Er þetta að virka?
EyjanKosningabaráttan er að breyta um tón. Vinstri flokkarnir eru hættir að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn, en einbeita sér nú að Besta flokknum á öllum vígstöðvum – í bloggi og á Facebook. Atlögurnar eru bæði að flokknum í heild sinni og einstökum frambjóðendum. Því er haldið fram að Jón Gnarr sé ógurlegur hægri maður og að Páll Lesa meira
Einkaeign á náttúruauðlindum
EyjanÍ grein í Wall Street Journal 29. janúar 2004 lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson stefnu Davíðs Oddssonar sem best heppnuðu frjálshyggjutilraun veraldar og sagði meðal annars, tilvitnunin birtist í DV í dag: „Margt er þó enn ógert. Heilbrigðis- og menntamálin eru enn í höndum hins opinbera, það á einnig við um ýmsa aðra opinbera þjónustu, fjölmiðlafyrirtæki Lesa meira
Hver er grínistinn?
EyjanUngur háskólanemi, Halldór Armand Ásgeirsson, skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið. Í henni eru spurningar sem er ágætt að velta fyrir sér. Smellið á greinina til að stækka hana.
Träumerei
EyjanÞetta er dásamleg upptaka. Öldungurinn Vladimir Horowitz á tónleikum í Moskvu 1986, það var á tíma Gorbatsjovs, og í fyrsta sinn að Horowitz sneri aftur til Rússlands síðan 1925. Sjálfur var hann upprunalega gyðingur frá Úkraínu, fæddur í Kiev 1903. Verkið sem hann leikur er Träumerei eftir Robert Schumann. Það má sjá tár á hvarmi Lesa meira
Framboð og hrukkustraujárn á sama stað
EyjanÁ það er bent hér á síðunni að Vinnum saman – slagorð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík – hafi um langt árabil verið kjörorð Sambands íslenskra samvinnufélaga. Eða eins og segir hér í athugasemdakerfinu: „Vinnum saman! var slagorð samvinnuhreyfingarinnar hér áður fyrr og glumdi í ótal sjónvarpsauglýsingum frá SÍS myndskreytt með traustu handabandi. Að nota það er Lesa meira
Nýr bankastjóri
EyjanNei, það kemur ekki á óvart að maður sem hefur áður starfað hjá ýmsum fyrirtækjum skuli vera ráðinn forstjóri Landsbankans. En maður sem hefur unnið hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni – og kemur beint úr fyrirtæki hans. Jú, það kemur svolítið á óvart.
Slagorð
EyjanÞað er ýmislegt skemmtilegt í gangi fyrir kosningarnar, til dæmis slagorð flokkanna: Vekjum Reykjavík! er slagorð Samfylkingarinnar. Vinnum saman! er slagorð Sjálfstæðisflokksins. En Framsókn hefur strengt upp borða í Bankastrætinu, með mynd af oddvita sínum. Þar stendur: Þú meinar Einar!
Þolendur eða gerendur
EyjanVoru lífeyrissjóðir þolendur eða gerendur í hruninu? Stjórnendur lífeyrissjóða hallast að hinu fyrra, en Ragnar Þór Ingólfsson er ekki sammála samanber þessa bloggfærslu. Ragnar telur hins vegar að almennir sjóðsfélagar hafi verið þolendur.
Rannsóknin er komin á annað plan
EyjanSigurður G. Guðjónsson er í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag. Hann skýtur fast á Evu Joly, heldur því meðal annars fram að þegar hún kom hingað hafi hún lofað að endurheimta peningana sem útrásarvíkingar hafa komið undan. Þetta er eiginlega skot út í loftið. Joly sagði frá fyrsta degi að við skyldum ekki gera okkur Lesa meira
Skuldir borgarinnar
EyjanSkuldir Reykjavíkurborgar, úr endurskoðunarskýrslu Reykjavíkur.