fbpx
Laugardagur 24.maí 2025

Óflokkað

Takmörkuð ábyrgð

Takmörkuð ábyrgð

Eyjan
09.02.2010

Eins og kemur fram í fréttum RÚV í kvöld er Ólafur Ólafsson hvergi í persónulegum ábyrgðum sjálfur. Það kemur ekki á óvart. Bankar og félög sem hann hefur átt aðild að geta farið unnvörpum á hausinn, en hann er ekki ábyrgur. Eða er það ekki kölluð „takmörkuð ábyrgð“? En hann deyr heldur ekki ráðalaus. Félög Lesa meira

Uppifjun: Minna um móðursýki í erlendum fjölmiðlum

Uppifjun: Minna um móðursýki í erlendum fjölmiðlum

Eyjan
09.02.2010

22. júlí 2008 birtist í Viðskiptablaðinu viðtal við Finn Sveinbjörnsson, þáverandi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og núverandi bankastjóra Arionbanka. Finnur sagði þá að öfgakennd og móðursýkisleg umræða um íslenskt efnahagslíf væri á undanhaldi í erlendum fjölmiðlum. „Bankarnir sjálfir, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð hafa lagt mikið á sig,“ segir Finnur, „að ógleymdum forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem hafa talað Lesa meira

Verðlaunabækur, Reykjavík anno 1874 og Jón Kristófer kadett

Verðlaunabækur, Reykjavík anno 1874 og Jón Kristófer kadett

Eyjan
09.02.2010

Í Kiljunni á morgun verður fjallað um skáldsöguna Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson. Bókin gerist sumarið 1874 þegar Kristján IX danakonungur kom í heimsókn til Íslands, segir frá lífinu í smábænum sem Reykjavík var þá og ýmsum nafnkunnum persónum. Við sýnum meðal annars myndir sem Helgi notaði þegar hann var að semja bókina. Við Lesa meira

Steingrímur og ævisagan

Steingrímur og ævisagan

Eyjan
09.02.2010

Steingrímur Hermannsson verður jarðsettur í dag. Það er einn kostur við stjórnmálaferil hans sem er vert að geta. Steingrímur var afskaplega passasamur að varðveita gögn og heimildir. Þetta gerði Degi B. Eggertssyni kleift að skrifa ævisögu hans í þremur bindum sem komu út á árunum 1998-2000. Auðvitað er þetta hin opinbera ævisaga, skrifuð með velþóknun Lesa meira

Sjálftaka

Sjálftaka

Eyjan
09.02.2010

Það verður ekki annað sagt en að stjórnmálaflokkarnir hafi komið sér vel fyrir í borginni. Nú eru ekki bara borgarfulltrúar á launum, og þiggja líka laun fyrir að sitja í nefndum, heldur fá varaborgarfulltrúar sporslur líka. Það sem lengi taldist vera aukastarf er nú full tæm djobb. Og þess utan upplýsir Fréttablaðið í dag um Lesa meira

Landbúnaðurinn og styrkirnir

Landbúnaðurinn og styrkirnir

Eyjan
09.02.2010

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að stuðningur við finnskan heimskautalandbúnað sé allur á kostnað skattgreiðenda þar í landi. Jú, en. Hverjir bera kostnaðinn af hinu ótrúlega óhagkvæma íslenska landbúnaðarkerfi sem hér á landi eru 61 prósent af brúttótekjum greinarinnar. Nema skattgreiðendur á Íslandi? Línurit, byggt á tölum frá OECD.

Kommúnistagrýlunni veifað

Kommúnistagrýlunni veifað

Eyjan
08.02.2010

Núorðið þykir frekar ljótt að dylgja um að menn séu nasistar eða kommúnistar. Það er sagt að þegar umræðan er komin á það stig sé best að hætta henni, þá sé hún ekki lengur marktæk. Hér er talað um að það sé kommúnismi að vilja endurskipuleggja úthlutun á fiskveiðiheimildum við Íslandsstrendur – sem mundi fela Lesa meira

Spilavíti

Spilavíti

Eyjan
08.02.2010

Fjárhættuspil eru allt í kringum okkur. Háskóli Íslands rekur spilakassa sem velta háum fjárhæðum. Það er hægt að spila fjárhættuspil á netinu – og í fjölmiðlum á netinu er að finna auglýsingar um vefi þar sem er boðið upp á slíka iðju. Efnisveitur símafyrirtækjanna dreifa sjónvarpsstöðum þar sem er spilaður póker upp á peninga inn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af