Víglína á Spáni
EyjanVíglína fótboltans hefur verið dregin á Spáni. Annars vegar Barcelona með sinn glaða og flæðandi leikstíl – sjaldan hefur maður orðið jafn glaður yfir sigurliði og þegar Barca vann Evrópukeppnina í fyrra. Og hins vegar Real Madrid undir stjórn Mourinho sem mun tileinka sér hinn neikvæða stíl hans þar sem leikurinn er skipulagður í drep Lesa meira
Fallada: Maður litla fólksins
EyjanÞegar ég var í London um daginn keypti ég bókina Alone in Berlin eftir Hans Fallada, hún heitir á frummálinu Jeder stirbt für sich alein. Nú les ég að bókin sé orðin metsölubók í Bretlandi. Það á sér þá einföldu skýringu að markaðssetning hennar er fjarska góð: Kápan er falleg og það er látið eins Lesa meira
Til Andabæjar
EyjanKári les mikið af Andrési Önd, kannski er hann farinn að lesa yfir sig? Við skruppum út á land í dag. Þegar við vorum að keyra aftur í bæinn spurði Kári: „Pabbi, hvenær komum við til Anda… ég meina Reykjavíkur?“
Ef…
EyjanUmmæli sanntrúaðs flokksfólks um Besta flokkinn gera ekkert annað en að styrkja styrkja hann og færa honum meira fylgi. Besti hefur aðeins orðið fyrir einu áfalli um helgina, það var þegar Ingvi Hrafn Jónsson sagðist styðja flokkinn. Nú er sagt að aðeins eitt gæti gert út af við Besta flokkinn: Ef Davíð Oddsson lýsti yfir Lesa meira
Loks sammála
EyjanHallgrímur Helgason og Agnes Bragadóttir eru ekki sammála um margt, að minnsta kosti hafa þau ekki verið saman í liði hingað til. En í dag eru þau sammála um að Besti flokkurinn sé ómögulegur. Hallgrímur sagði í Vikulokunum í útvarpinu: „Þetta er fólk sem þagði allan góðæristímann og var hvergi sjáanlegt í búsáhaldabyltingunni. Þetta framboð Lesa meira
Badabing: Jón Gnarr verður drepinn
EyjanHér er pistill Þórarins Þórarinssonar af Badabing. Vefþjónninn hjá Badabing liggur niðri og því birti ég pistilinn hér með góðfúslegu leyfi. — — — Jón Gnarr verður drepinn! Ég hef allt mitt líf gefið skít í íslenska pólitík. Vegna þess að ég veit að hún er viðbjóðslegt plat. Þetta lærði ég strax sem barn þegar Lesa meira
Badabing
EyjanÞórarinn Þórarinsson, Badabing, er snúinn aftur í bloggheima – með krafti. Hann skrifar pistil um Besta flokkinn, Samfylkinguna, Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn og VG – íslensk stjórnmál. Mjög hressandi lesning í morgunsárið. (Mér skilst að það séu erfiðleikar með vefþjón sem valda því að næst ekki samband við Badabing – stendur vonandi til bóta, því grein Tóta Lesa meira
Veruleikafirring
EyjanLesandi sendi þetta bréf um reynslu sína af bankakerfinu: — — — Langar að senda þér eitt lítið dæmi um hvert þetta þjóðfélag er að stefna. Svoleiðis er mál með vexti að við hjónin keyptum fjögra herbergja íbúð í Kópavogi þann 23.11. 2007. Kaupverð var 35.500.000.- og samkvæmt ráðleggingum þjónustufulltrúa og sérfræðingum Kbbanka tókum við Lesa meira
Uggur og ótti í pólitíkinni
EyjanBjörgvin Valur er með ágæta pælingu á bloggi sínu. Hann segir að Besti flokkurinn muni hræða gömlu flokkana þvílíkt að þeir muni alls ekki vilja efna til alþingiskosninga næstu árin. Því nú sé raunveruleg hætta á að komi fram nýtt framboð sem gæti feykt þeim öllum burt. Tryggðin gagnvart flokkunum er afar hverful. „Alþingismenn munu Lesa meira
Háskólarnir og ríkissjóðshallinn
EyjanFélag prófessora við Háskóla Íslands bendir á einfaldar staðreyndir sem þarf að skoða: Það er kennd verkfræði við tvo háskóla á Íslandi, lögfræði við þrjá, viðskiptafræði við fjóra skóla. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Það eru álíka margir og búa í Witchita, Cardiff og Árósum. Á næstu árum þarf að skera niður um allt Lesa meira