Absúrd
EyjanFrétt Ríkisútvarpsins um fækkun ráðuneyta, kvöldfréttir 9. maí 2010. Minnir helst á absúrdleikhúsið þegar það var upp á sitt besta um 1960. Listin var að svara nógu mikið út í hött, meina ekki það sem maður segir heldur kannski eitthvað allt annað – og þá náðust hin réttu absúrdáhrif.
Hvað sagði Ferguson á Íslandi?
EyjanÉg hef lesið ýmislegt eftir skoska sagnfræðinginn Niall Ferguson. Hann er mikil stjarna á himni sagfræðinnar, skrifar aðgengilegar og alþýðlegar bækur sem seljast vel á flugvöllum. Síðasta bók hans, The Ascent of Money, kom út í íslenskri þýðingu hjá Uglu fyrir ekki alls löngu undir heitinu Hvernig peningarnir sigruðu heiminn. Eftir þeirri bók voru líka Lesa meira
Lofar ekki góðu
EyjanÓlafur Reynir Guðmundsson var í viðtali í Silfrinu um nauðsyn þess að skera niður og gera það faglega – og hættuna á að annars lendum við í vítahring skulda. Hann segir að þetta sé stærsta verkefnið sem blasi við íslenskum stjórnmálamönnum. Á sama tíma geisar deila í ríkisstjórn um frekar einfaldar breytingar á Stjórnarráðinu. Lofar Lesa meira
Um refsigleði
EyjanÉg hef hvergi fagnað því á nokkurn hátt að stjórnendur úr Kaupþingi hafi verið hnepptir í varðhald. Satt að segja finnst mér engin ástæða til að gleðjast yfir því. Það má vera að varðhaldið sé nauðsynlegt vegna rannsóknarinnar – ef ekki, þá geri ég ráð fyrir að Hæstiréttur felli það úr gildi nú eftir helgina. Lesa meira
Gæsluvarðhald
EyjanNú er komið fram að Steingrímur J.Sigfússon talaði ekki um að „sefa reiði almennings“, heldur lá þetta í spurningu sem blaðamaður beindi til hans. Þá þyrfti maður eiginlega að vita hvaðan þessi frétt er komin – hverjir „túlkuðu“ orð Steingríms svo frjálslega? Að því sögðu er auðvitað réttast að ráðherrar eins og Steingrímur og Jóhanna Lesa meira
Flottræfilsháttur á gömlum merg
EyjanÞað er verið að ræða um hækkun á launum Seðlabankastjóra. Og það er auðvitað út í hött að fara að láta hann hafa einhverja sérstaka hækkun umfram annað fólk á Íslandi. En það er allt í lagi að rifja upp að fyrir rúmu ári var ástandið dálítið annað. Þá voru þrír seðlabankastjórar á Íslandi. Það Lesa meira
Snyrtilegir menn í jakkafötum í fylgd lögreglu
Eyjan„Hjörðin öskar af gleði, fjölmiðlar tútna út af sölulegri vandlætingu, ráðherrar sjá atkvæðin koma til sín, það var engin ástæða til að setja þessa menn inn önnur en PR fyrir Steingrím og Jóhönnu, ömurlegt.“ Þetta skrifar Bubbi Morthens á Facebook síðu sína vegna handtöku Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Annar sem er ósáttur er Lesa meira
Engin bylting, óljós úrslit
EyjanÞegar allt kom til alls vildu breskir kjósendur ekki breytingarnar sem höfðu verið boðaðar – í fjölmiðlum, já og í skoðanakönnunum. Frjálslyndir demókratar unnu alls engan sigur. Langt í frá. Það er enginn skýr meirihluti í breska þinginu, en Frjálslyndir eru í þeirri stöðu að þeir geta ekki stutt aðra en Íhaldsflokkinn. Stjórn með Verkamannaflokknum Lesa meira
Svart sólskin
EyjanEin kenningin er sú að það sé þetta sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Gunnarsson séu handteknir fyrir. Black Sunshine. Það skorti ekki frumleikann við myrkraverkin.