Polanski, Robert Harris og Ghost Writer
EyjanRoman Polanski fékk leikstjóraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir spennumyndina Ghost Writer. Hún er byggð á skáldsögunni Ghost eftir Robert Harris, einn helsta spennusagnahöfund sem nú er uppi. Sögur Harris hafa yfirleitt einhverja pólitíska eða sögulega vídd, það fer ekki á milli mála að önnur aðalsögupersónan í Ghost er byggð á Tony Blair. Harris sló Lesa meira
Orðskviðir og skeyti
EyjanNokkrir orðskviðir um pólitík hafa oft komið upp í hugann á mér síðasta misserið. Meðal annars þessir: Menn berjast af meiri hörku fyrir hagsmunum sínum en hugsjónum. (Napoleon Bonaparte) Stórþjóðir hafa alltaf hagað sér eins og glæpamenn en smáþjóðir eins og mellur. (Stanley Kubrick) og loks ummæli sem mér finnst erfitt að láta hljóma rétt Lesa meira
Lítil getraun
EyjanÞetta makalausa málverk er dálítið á undan sinni samtíð, nokkuð langt reyndar. Spurt er hver sé málarinn og hvenær hann var uppi?
Kvótanefnd: Tillögur Finnboga Vikars
EyjanFinnbogi Vikar Guðmundsson, fulltrúi í nefnd um endurskoðun á fiskveiðistjórnun, var í Silfri Egils í dag og kynnti hugmyndir sínar til lausnar á deilunum um stjórnun fiskveiða. Hér eru tillögur hans sem byggja meðal annars á nýtingarrétti til nokkuð langs tíma sem yrði úthlutað eftir veiðreynslu undangenginna þriggja ára. Viðtalið við Finnboga má sjá hérna. Lesa meira
Silfrið í dag – engin endursýning
EyjanÞví miður fellur endursýning á Silfri Egils niður í kvöld – vegna Vetrarólympíuleikanna. Þeir sem vilja sjá þáttinn geta horft á netinu. Ég vek sérstaka athygli á viðtölum við John Christensen, baráttumann gegn skattaskjólum, Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, og Finnboga Vikar sem situr í nefnd um endurskoðun kvótakerfisins og setti í þættinum fram athyglisverðar málamiðlunartillögur. Lesa meira
Jónas: Brotlending mörgæsanna
EyjanJónas Bjarnason efnaverkfræðingur er nýliði í hópi bloggara á Eyjunni. En pistlar hans eru yfirleitt afar fróðlegir. Í nýjasta pistli sínum sem nefnist Brotlending mörgæsanna skrifar hann meðal annars um kaup þýskra stjórnvalda á upplýsingum um innistæður auðugra Þjóðverja í svissneskum bönkum. Margir skjálfa vegna þessa. Jónas skrifar: „Nú er í augsýn, að ekkert fé geti Lesa meira
Marinó: Svindl og svínarí
EyjanMarinó Gunnar Njálsson er í hópi beittustu bloggaranna. Hann skrifar grein um ósvífna fjárglæfrastarfsemi undir yfirskriftinni Svindl og svínarí í skuldsettri yfirtöku. Textinn er svona í heild sinni: — — — „Það er með ólíkindum þetta plott nokkurra ósvífinna einstaklinga/eignarhaldsfyrirtækja að kaupa fyrirtæki af sjálfum sér með skuldsettri yfirtöku til þess eins að mjólka nokkra Lesa meira
Frjálshyggja og hormónar
EyjanÞegar maður sér listann yfir hina nýju stjórnarmenn Frjálshyggjufélagsins veltir maður því fyrir sér hvort frjálshyggja sé að einhverju leyti tengd hormónaframleiðslu líkamans. Þarna eru bara karlmenn, nítján talsins, og ég held sé rétt hjá mér að þeir séu flestallir frekar ungir að aldri. Það mætti jafnvel gera sérstaka rannsókn á þessu, frjálshyggja og hormónastarfsemi Lesa meira
Ein af hversdagshetjum Joly í Sifrinu
EyjanMeðal gesta í Silfrinu á morgun er John Christiansen. Eva Joly fjallar um hann í bók sem kom út fyrir jólin og nefnist Hversdagshetjur. Sú bók segir frá fólki sem leggur allt að veði í baráttunni gegn spillingu. John Christiansen gerðist eins konar njósnari í skattaparadísinni á Jersey til að geta skilið innanífrá hvernig slík Lesa meira
Nýtt orð
EyjanÞjóðfélagsumræðan á Íslandi tekur á sér ýmsar myndir. Nú er hefur til dæmis verið búið til orðið baugsfasískur.