fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025

Óflokkað

Átök á skólalóðinni

Átök á skólalóðinni

Eyjan
22.01.2010

Kári og vinur hans voru að rífast um skóflu í skólanum. Svo fóru þeir báðir að gráta. Kári var spurður eftir á hvers vegna hann hefði grátið. Það var ekki út af skóflunni. „Ég var svo hræddur um að hann myndi hætta að vera vinur minn,“ sagði hann.

Prófkjörin og flokkarnir

Prófkjörin og flokkarnir

Eyjan
22.01.2010

Sveitarstjórnarmaður utan af landi, nú látinn, sem ég ræddi stundum við sagði að það skipti engu máli hvaða flokkar væru í sveitarstjórnum – það ylti allt á einstaklngunum. Hann sagði þetta af langri reynslu. Benti á einn bæ sem blómstraði undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og annan sem gerði það líka undir stjórn vinstri manna. Ég hef Lesa meira

Hin ótrygga tilvera fjölmiðlafólks

Hin ótrygga tilvera fjölmiðlafólks

Eyjan
22.01.2010

Þegar ég var að alast upp  á fjölmiðlum var atvinnuöryggi einungis að hafa á tveimur stöðum, Ríkisútvarpinu og Mogganum. Blaðamenn á öðrum fjölmiðlum lifðu fjarska ótryggri tilveru. Gátu búist við að missa vinnuna með litlum fyrirvara, án þess að fá borgaða sérstaka uppsagnarfresti. Ég man varla eftir að þeir hafi þekkst. Á sumum fjölmiðlum voru Lesa meira

Ríkisstjórn byrjenda

Ríkisstjórn byrjenda

Eyjan
22.01.2010

Gerard Van Vliet, talsmaður hollenskra sparifjáreigenda, skrifar á vef sinn og segir að því sé líkast að á Íslandi sitji ríkisstjórn skipuð byrjendum. Sem virðist hvorki geta samið almennilega fyrir þjóðina eða kynnt mál sín með viðunnandi hætti.

Obama tekur á bönkunum

Obama tekur á bönkunum

Eyjan
21.01.2010

Merkustu fréttr dagsins eru tillögur Obamas um að brjóta upp stóru bankana í Bandaríkjunum og setja fjármálastarfsemi þar í landi miklar takmarkanir. Þetta er í anda þeirra reglna sem voru settar um bandaríska bankakerfið eftir kreppuna miklu og nefnd voru Glass-Steagall lögin. Lobbýistar fjármálakerfisins eiga sjálfsagt eftir að hamast gegn þessu, en þessi lagasetning gæti Lesa meira

Teikning dagsins

Teikning dagsins

Eyjan
21.01.2010

Svona er teikning dagsins í Jótlandspóstinum. Með svohljóðandi texta: Islands præsident, Ólafur Ragnar Grimsson, har nægtet at underskrive en aftale om tilbagebetaling af 27 lånte milliarder til Holland og Storbritannien.

Gagnagrunnur um skuldaafskriftir

Gagnagrunnur um skuldaafskriftir

Eyjan
21.01.2010

Árni Guðmundsson sagði frá þessum hugmyndum í Silfrinu í vetur. Hann kynnti þær líka fyrir fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti. Ég birti þær aftur af gefnu tilefni. Gagnagrunnur um skuldaafskriftir Ástæða hugmyndar: Verja jafnræði og endurvekja traust á helstu viðskiptabönkum þessa lands. Megininntak: Búinn verði til gagnagrunnur þar sem komi fram upplýsingar um: (1) heildarfjárhæð afskrifaðara skulda Lesa meira

Ríkið lítur undan

Ríkið lítur undan

Eyjan
21.01.2010

Þórður Snær Júlíusson blaðamaður skrifar afar umhugsunarverða bakþanka á öftustu síðu Viðskiptablaðsins í dag undir yfirskriftinni Ríkið lítur undan: — — — „Það er ríkt í landsmönnum að líta til ríkisins eftir lausnum á þeim vandamálum sem við okkur blasa. Ef rýnt er í áherslur þess frá bankahruni virðist þó sem einum hópi hafi verið Lesa meira

Að teika handboltavagninn

Að teika handboltavagninn

Eyjan
21.01.2010

Fyrir hrun, en eftir Ólympíuleikana 2008, sat ég í útvarpsþættinum Vikulokin. Þar var meðal annars rætt um frammistöðu íslenska handboltalandsiðsins á leikunum í Peking. Fyrirfólk hafði farið og fagnað með íslenska liðinu í Kína, forsetinn, Dorritt og Þorgerður Katrín sem þá var menntamálaráðherra. Þorgerður Katrín gaf tóninn í umræðu um að sigrar handboltaliðsins myndu aldeilis Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af