fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025

Óflokkað

Það vantar loft

Það vantar loft

Eyjan
08.01.2010

Hví er það svo að manni fannst allt í einu myndast smá andrými til að hugsa Icesave deilurnar upp á nýtt síðustu daga? En svo kemur þingið saman og það er farið að rífast eftir þekktri forskrift. Og þá finnst manni allt í einu loftlaust hér inni.

Þrenns konar skoðanir

Þrenns konar skoðanir

Eyjan
08.01.2010

Jónas Kristjánsson kemst að kjarna máls í grein á vef sínum. Það eru uppi þrjú megnsjónarmið í Icesavemálinu, en í þjóðaratkvæðagreiðslu verður aðeins tekið um tvö þeirra. Ég kvitta reyndar ekki upp á að það sé endilega öfgaskoðun að vilja ekki borga Icesave – en greining Jónasar sýnir vel hverjir eru annmarkar kosningarinnar fyrirhuguðu: „Þrenns Lesa meira

Engill útrýmingarinnar

Engill útrýmingarinnar

Eyjan
08.01.2010

Fræg kvikmynd, sem sýnd var í kvikmyndaklúbbnum Fjalakettinum á velmektarárum hans í Tjarnarbíói, er El Angel Exterminador eftir Luis Bunuel. Myndin fjallar um hóp fólks, betribogara, sem er lokaður inni í herbergi án þess að vita hvers vegna. Þetta er ósköp venjulegt háborgaralegt matarboð, einkennist helst af leiðindum og yfirborðsmennsku. En gestirnir komast ekki út Lesa meira

Kastljósið í kvöld

Kastljósið í kvöld

Eyjan
07.01.2010

Við Valgerður Jóhannsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, og Sigmar Guðmundsson vorum saman í Kastljósi áðan að ræða síðustu atburði í Icesave deilunni, framgöngu forsetans, þjóðaratkvæðagreiðslu og fleira því tengt. Horfið með því að smella hér.

Mannabreytingar

Mannabreytingar

Eyjan
07.01.2010

Nú hafa bæði formaður og varaformaður Blaðamannafélagsins verið reknar af Morgunblaðinu. Þær eru báðar hörku blaðamenn, Þóra Kristín og Elva. Í staðinn hafa verið ráðnir besti vinur sonar aðal og sonur besta vinar aðal.

Leiðari Jyllandspostens: Fjöldageðveiki

Leiðari Jyllandspostens: Fjöldageðveiki

Eyjan
07.01.2010

Maður heldur áfram að rýna í viðbrögð erlendra fjölmiðla við stöðunni sem komin er upp í Icesave málinu. Allra hörðustu skrifin birtast í leiðara Jyllandsposten í morgun, þetta kemur í kjölfar leiðara í Politiken og bloggs Uffe Elleman Jensen – maður fer að fá á tilfinninguna að Dönum sé ekki sérlega vel við Íslendinga. Í Lesa meira

Veruleikinn eins og hann er nú

Veruleikinn eins og hann er nú

Eyjan
07.01.2010

Þessa grein mína setti ég hér inn á vefinn í gærkvöldi. — — — Það síðasta sem Ísland þarf núna er einhvers konar stríð milli þings, forseta og ríkisstjórnar – með þjóð sem er klofin í fylkingar. Það mun engum gagnast nema öfgaöflum í samfélaginu ef menn leggjast í gagnkvæma heift og ásakanir fram að Lesa meira

Mikilvægar spurningar

Mikilvægar spurningar

Eyjan
07.01.2010

Uffe Elleman Jensen spyr mikilvægrar spurningar í grein sem ég vitna til hér neðar á síðunni. Hvers vegna stjórnmálaflokkarnir náðu ekki að koma sér saman um afstöðu í svo stóru máli? Hann segir að stjórn og stjórnarandstaða hljóti að bera sameiginlega ábyrgð á þessu. Og sérílagi spyr hann um ábyrgð þeirra sem réðu yfir Seðlabanka Lesa meira

Harðorður Uffe: Bananalýðveldi?

Harðorður Uffe: Bananalýðveldi?

Eyjan
07.01.2010

Í fjölmiðlum í Bretlandi er að finna meiri samúð í garð Íslendinga en flestir hefðu búist við. En í Danmörku kveður við annan tón. Uffe Elleman Jensen, gamli utanríkisráðherrann, veltir fyrir sér hvort Ísland sé bananalýðveldi á bloggi sínu, undir fyrirsögninni Íslands segir sig frá heiminum. Hann segist vera gamall Íslandsvinur. Greinin birtist á vefsíðu Lesa meira

Ekki setja Ísland í skuldafangelsi

Ekki setja Ísland í skuldafangelsi

Eyjan
07.01.2010

Leiðari stórblaðsins Financial Times í dag er merkilegur. Hann ber yfirskriftina Do not put Iceland into a debtor’s prison. Það þarf ekki að fjölyrða um hvílík áhrif þetta blað hefur. — — — Do not put Iceland in a debtors’ prison Published: January 6 2010 19:49 | Last updated: January 6 2010 19:49 Olafur Ragnar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af