fbpx
Laugardagur 24.maí 2025

Óflokkað

Skrítinn reikningur

Skrítinn reikningur

Eyjan
08.02.2010

Alþingi fær erlenda lögmannsstofu til að vinna álit um Icesave. Eins og áður hefur komið fram er þetta ekki nema miðlungsgóð lögmannsstofa. Svo berst fáránlega hár reikningur, upp á 25 milljónir. Og stærsti hlutinn á að fara í að borga íslenskum lögmanni sem áður starfaði fyrir Björgólf Thor. Samkvæmt þessu virðist hann hafa unnið mestu Lesa meira

Það var einfaldlega logið

Það var einfaldlega logið

Eyjan
07.02.2010

Hér er frásögn hins víðlesna dagblaðs De Volkskrant af yfirheyrslu rannsóknarnefndar yfir Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands. Greinin birtist 5. febrúar. Svo hljómar hluti hennar í íslenskri þýðingu: “Traust” er í teóríunni sá grunnur sem eftirlitsstofnanir evrópsku fjármálamarkaðanna byggja samstarf sitt á. Banki heyrir undir eftirlit í því landi þar sem höfuðstöðvar hans eru, og sá Lesa meira

Klár kona

Klár kona

Eyjan
07.02.2010

Hér á þessu bloggi er skrifað um tyrkneska vinkonu mína, Gozde Avci, sem var á leið til Haiti þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hún ákvað að fara samt og er nú að leggja hjálparstarfinu þar lið. Í greininni segir hvernig hún minnist vina sinna, en þeirra hefur áður verið getið hér á síðunni. En maður er Lesa meira

Ofmetin skáldverk

Ofmetin skáldverk

Eyjan
07.02.2010

Hér er vefur þar sem eru nefndar tíu ofmetnustu bækur allra tíma. Þetta er ágætur samkvæmisleikur. Sjónarhornið er reyndar mjög engilsaxneskt. Hér eru nefndir höfundar eins og Jane Austen, Don de Lillo, Ayn Rand og Tolkien. Það væri gaman að heyra hvort lesendur hafi einhverjar skoðanir á ofmetnum bókum, helst með smá rökstuðningi, takk.

Robert Wade í Silfrinu

Robert Wade í Silfrinu

Eyjan
07.02.2010

Robert Wade, prófessor við London School of Economics, verður gestur í Silfri Egils í dag. Wade var meðal þeirra fyrstu sem vöruðu við hættumerkjum í íslenska hagkerfinu og hann heldur áfram að fylgjast með íslenskum málefnum. Wade kemur meðal annars fram í myndinni Maybe I Should Have? en hún fer almennar sýningar í kvikmyndahúsum á Lesa meira

Hrikalega lélegt skipulag

Hrikalega lélegt skipulag

Eyjan
06.02.2010

Ég á eiginlega ekki orð yfir Nauthólsvík og Vatnsmýri. Í Nauthólsvíkinni er risin stórbygging Háskólans í Reykjavík með endalausum bílastæðum sem teygja sig niður að sjó og upp í Öskjuhlíð. Bragð er að þá barnið finnur. Drengurinn Kári spurði: „Hvað er þessi bygging að gera hérna? Ég vil hafa skóg!“ Í Vatnsmýri fjölgar stanslaust bílagötunum, Lesa meira

Engin krafa um endurnýjun

Engin krafa um endurnýjun

Eyjan
06.02.2010

Sé einhver krafa um endurnýjun í íslenskum stjórnmálum, þá birtist hún sannarlega ekki í prófkjöru fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sama fólkið raðar sér hvarvetna á lista. Það þykja stórtíðindi ef nýliði kemst í þriðja sæti.

Stjórnmálamenn þurfa frí

Stjórnmálamenn þurfa frí

Eyjan
06.02.2010

Stjórnmálamenn þurfa oftar frí, ekki sjaldnar. Ef þeir fara ekki í frí lokast þeir inni, festast með nefið í viðfangsefnum dagsins. Við þurfum stjórnmálamenn sem fara í frí, ferðast í útlöndum, hafa tíma til að lesa bækur, hitta fólk – en sitja ekki bara eilíflega lokaðir inni á fundum eða innan um skjalabunka. Það er Lesa meira

Norræna stórríkið

Norræna stórríkið

Eyjan
06.02.2010

Það verður að segjast eins og er: Þær eru dálítið flottar þessar hugmyndir um norræna stórríkið. Ég hef svosem ekki kynnt mér hvers konar hópur það er sem setur þetta fram eða hvort það fólk er í sæmilegu lagi. En norrænt ríki þar sem byggt er á lýðræði, mannréttindum, tjáningarfrelsi, velferð og jafnrétti, það hljómar Lesa meira

Vantar Dostojevskí í hann

Vantar Dostojevskí í hann

Eyjan
06.02.2010

Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, segir að Tony Blair þurfi að lesa meiri Dostojevskí. Þetta sagði hann eftir fund Blairs með rannsóknarnefnd um Íraksstríðið. Í bókum Dostojevskís horfa persónurnar í sál sína af miskunnarlausum heiðarleika. En Williams bætti við að Blair væri einhver ó-dostojevískasta persóna í Bretlandi. Í dag birtist í Morgunblaðinu Reykjavíkurbréf þar sem Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af