Ákvörðun sem tók sjálfa sig
EyjanÞað hafa verið færðar sönnur á að ákvörðunin um að byggja risastóran spítala á gömlu Landspítalalóðinni hafi tekið sjálfa sig. Þ.e. það er ekki hægt að rekja ferli þessarar ákvörðunar. Einhvern tíma var hún orðin að veruleika; Davíð Oddsson lagðist inn á spítala, Alfreð Þorsteinsson var allt í einu orðinn byggingastjóri, svo kom efnahagshrun, og Lesa meira
Ólöf: Skýrslan mikilvæg
EyjanEftirfarandi bréf sendir Ólöf Nordal alþingismaður: — — — „Sæll Egill, mig langar að segja vegna ummæla minna í þættinum hjá Ingva Hrafni að þetta orðalag mitt, að skýrslan þvælist fyrir, var ekki vandað. Og ekki heldur í samræmi við þann málflutning sem ég hef haft uppi um skýrsluna. Ég tel útgáfu þessarar skýrslu marka Lesa meira
Hagfræðingur: Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða heldur hagkerfinu í gíslingu
EyjanHér á síðunni hef ég undanfarið birt nokkrar greinar um orkuauðlindir Íslendinga – og meðal annars nefnt tregðu lífeyrissjóða til að fjárfesta í þeim. Í því felst nokkur þversögn því atvinnu- og verkalýðsrekendur sem stjórna sjóðunum eru sífellt að hvetja til þess að orkan sé notuð, en þegar á hólminn er komið vilja þeir ekki Lesa meira
Grautarleg umræða um orkumál
EyjanUmræðan um kaup Magma Energy á HS Orku er óvenju grautarleg. Um daginn hlustaði ég á þingmann Sjálfstæðisflokksins sem í öðru orðinu sagði að þetta væri í góðu lagi og í hinu orðinu sagði að þetta væri ekki í lagi. Það var eins og víglínan í þessu máli væri dregin í gegnum höfuðið á þingmanninum. Lesa meira
Fischer: Evrópa þarf meiri samruna
EyjanJoschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, vandar Angelu Merkel ekki kveðjurnar í viðtali í Der Spiegel. Segir að hún hafi brugðist alltof seint við á örlagastundu þegar sótt var að evrunni. Fischer segir að krísa evrunnar sé þess eðlis að nú sé einungis möguleiki fyrir Evrópu að fara í eina átt – í átt til aukins Lesa meira
Er þetta leyndarmál?
EyjanLilja Mósesdóttir skrifar á Facebooksíðu sína: „Hver ætli hafi lekið upplýsingum um úrsögn mína úr ríkisfjármálahópnum í fjölmiðla? Ég sagði mig úr honum fyrir nokkrum vikum og leit á málið sem innan þingflokksmál.“ En hvers vegna í ósköpunum ætti það ekki að koma öðrum við en þingmönnum VG hvort Lilja situr í þessum hópi eða Lesa meira
Orkan, lífeyrissjóðir og raunveruleg hagkvæmni
EyjanKatrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að ástæðan fyrir því að illa gangi að fjármagna stóriðju sé tregða íslensku lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. Þetta bendir vissulega til þess að höfðingjarnir í lífeyrissjóðunum trúi ekki sérstaklega á stóriðjuna, þrátt fyrir að þeir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson æpi hástöfum á að ráðist sé í stóriðjuframkvæmdir. Lesa meira
Kerfið verður ekki endurreist án þess að tekið sé á svindlinu
EyjanHér er að finna, í pdf-skjali, merkilega umsögn hagfræðingsins James K. Galbraith, um glæpsamleg fjármálakerfi og nauðsyn þess að taka á þeim, frá fundi nefndar bandarísku öldungadeildarinnar 4. maí 2010. Í upphafi umsagnarinnar ræðir Galbraith um hagfræði sem „vanhelga fræðigrein“, þar sem menn hafi trúað á skynsemi markaðarins en algjörlega sniðgengið möguleikann á víðtæku svindli. Lesa meira
Breytingar á Eyjunni
EyjanLesendur taka væntanlega eftir breytingum á útliti Eyjunnar og efnisþáttum – sem ég held að séu allar mjög til bóta. Síðan verður efnismeiri og það borgar sig að fletta niður hana þar sem er ýmislegt gott efni að finna. Önnur breyting er í ummælakerfinu. Það hefur að mínu viti ekki verið nógu gott. Sjálfur hef Lesa meira
Skrýtnir dagar í pólitíkinni
EyjanÞað er makalaust að sjá hversu erfitt stjórnmálaflokkarnir eiga uppdráttar í kosningabaráttuni í Reykjavík. Fylgi Besta flokksins skýrist reyndar aðallega af frammistöðu þeirra á landsvísu, algjöru vantrausti á flokkunum. En það eru samt ákveðnir hlutir í baráttunni í Reykjavík sem hafa áhrif. Dagur B. Eggertsson er ekki að ná til kjósenda. Hann setur á alltof Lesa meira