Lánið étur hús Gunnu og Jóns
EyjanVið fengum verkefni vetrarins heim úr skólanum á síðasta skóladegi Kára. Meðal annars var mynd af fólki við hús og texti með. Textinn er útúrsnúningur á kvæðinu Litla Gunna og litli Jón. Á litlri eyju í litlu húsi búa litla Gunna og litli Jón með lítið hús en mikla skatta og það er rétt og Lesa meira
Meiðandi ummæli um stjórnmálamenn
EyjanÞað er nokkuð nýstárlegt að stjórnmálamenn fari í mál vegna orða sem falla um þá í kosningabaráttu. En þetta virðist Sóley Tómasdóttir ætla að gera. Þá er spurningin hvaða ummæli þetta eru – hvort það eru einhver ein sérstök ummæli eða kannski mörg – og hvar þau féllu. Í fjölmiðlum, bloggsíðum, á Facebook – það Lesa meira
Eva Joly á Gaza
EyjanEva Joly fór með sendinefnd Evrópuþingmanna til Gaza og skrifar grein um það í norska Morgenbladet undir yfirskriftinni Hev blokaden – Afléttið hafnbanninu! Hún skrifar um innilokun, fátækt og neyð, heilbrigðisþjónustu sem er í molum – og nauðsyn þess að óháðir alþjóðlegir aðilar rannsaki árás Ísraelshers á skipalestina frá Tyrklandi. En hún skrifar líka um Lesa meira
Hátíð hafsins – frábært Sjóminjasafn
EyjanHátíð hafsins sem haldin var við Vesturhöfnina og á Grandagarði í dag og í gær fannst mér einstaklega vel heppnuð. Þetta svæði er líka orðið mjög skemmtilegt, í kringum Sjóminjasafnið er búið að reisa trébryggjur, það er gengt í gegnum Slippinn og í gömlu verbúðunum út við Ægisgarð hefur sprottið upp heilt veitingahúsahverfi. Ég var Lesa meira
Að draga ályktun
EyjanSamtal, við akstur á Hverfisgötu, eftir að við höfum séð að Regnboginn er búinn að loka og þar með ekkert bíó lengur í Miðbænum: – Kári, einu sinni voru til tvö bíó í Reykjavík sem hétu Gamla bíó og Nýja bíó. Hvort heldurðu að hafi verið eldra? – Nýja bíó. – Ha, var ég búinn Lesa meira
Ofurstyrkir og landsfundur
EyjanGrímur Atlason skrifar ágætan pistil um styrkjamálin – og veltir fyrir sér hvers vegna konur fá oft verri útreið í pólitík en karlar. Annars á Sjálfstæðisflokkurinn í mesta basli með þessi mál – og það er landsfundur síðar í mánuðinum. Mál styrkþega hljóta að setja mark sitt á fundinn – það er ekki fráleitt að Lesa meira
Óðmenn og Jóhann G
EyjanDr. Gunni birtir þessa frábæru ljósmynd af hljómsveitinni Óðmönnum á heimasíðu sinni. Það er ótrúlega góður fílíngur á þessari mynd; litirnir eru skemmtilega skrítnir. Hún er tekin fyrir utan Tjarnarbíó, en þar var árið 1970 fluttur poppleikurinn Óli með tónlist eftir Óðmenn. Ég var mikill aðdáandi þessarar gerðar Óðmanna. Þeir byrjuðu á því að spila Lesa meira
Ekki bara unga fólkið
EyjanVinur minn sagði mér frá ömmu sinni sem er að verða hundrað ára á næstunni. Hún hafði kosið íhaldið í hverjum einustu kosningum síðan 1929 en núna kaus hún Besta flokkinn. Svo er sagt að hann hafi sótt fylgi sitt til unga fólksins.
Sjónarspil
EyjanPólitík getur verið alveg stórkostlega skemmtilegt sjónarspil. Eins og til dæmis að sjá Samfylkingarfólk sem fyrir viku náði ekki upp í nefið á sér fyrir hneykslun yfir Besta flokknum – að sjá þetta sama fólk standa uppi á þaki í Breiðholtinu brosandi út að eyrum og klappandi fyrir því að Jón Gnarr sé að verða Lesa meira
Smókíó
EyjanMaður veit ekki alveg hvernig maður á að taka mistrinu sem liggur yfir Reykjavík í dag. Manni er sagt að þetta sé aska úr Eyjafjallajökli sem fýkur um loftin vegna langvarandi þurrka. Menn eru svosem ekki alveg óvanir rykmekki á Suðurlandi, hann liggur oft yfir og fýkur þá bæði upp af söndum og örfoka hálendinu. Lesa meira