðubreið í gær, en þar er fjallað um skipun Jóns Sigurðssonar í stöðu formanns bankastjórnar Íslandsbanka. 1. Því er haldið fram að Fjármálaeftirlitið hefði ekki getað stöðvað stofnun Icesave-reikninga erlendis. Það er rangt. Lagaheimildin er til staðar. Hún hjómar svona: „Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun Lesa meira