Dennis Hopper og Easy Rider
EyjanEasy Rider var mesta kúltmynd áttunda áratugarins. Ég man að ég sá hana í listabíói í Kaupmannahöfn sirka árið 1977. Þá eimdi ennþá eftir af hippatímanum og frelsisþránni sem myndin túlkar. Auðvitað var þetta toppurinn á leikstjóraferli Dennis Hopper, þessa sérstæða leikstjóra og leikara – þótt hann ætti margar aðrar flottar stundir á hvíta tjaldinu. Lesa meira
Auðu atkvæðin
EyjanÍ kosningum er komið fram við auða kjörseðla af mikilli óvirðingu, því vissulega er það afstaða að skila auðu – rétt eins og til dæmis að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það væri mjög áhugavert að fá samantekt um auða kjörseðla í helstu sveitarfélögum. Í Hafnarfirði var enginn valkostur við gömlu flokkanna og þar brugðu kjósendur á það Lesa meira
Áhrifin á landsmálin
EyjanÉg minnti á það um daginn að Halldór Ásgrímsson hefði sagt af sér sem forsætisráðherra eftir síðustu sveitastjórnakosningar. Er eitthvað slíkt í spilunum núna? Einhverjar breytingar í landsmálunum? Ríkisstjórnarflokkarnir fara mjög illa út úr kosningunum; í Reykjavík fá þeir samanlagt 26 prósent atkvæða. Kallar það á uppstokkun í stjórninni? Og Sjálfstæðisflokkurinn, hann er að fara Lesa meira
Úrslit gærdagsins
EyjanÞetta eru skrítnar niðurstöður kosninga. Sigur Besta flokksins í Reykjavík eru náttúrlega einhver ótrúlegustu tíðindi í íslenskri stjórnmálasögu, bylmingshögg á fjórflokkana. Sigur L-listans á Akureyri er líka stórtíðindi, og þar var enginn grínari í framboði. Maður veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef svona framboð hefðu tekið þátt í kosningunum víðar um landið. Það er Lesa meira
Framboð um heiðarleika
EyjanÞegar fyrstu tölur birtust í Reykjavík var H listinn með ekkert atkvæði. Þá varð einhverjum að orði að Ólafur F. væri orðinn svo heiðarlegur að hann hefði ekki kosið sjálfan sig.
Nær langt aftur í tímann
EyjanLára Hanna rifjar upp hvers konar skrípaleikur var hér í borgarstjórninni á síðasta kjörtímabili. Skrípaleikurinn nær reyndar lengra aftur, því á síðustu árum R-listans, þegar hann var að liðast í sundur, var þar allt í úlfúð og sundurlyndi og þrír borgarstjórar á stuttu árabili.
Þarf meirihluta?
EyjanEinar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði, sendir þessar línur: — — — Sæll Egill, Það virðist lenska að mynda meirihluta í sveitarstjórnum á Íslandi (sem meiningin er að starfi saman allt kjörtímabilið). Það er hins vegar ekkert sem krefst þess að slíkir meirihlutar séu myndaðir, frekar en að meirihluti sé myndaður í hverju máli fyrir sig. Lesa meira
Barbara Ehrenreich: Hörkukona í Silfrinu
EyjanBandaríski rithöfundurinn Barbara Ehrenreich verður í viðtali hjá mér í Silfrinu á morgun – að loknu kosningauppgjörinu. Þetta er einn merkilegasti gestur sem ég hef fengið í þáttinn.Hún er hárbeittur þjóðfélagsgagnrýnandi, var eitt sinn líkt við Jonathan Swift í New York Times. Ehrenreich hefur meðal annar lagt a sig að vinna mestu láglaunastörf í bandarísku Lesa meira
Málgögn
EyjanÉg held það sé nokkuð til í þessu hjá SME. Dagblöðin eru bæði á síðustu metrum kosningabaráttunnar málgögn Sjálfstæðisflokksins. DV er á öðru róli, en það kemur út þrisvar í viku.
Aftur að hyldýpinu
EyjanNouriel Roubini, öðru nafni dr. Doom, segir að heimurinn sé að upplifa tveggja fasa efnahagskrísu þar sem ráðið sem var notað til að koma í veg fyrir stóra heimskreppu, að dæla peningum í fjármálastofnanir, hafi aukið geysilega á skuldavanda ríkja. Eina ráðið við þessu sé framleiða meira og skera niður – sem hins vegar hamli Lesa meira