Skuldaböl
EyjanBBC bregður upp þessari mynd af skuldabölinu í Evrópu. Þetta er reyndar flókið reikningsdæmi, og ekki alltaf sömu viðmið sem eru notuð, en það má gera ráð fyrir að skuldir Íslands séu í kringum 100 prósent af landsframleiðslu – sem er langt yfir hættumörkum. Að því leytinu erum við í sama flokki og Grikkland og Lesa meira
Jón Steinsson: Fyrning rústar ekki sjávarútvegnum
EyjanJón Steinsson, hagfræðingur í New York, skrifar að fyrningarleiðin rústi ekki sjávarútvegnum þótt núverandi eigendur – sem margir hafa skuldsett útgerðina og kvótann upp í topp og þurfa hvort eð er að leita úrræða vegna þess – kunni að tapa.
Kosningar sem geta verið afdrifaríkar
EyjanSveitarstjórnakosningar geta haft sín áhrif. Við skulum ekki gleyma því að eftir sveitarstjórnakosningarnar 2006 sagði Halldór Ásgrímsson af sér sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Þá hafði Framsókn beðið mikið afhroð á landsvísu, tapaði miklum fjölda sveitarstjórnamanna. Flokkurinn var þá með forsætisráðuneytið samkvæmt hinum sérkennilega valdaskiptadíl Halldórs og Davíðs. Upplýsingar um kosningarnar 2006 má finna hér, Lesa meira
Horfur í veröldinni
EyjanÞað er ýmislegt að gerast meðan Íslendingar velta fyrir sér Besta flokknum. Skuldavandinn í heiminum heldur áfram að magnast, Evrópa nötrar vegna þessa, evran fellur. Það virðist vera ógjörningur að vinda ofan af skuldabölinu. Verður hægt að bjarga Spáni? Og það er hugsanlegt að brjótist út stríð á Kóreuskaga.
Flokkarnir og ólígarkarnir
EyjanÞað hefur mikið verið talað um að Samfylkingin hafi verið einhver sérstakur Baugsflokkur. Þetta byggir á massívum áróðri sem smátt og smátt hefur síast inn í vitund landsmanna. Staðreyndin er hins vegar sú að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn voru allir Baugsflokkar upp að einhverju marki. Þeir voru flokkar sem afhentu völdin í landinu til ólígarka Lesa meira
Ótrúlegar tölur í Moggakönnun
EyjanSjálfstæðisflokkur er með 28,8 prósent samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í Mogga. Samfylkingin með 16,6 prósent. Vinstri grænir með 6,3 prósent. Aðrir flokkar koma ekki manni að. En Besti flokkurinn er með 43,1 prósent. Þetta eru ótrúlegar tölur, þremur dögum fyrir kosningar. Algjört hrun gömlu flokkanna – og ríkisstjórnin fær hroðalega útreið. Þriðjungur er óákveðinn Lesa meira
Yfirmaður hjá Europol: Eignaupptaka án sakfellingar
EyjanÞetta er athyglisverður fundur um mál sem getur sjálfsagt orðið umdeilt:
Ráðherrar í strætó
EyjanEin af tillögunum í sparnaðaráætlun nýrrar ríkisstjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata er mjög vinsæl. Guardian sagði frá henni undir fyrirsögninni: Sorry minister, you´ll have to take the tube. Hugmyndin er að ráðherrar hafi í miklu minna mæli aðgang að opinberum bifreiðum og einkabílstjórum, þeim er sagt að líka sé hægt að nota almenningssamgöngur. Einnig er Lesa meira
Ostwald Helgason/Unity Technologies
EyjanÉg vek athygli á þessum fundi. Málið er mér dálítið skylt. Þessir tveir piltar eru bræður mínir, annar er með vaxandi tískufyrirtæki, hinn er með tölvufyrirtæki sem er að gera góða hluti. Báðir starfa þeir á alþjóðavettvangi, annar er búsettur í London, hinn í San Francisco.
Hagvaxtarátrúnaðurinn
EyjanÉg var að fletta hér á vefnum og fann þennan pistil sem ég skrifaði í febrúar 2006. Birti hann aftur til gamans: — — — Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrúnaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins Lesa meira