fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025

Óflokkað

Afríka – framtíð fótboltans

Afríka – framtíð fótboltans

Eyjan
10.06.2010

Páll Stefánsson ljósmyndari er einhver óhræddasti maður sem ég þekki. Hann er líka einn af þeim sem er hvað skemmtilegast að hitta á förnum vegi. Yfirleitt hefur hann einhverjar merkilegar sögur að segja. Páll hefur þvælst um þvert og endilangt Ísland við misjafnar aðstæður; það hefur ekki verið óalgengt að keyra fram á hann þar Lesa meira

Brýnt og tímabært

Brýnt og tímabært

Eyjan
10.06.2010

Úr ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2007: „Brýnt er að fækka ráðuneytum enda væri hagræðing í efsta lagi stjórnsýslunnar öðrum stofnunum, sem neðar eru, gott fordæmi. Auðvelt væri að fækka ráðuneytum töluvert, t.d. með sameiningu í eitt atvinnuvegaráðuneyti og eitt velferðarráðuneyti. Samhliða endurskoðun ráðuneyta verði farið yfir hlutverk einstakra ríkisstofnana.“ — — — „Löngu er orðið tímabært Lesa meira

Eitt lítið skref

Eitt lítið skref

Eyjan
10.06.2010

Það eru fleiri ástæður fyrir því að fækka ráðuneytum en sparnaður. Ein er sú að ráðuneyti eru mjög fáliðuð. Sum eru einungis skrifstofur með örfáum starfsmönnum og afskaplega vanmegnug. Það getur orðið til að styrkja stjórnsýsluna að fækka ráðuneytunum. Um leið þarf auðvitað að efla fagmennskuna innan þeirra. Það verður einn prófsteinninn á það hvort Lesa meira

Svipmyndir frá glöðum tíma

Svipmyndir frá glöðum tíma

Eyjan
09.06.2010

Nýjasta Séð & heyrt er eiginlega skyldulesning. Þar er rifjuð upp á fjölda blaðsíðna umfjöllun tímaritsins um hina glöðu tíma útrásarinnar. Veislur, veiðiferðir og partí, Elton John, Tom Jones og 50cent, jeppa og villur, Jón Ásgeir, Hannes Smára, Lýð Guðmundsson, Björgólf Thor og allt þetta slekti. Meiriháttar upprifjun.

Krítík – nýtt blað

Krítík – nýtt blað

Eyjan
09.06.2010

Ég bendi á Krítík sem er mjög áhugaverð tilraun til að gefa út vikublað með fréttatengdu efni og greinum um samfélagsmál. Blaðið er óháð hagsmunahópum eða peningamönnum – sem telst fréttnæmt á Íslandi. Fyrsta tölublaðið kom út í síðustu viku, og brátt er von á tölublaði númer tvö. Vefsíða blaðsins er hérna.

Erfiðasta verkefni stjórnmálanna

Erfiðasta verkefni stjórnmálanna

Eyjan
09.06.2010

Í morgunkorni Íslandsbanka segir að skuldir Íslands séu nú 99 prósent af landsframleiðslu. Þetta er gríðarlega há og ógnvekjandi tala. Almennt er talið að skuldir eigi alls ekki að vera meira en 90 prósent af landsframleiðslu, 60 prósent hefur verið viðmið Evrópusambandsins, en erfiðlega hefur gengið að fylgja því. Skuldaaukning íslenska ríkissins var mjög hröð Lesa meira

Svör við getraun

Svör við getraun

Eyjan
09.06.2010

Hér eru svör við getrauninni sem ég birti á hér á vefnum í gær. Halldór Guðjónsson er Halldór Kiljan Laxness. Jóhannes Bjarni Jónasson er Jóhannes úr Kötlum. Guðmundur Guðmundsson er Erró. Þorsteinn Jónsson er Þórir Bergsson (og Þorsteinn frá Hamri). Jóhannes Sveinsson er Jóhannes Kjarval. Jónas Einarsson er Jónas Svafár. Guðmundur Jónsson er Guðmundur Kamban. Lesa meira

Háborð auðræðisins

Háborð auðræðisins

Eyjan
09.06.2010

Bilderberg er óforskammaður klúbbur þar sem moldríkt og voldugt fólk og ýmsir baktjaldamenn koma saman og ráða ráðum sínum. Það hafa spunnist ýmsar samsæriskenningar um Bilderberg – og vissulega er tilvera þessa félagsskapar óþægileg. Það má segja að þetta sé eins konar háborð kapítalismans. Formenn Sjálfstæðisflokksins íslenska fóru stundum á fundi hjá Bilderberg, Geir Hallgrímsson Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af