fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025

Óflokkað

Skrítin hegðun þingmanna

Skrítin hegðun þingmanna

Eyjan
06.01.2010

Ólína Þorvarðardóttir spyr merkilegrar spurningar. Hvaða þingmenn voru það sem, að sögn forsetans, höfðu samband við hann og vildu fá þjóðaratkvæðagreiðslu, en höfðu áður greitt atkvæði gegn þjóðaratkvæðagreiðslu í þinginu?

Áhættusæknir víkingar með öruggan samastað heima

Áhættusæknir víkingar með öruggan samastað heima

Eyjan
06.01.2010

Það er forvitnilegt að fylgjast með umfjöllun um atburðina á Íslandi  í erlendum fjölmiðlum. Stórblaðið Guardian helgar þessu heilan leiðara, minnir þar meðal annars á gömul orð forseta vors þar sem hann sagði að Íslendingar tækju áhættu, en gætu svo alltaf snúið heim í öryggisnetið heima: „Back in 2005, the same President Grimsson who now Lesa meira

Fé sem kom ekki til Íslands

Fé sem kom ekki til Íslands

Eyjan
06.01.2010

Eitt af því sem menn furða sig á vegna Icesave er hvers vegna þeir sem stóðu fyrir vitleysunni og leyfðu henni að viðgangast skuli ekki sæta ábyrgð. Þetta er ágætlega túlkað í athugasemd frá manni sem nefnir sig Jon Lindal við grein sem birtist í Times Online. Enskan er ekki fullkomin, en punkturinn kemst ágætlega Lesa meira

Kannski ekki furða

Kannski ekki furða

Eyjan
06.01.2010

Stundum höldum við Íslendingar að við séum nafli heimsins. Það má jafnvel segja að við séum haldin „miðju alheimsins-syndrómi“. Þannig kemur það okkur á óvart að fjölmiðlar erlendis skuli túlka synjun forsetans á Icesave eins og Íslendingar ætli ekki að borga. En við hverju búumst við – að erlendir fjölmiðlar skilji þessar ótrúlega langdregnu deilur Lesa meira

Gömul saga af Kaffibarnum

Gömul saga af Kaffibarnum

Eyjan
05.01.2010

Sumarið 1996 sat ég eitt kvöld inni á Kaffibarnum – sem oftar – þannig var það í þá daga. Þetta var dálítið merkileg kvöldstund. Þarna runnu  saman 101 Reykjavík og Cool Britannia sem þá var mikið talað um. Á barnum voru hljómsveitirnar Blur og Pulp. Blur með Damon Albarn í fararbroddi og Pulp með Jarvis Lesa meira

Jón Baldvin: Væri löngu kominn til Bessastaða

Jón Baldvin: Væri löngu kominn til Bessastaða

Eyjan
05.01.2010

Í íslensku stjórnmálu er hefð fyrir því að hanga á ráðherrastólum. Nú er ríkisstjórnin í annað skipti gerð afturreka með Icesavesamning, í þetta skipti af forseta Íslands. Jón Baldvin Hannibalsson segir í viðtali við Stöð 2: „Ef ég hefði verið forsætisráðherra við þessi skilyrði væri ég löngu kominn til Bessastaða til þess að biðjast lausna Lesa meira

Froststillur

Froststillur

Eyjan
05.01.2010

Þær eru afar fallegar froststillurnar sem hafa verið í Reykjavík undanfarið. Kuldinn er ágætur þegar er svona kyrrt í veðri. Á morgun ætlum við Kári á þrettándabrennu í Vesturbænum, í fyrra var ekki stætt á brennunni vegna slagveðursrigningar. Á gamlárskvöld var svo stillt að það var hægt að kveikja á flugeldum með venjulegum eldspýtum. Litir Lesa meira

Lýðræðisleg gagnvirkni

Lýðræðisleg gagnvirkni

Eyjan
05.01.2010

Það er skrítið lýðræðið sem við búum í. Alþingismenn greiða atkvæði en hafa svo samband við forsetann til að segja að þeir meini ekkert með því. Og hann notar það sem rökstuðning fyrir því að á Alþingi sé meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu:

Kostir ríkisstjórnarinnar

Kostir ríkisstjórnarinnar

Eyjan
05.01.2010

Ólafur Ragnar Grímsson segist sannfærður um að synjun sín á Icesave lögum leiði til sáttar. Það er kannski ofmælt. En hvaða kosti á ríkisstjórnin – aðra en að segja af sér? Það er ekki sérlega gæfulegt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar í vetur um lög sem eru komin algjörlega upp í loft. Það er einboðið Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af