Bolludagur
EyjanÍ dag er bolludagur. Á hverju ári tuða ég yfir því sama. Á meðan fólk í suðlægari löndum heldur kjötkveðjuhátíð, dansar og skemmtir sér, þá étum við Íslendingar rjómabollur, feitt saltkjöt og baunasúpu. Mér hefur aldei tekist að koma auga á skemmtunina í þessu.
Ákveðnar konur
EyjanÉg held að sé nokkuð til í þessu hjá Jenný Önnu sem skrifar pistil undir heitinu Ákveðin er konan óaðlaðandi og hættuleg. Ég hef orðið var við að konur sem koma í þætti hjá mér og hafa mjög ákveðna framkomu vekja víða sterk hneykslunarviðbrögð. Ég gæti nefnt nokkuð mörg nöfn en ætla að sleppa því. Lesa meira
Stolin gögn
EyjanDV er sagt hafa keypt gögn þar sem kom fram ýmisleg grunsamlegt athæfi Milestone-manna. Menn náðu ekki upp í nefið á sér fyrir hneykslun. Þýska ríkisstjórnin kaupir gögn sem sýna eignir fjölda manna sem hafa falið fé á svissneskum bankareikningum. Og það er sjálf Angela Merkel sem beitir sér fyrir þessu. En skattsvikararnir gefa sig Lesa meira
Lítið fé til framkvæmda
EyjanVandinn við fjárfestingar sem Samtök atvinnulífins og verkalýðshreyfingin krefjast er að það er erfitt fyrir landann að fá fé til framkvæmda. Það skiptir miklu meira máli en hugsanleg tregða stjórnvalda. Skuldastaða þjóðarbúsins er þannig að það er spurning hvort er ráðlegt að taka yfirleitt meiri lán. Og orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Lesa meira
Skuggaþing
EyjanÍ þættinum hjá mér í dag voru Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason að segja frá Skuggaþingi, sem er nýr þjóðmálavettvangur á netinu. Uppsetningin á þessu er mjög athyglisverð – smellið hérna til að komast á Skuggaþing.
Ísland í efsta sæti
EyjanHér er tafla frá bankanum Credit Suisse þar sem er metin hætta á greiðslufalli ríkja. Tölfluna má finna á bloggi Pauls Murphy á vefsvæðinu Alphaville hjá Financial Times. Ísland er í efsta sæti eins og sjá má, þá Grikkland, Ungverjaland, Portúgal, Spánn, Lettland, Írland og Úkraína.
Síungir framsóknarmenn
EyjanÁ vefsíðunni Flickr má finna ágæta mynd af aðalfundi Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði. Þeir eru síungir í Framsóknarflokknum. Smellið hér.
Alain Lipietz: Íslendingar skulda ekkert
EyjanÞessi grein er eftir franska hagfræðinginn og fyrrverandi evrópuþingmanninn Alain Lipietz, sem kom fram í Silfri Egils í janúar. — — — Íslendingar skulda ekkert Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom af stað höggbylgju innan fjármálageira heimsins með því að kalla íslensku þjóðina til atkvæðagreiðslu um það hvort skattgreiðendur eigi að taka á sig skuld Lesa meira
Ólögleg gengistrygging?
EyjanSamkvæmt dómi sem féll í héraðsdómi Reykjavíkur í dag verður ekki betur séð en að gengistryggð lán séu ólögleg. Eða hvað? Dóminn má lesa hérna.
Moldviðri
EyjanAgnar Kristján Þorsteinsson skrifar hvassan pistil um þá sem eru byrjaðir að þyrla upp moldviðri vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.