Stytta af Tómasi – og Rimbaud
EyjanÞá vitum við hvernig styttan af Tómasi Guðmundssyni á að líta út. Hún virðist vera ljómandi falleg, hæfir Tómasi ágætlega, en er kannski ekkert obboslega frumleg. Um styttuna urðu talsverðar umræður þegar ákveðið var að reisa hana. Mörgum fannst komið nóg af styttum af körlum, gamaldags og í anda karlasamfélagsins. Það eru samt ekki svo Lesa meira
Skilanefnd tekur yfir vandræðahótel
EyjanFréttablaðið skýrir frá því í dag að skilanefnd Landsbankans sé að taka yfir Hotel D’Angleterre í Kaupmannahöfn. Þetta er frægasta hótelið í Höfn. Staðurinn þar sem frægðarfólk gisti. Halldór Laxness var þar – eftir að hann eignaðist peninga. Það gnæfir eins og ævintýrahöll yfir Kóngsins Nýjatorgi. Ég hef einu sinni gist þarna. Það var í Lesa meira
Að greiða atkvæði með buddunni
EyjanÞað er dálítið vandlifað á Íslandi núna. Hér eru unnvörpum fyrirtæki sem maður vill alls ekki versla við – af ýmsum ástæðum. Helst vildi ég hvergi kaupa matvöru nema í Kjötborg og Melabúðinni. Fjarðarkaup eru of langt í burtu. Og svo er það bensínið. Maður kaupir hjá einu olíufélagi, svo breytist eignarhaldið kannski snögglega, og Lesa meira
Snögg viðbrögð
EyjanUm daginn birti ég hlekk á síðu þar sem mátti sjá íslenska útrásarvíkinga við skemmtanahald í Marrakesh, á veðreiðunum í Ascot og í New York. Þarna mátti meðal annars sjá Lárus Welding, Þórdísi Sigurðardóttur, Pálma Haraldsson, Þorstein Jónsson og Jón Sigurðsson í góðum fílíng. En það var eins og við manninn mælt, síðunni var snarlega Lesa meira
Baráttukonan Ann Pettifor
EyjanÉg ræddi stuttlega við Ann Pettifor í Silfrinu í gær. Hún var áður gestur hjá mér í maí síðastliðnum. Ann er baráttukona gegn því að þjóðir séu hnepptar í skuldafjötra. Var búin að spá kreppunni sem skall á 2008 strax árið 2003. Verandi sérfræðingur um skuldir skildi hún að góðærið sem var undanfari kreppunnar byggði Lesa meira
Málpípa DAO?
EyjanMorgunblaðið skrifar varla svo um RÚV að það sé ekki uppnefnt „ríkisstjórnarútvarpið.“ Nú les maður á Facebook að RÚV sé sérstök „málpípa DAO“. Þetta skrifar Huginn Freyr Þorsteinsson heimspekingur. Hann er sérstakur trúnaðarmaður Steingríms J. Sigfússonar og var aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í fyrri samningalotunni um Icesave. Ég ímynda mér að DAO sé núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Lesa meira
Til lítils sóma
EyjanÞað er greinilegt að ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð í Icesave málinu. Kannski er nokkuð til í því sem Þorsteinn Pálsson segir – að landið sé svo gott sem stjórnlaust? Annars vegar standa yfir samningaviðræður milli stjórnar og stjórnarandstöðu um Icesave – væntanlega um einhverja sameiginlega leið út úr málinu. Hins vegar hvetur fjármálaráðherra Lesa meira
Örlög útrásarvíkinga
EyjanBjörgólfur er að missa Actavis. Lýður og Ágúst eru að missa Exista og Bakkavör. En Jón Ásgeir, nær hann að halda verslunarveldi sínu?
Góður bónus fyrir Ólaf Ragnar
EyjanStjórnmálaátök geta tekið á sig undarlegar myndir. Og það er svo einkennilegt með ákvarðanir, það er oft mjög erfitt að greina hvaða afleiðingar þær hafa fyrr en búið er að taka þær. Ekki sá klíkan sem nú stjórnar Morgunblaðinu fyrir að Ólafur Ragnar kæmi út úr Icesave málinu sem hetja – á nýju ári, 2010. Lesa meira
Áhyggjufullir frambjóðendur
EyjanÞað líður að prófkjörum hjá stóru flokkunum, til dæmis hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki í Reykjavík og Hafnarfirði. Og það er ágætis mannval á sumum stöðum, kannski ekki mikið um stórtíðindi, en frambærilegt fólk. Maður vonar líka að þetta sé heiðarlegra fólk en forðum og að það eigi betra með að vinna málefnalega. Hjá Sjálfstæðisflokknum í Lesa meira