Athyglisvert
EyjanMiðað við allt og allt þá er það frekar góður dauðalisti að vera á ef það er bara slett málningu á húsið þar sem maður vinnur…
Grein frá 2004: Draumurinn um stjórnarbyltingu
EyjanÞessa grein skrifaði ég á tíma fjölmiðlamálsins, hún birtist fyrst í DV 28. maí 2004. Þarna má sjá umræðu um Ólaf Ragnar Grímsson og beitingu málskotsréttar og umdeilda skoðanakönnun. Hluti sem er einmitt deilt um á þessum degi. — — — Draumurinn um stjórnarbyltingu Nú virðast menn ætla að bíða með að senda Ólafi Ragnari Lesa meira
Fleira skrítið í undirskriftasöfnun
EyjanÞað er sagt að undirskriftasöfnun Indefence sé keyrð saman við þjóðskrá til að sannreyna kennitölur. Milli tvö og þrjú í nótt skráðu, samkvæmt stikkprufu, að minnsta kosti fjögur börn á aldrinum eins til fjögurra ára sig í söfnunina. Auks fjölda unglinga sem eru undir kosningaldri eða rétt við hann. Voru þessi ungmenni að skrá sig Lesa meira
26. grein Stjórnarskrárinnar
EyjanMikil er skömm þeirra íslenskra stjórnmálamanna sem hafa ekki getað komið sér saman um breytingar á stjórnaskrá. Þetta hefur verið reynt í mörgum stjórnarskrárnefndum. Nú stöndum við frammi fyrir því að gamall klækjarefur úr pólitíkinni, Ólafur Ragnar Grímsson, er í raun að móta embættið samkvæmt sínum skilningi og hentugleika. Alveg burtséð frá því hvort hann Lesa meira
Furðulegur vöxtur í undirskriftasöfnun/alþjóðlegur sáttasemjari
EyjanÉg ætla ekki að gera lítið úr undirskriftalista Indefence sem mér skilst að verði afhentur Ólafi Ragnari nú í fyrramálið. Ég er alveg viss um að það er meirihlutavilji hjá þjóðinni að hafna Icesave. En ég held hins vegar að vöxturinn sem hefur hlaupið í þessa söfnun síðustu daga standist ekki. Fjölmiðlarnir hafa undanfarna daga Lesa meira
Ómar: Eins og í Sovét
EyjanÓmar Ragnarsson hefur fylgst með stjórnmálum á Íslandi frá því stuttu eftir stríð. Hann fjallar um mannaráðningar í dómskerfinu í pistli á bloggsíðu sinni. Ég man að þegar ég var á Helgarpóstinum á árunum upp úr 1980 var fjallað um þetta. í nokkrum tölublöðum. Könnun leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu með sér Lesa meira
Ósiðir sem þarf að leggja af
EyjanMaður velti fyrir sér hvort Ólafur Ragnar segði af eða á um Icesave í nýársávarpinu. Hann gerði það ekki, ræddi um stjórnskipunina og beint lýðræði – og maður er svosem ekki miklu nær um hvað hann ætlar sér. Bitastæðasti kafli ræðunnar var þessi, þar sem hann ræðir um hið flokksvædda stjórnkerfi og hversu illa það Lesa meira
Lokaatriði áramótaskaupsins
EyjanHér getur að líta hið frábæra lokaatriði áramótaskaupsins frá því í gær. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=W7c2xWhonuI]
Ævintýri á gönguför
EyjanLengi var leiklistarhefð okkar Íslendinga dönsk. Lykilverk í því er alþýðukómedían Ævintýri á gönguför eftir Hostrup. Leikritið verður flutt í útvarpsleikhúsinu á sunnudaginn klukkan eitt. Þetta danska verk var leikið hér látlaust á Íslandi frá 1882 þegar það var fyrst sett upp og alveg fram til 1967. Þá var það sett upp í síðasta skipti Lesa meira
Á hverjum degi?
EyjanVið foreldrar Kára veltum fyrr okkur hvort forsetinn myndi segja af eða á um Icesave í ræðunni áðan. Það gerði hann ekki, og ég sagði að hann hlyti að gera það á morgun. Þá sagði Kári áhyggjufullur: „Er þetta þáttur sem á að vera á hverjum degi?“