Pólitík og persónuleikar
EyjanEitt af því sem einkennir pólitíkina á Íslandi er að sömu einstaklingar tröllríða henni áratug eftir áratug. Stundum er talað um að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Í sumum löndum, eins og til dæmis Bandaríkjunum, eru takmarkanir á því hvað æðstu ráðamenn geta setið lengi. Þekktur stjórnmálamaður sagði eitt sinn við mig að pólitíkusar ættu að Lesa meira
Varla undanþága fyrir ofbeldi
EyjanÉg er ekki alveg að skilja að ekki megi ákæra fólkið sem réðist inn í Alþingishúsið á tíma búsáhaldabyltingarinnar. Það mun varla margir mótmæla því að að minnsta kosti tvívegis fóru mótmælin algjörlega úr böndunum, þarna og þegar hópur fólks kastaði grjóti að sex lögreglumönnum sem voru að verja Stjórnarráðið. Daginn eftir klæddist fjöldi mótmælenda Lesa meira
Tvær ferðir
EyjanSteingrímur J. Sigfússon fer til Hollands að ræða Icesave með Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ekki vitlaus hugmynd. En hvar er fulltrúi Samfylkingarinnar? Er Össur Skarphéðinsson orðinn alveg ósýnilegur? En í Davos á samráðsfundi heimskapítalismans eru Ólafur Ragnar Grímsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Útrásarforsetinn og útrásarvíkingurinn. Þeir fóru reyndar ekki þangað saman – sá Lesa meira
Salinger lýtur í gras
EyjanJ. D. Salinger er fallinn frá. Dularfulli rithöfundurinn sem birti ekkert í marga áratugi, og skilur eftir sig heldur litið efni. En varð samt einn frægasti höfundur aldarinnar. Hann hafði sinn eigin stíl sem margir reyndu að herma eftir. Hann var 91 árs. Síðast birtist verk eftir hann 1965, smásaga í The New Yorker. Flestir Lesa meira
Vildarkjör nýju bankanna
EyjanLesandi síðunnar sendi þessar línur. — — — Í núverandi fjármálakreppu er Landic stærsta gjaldþrotið í fasteignabransanum á Norðurlöndum. Slóð Landic í Danmörku og Svíþjóð er skrautleg orgía af skuldsettum yfirtökum, yfirverði, uppblásnum goodwill og veðsetningu langt yfir skorsteininn. Fyrir nokkrum mánuðum var skipt um framkvæmdastjóra, 365-FL-maðurinn Viðar Þorkelsson tók við af Skarphéðni Berg Steinarsyni. Lesa meira
Þjóðhagslegt mikilvægi
EyjanAtvinnurekandi sendi eftirfarandi línur ásamt meðfylgjandi úrklippu úr DV: — — — Á meðan bankinn gerir allt sem hann getur til þess að ná af mér eignum og geta ekki fellt niður krónu af stökkbreyttum lánunum, þá ná þeir að semja við Ólaf……mikið er ég ánægður með það. Þessir stórsnillingar ná að endurskipuleggja sjálfa sig Lesa meira
Tafirnar á hrunskýrslunni rýra traustið
EyjanÞað verður að segjast alveg eins og er að tafirnar á hrunskýrslunni vekja illar grunsemdir. Hvers vegna er verið að tefja skýrsluna í langan tíma meðan einhverjir sem koma við sögu í henni eru að andmæla? Er eitthvað í henni sem þolir illa dagsins ljós? Hví er ekki hægt að birta það sem nefndin hefur Lesa meira
Vorgróður á þorra
EyjanÞað var komið brum á runna í Tjarnargötunni í dag þegar við Kári fórum þar um, og harðgerðustu vorblómin eru farin að stinga upp sprotum sínum. Það er 27. janúar. Þorri rétt nýbyrjaður. Kannski dálítið falskt vor. Veðurstofan segir að eigi að frysta um helgina.
Á að fresta skýrslunni?
EyjanLeiðtogar stjórnarandstöðunnar virðast telja rétt að fresta útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fram yfir Icesave-kosningar. Og þeir eiga bandamann – í leiðarahöfundi Morgunblaðsins.
Leiðtogi Nýja Íslands?
EyjanÓlafur Ragnar Grímsson mætir á fund auðmanna og stjórnmalaforingja í Davos í Sviss – og maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að hann sé farinn að tala eins og leiðtogi Nýja Íslands. Sjá grein í Wall Street Journal.