fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025

Óflokkað

Húsleit í Lúx

Húsleit í Lúx

Eyjan
12.02.2010

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur undanfarna þrjá daga staðið yfir húsleit hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Í leitinni hefur meðal annars tekið þátt fjölmennt lið frá yfirvöldum í Lúxemborg.

Hæpnar fullyrðingar um vanhæfi

Hæpnar fullyrðingar um vanhæfi

Eyjan
12.02.2010

Enn er verið að reyna að ýja að vanhæfi rannsóknarnefndar Alþingis. Yfirleitt kemur það reyndar úr svipaðri átt. Þess er þá að gæta að nefndin er ekki dómsvald, heldur er skipuð samkvæmt lögum frá Alþingi til að skoða ýmsa þætti hrunsins. Það er erfitt að sjá að í því ljósi sé nefndarmaðurinn Sigríður Benediktsdóttir vanhæf Lesa meira

Icesave: Ekki í Frakklandi

Icesave: Ekki í Frakklandi

Eyjan
12.02.2010

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur greint frá því að Frakkar hafi ekki viljað Icesave. Þeir hafi neitað Landsbankanum að opna þessa innlánsreikninga þar í landi. Það er náttúrlega mikil guðsblessun. Væri ekki á það bætandi ef Íslendingar ættu líka í deilum við Frakka út af þessari vitleysu. En fróðlegt væri að vita meira. Hvers Lesa meira

Leitað á Viðskiptaþingi

Leitað á Viðskiptaþingi

Eyjan
12.02.2010

Viðskiptaþing 2010 verður haldið 17. febrúar. Væri nokkuð óeðlilegt, í ljósi lögreguaðgerða gærdagsins sem beindust að þúsund skólanemum og einnig með tilliti til íslenska efnahagshrunsins, að lögreglan tæki sér stöðu við þingið og leitaði af sér allan grun?

Fíkniefnaleit

Fíkniefnaleit

Eyjan
11.02.2010

Nú er búið að loka Tækniskólann af og leita að fíkniefnum á öllum nemendum skólans. Hvar skyldu þeir bera niður næst? Í Háskólanum? Og verður þá líka leitað á kennurum? Fíkniefnaneysla er síður en svo eingöngu bundin við ungmenni. Eða á öðrum fjölmennum vinnustöðum? Til dæmis Alþingi?

Hvað ef Icesave verður samþykkt?

Hvað ef Icesave verður samþykkt?

Eyjan
11.02.2010

Eitt enn um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave 2. Nú verður farið í nýjar samningaviðræður, með fulltingi allra stjórnmálaflokka, og með miklu harðari samningsmarkmið. Hvað þá ef Icesave 2 yrði samþykktur í kosningunni – sem vissulega er ólíklegt – en þó fræðilegur möguleiki? Tekur sá samningur þá gildi – burtséð frá samningaviðræðum sem kunna að vera í Lesa meira

Gildi þjóðaratkvæðagreiðslu

Gildi þjóðaratkvæðagreiðslu

Eyjan
11.02.2010

Það er verið að setja saman nýja samninganefnd um Icesave, undir forystu erlends sérfræðings, og lítur allt út fyrir að Bretar og Hollendingar séu tilbúnir að setjast aftur að samningaborði. Ein forsendan fyrir þessu er pólitísk samstaða á Íslandi, semsagt að allir stjórnmálaflokkar komi að viðræðunum. Ef þetta er leiðin sem farin verður – getur Lesa meira

Sofið á verðinum

Sofið á verðinum

Eyjan
11.02.2010

Bankarnir virðast hafa sent Seðlabankanum og Fjármáaeftirlitinu lygar, sem þessar stofnanir trúðu svo – eða töldu þægilegra að trúa. Frægt er álagspróf FME frá því nokkrum vikum fyrir hrun þar sem sagði að undirstöður bankanna væru traustar. Þetta hefur meðal annars komið fram hjá Gunnari Andersen, hinum nýja forstjóra FME, hann hefur tjáð sig um Lesa meira

Öskudagur

Öskudagur

Eyjan
11.02.2010

Öskudagurinn nálgast. Þegar ég kom með Kára í skólann í morgun voru börnin að velta því fyrir sér hvað þau ættu að vera, sum sögðust reyndar vera komin með búninga. Kári sagðist ekki vita hverju hann ætti að klæðast. James Bond hefur verið nefndur og Indiana Jones, en útfærslan á því gæti verið erfið. Þá Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af