Styðjum baráttumenn fyrir tjáningarfrelsi
EyjanVið Íslendingar eigum að krefjast þess að Bradley Manning, bandaríski hermaðurinn sem lak myndbandinu sem sýndi morð á óbreyttum borgurum, verði látinn laus. Við gætum jafnvel boðið honum hæli hér á landi. Og við eigum að reyna að vernda Julian Assange, stofnanda WikiLeaks síðunnar. Bandarísk yfirvöld leita hans nú. Eins og kom fram hér á Lesa meira
Útvatnað
EyjanÞjóðfundur? Hópur sérfræðinga sem semur frumvarp að breytingum á stjórnarskrá og leggur fyrir Alþingi? Er þetta útfærslan sem við eigum að fá á stjórnarskrárbreytingum? Ætla menn að útvatna þetta svona mikið? Hefur stjórnmálastéttin íslenska ekkert lært? Hvað er hægt að komast langt frá upphaflegum hugmyndum um stjórnlagaþing? Má minna á að hér hafa setið stjórnarskrárnefndir Lesa meira
Samþjöppun auðs
EyjanViðskiptablaðið greinir frá geysilegri samþjöppun auðs á Íslandi. Árið 1992 réðu 1.100 útgerðir yfir þorskkvvóta. Nú eru kvótaeigendurnir 166. Þarna hefur farið fram mesta einkavæðing Íslandssögunnar – í hendurnar á fámennri stétt manna. Upplýsingarnar munu vera komnar úr nýrri skýrslu hagfræðistofnunar Háskólans. Þar segir að þessi þróun sé að mörgu leyti eðlileg – og að Lesa meira
Gegn einokun
EyjanEkkert ríki sem vill kalla sig siðmenntað getur sætt sig við að einn aðili hafi 60 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði. Slík hlutfallstala þætti fráleit í ríkjum sem við berum okkur saman við. Stjórnvöld væru löngu búin að aðhafast. Það er til skammar hversu stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir hafa verið látið einokun óáreitta í íslensku samfélagi, og Lesa meira
Áhugi Kínverja
EyjanÍ tímaritinu Newsweek birtist grein í mars síðastliðnum þar sem fjallað var um áhuga Kínverja á að fjárfesta á Íslandi. Þetta er áhugavert að skoða eftir heimsókn kínversku sendinefndarinnar hingað. Þar er vitnað í Ólaf Ragnar Grímsson sem lengi hefur verið áhugamaður um samskipti við Kína, sagt frá hinu furðulega stóra kínverska sendiráð í Reykjavik Lesa meira
Hvað vilja Kínverjar?
EyjanEinn af valdamestu mönnum Kína birtist hér allt í einu í bílalest og dælir peningum í Íslendinga. Þetta gerist alveg fyrirvaralaust. Hvernig stendur á komu mannsins, hver fékk hann til að koma hingað, hver er aðdragandinn að því, hvað vilja Kínverjar fá fyrir sinn snúð – því þeir gera ekkert ókeypis eða að óathuguðu máli? Lesa meira
Aðildarumsóknin
EyjanIngibjörg Sólrún Gísladóttir lagði til að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði sett á ís í einhvern tíma. Þýskur sérfræðingur sem var í viðtali við RÚV í dag sagði litlar likur á því að Ísland gengi í Evrópusambandið eins og sakir standa. Þetta er hárrétt mat hjá manninum. Allt er upp í loft í stjórnmálum Lesa meira
Sigrún: Kúlulán í óheilbrigðu kerfi
EyjanSigrún Davíðsdóttir flutti pistil um kúlulán í Speglinum, niðurlag hans er svohljóðandi: — — — „Í viðtali við ríkisútvarpið sagði Friðrik Sophusson stjórnarformaður Íslandsbanka lánin hafa verið lið í ‘tryggða- og hvatakerfi’ Glitnis, áhætta lánanna var öll á bankanum. Segir svo að Íslandsbanki hafi lagt áherslu á að ‘umræddir starfsmenn hafi ekki haft neinn fjárhagslegan Lesa meira
Hvar er (sjálfs)virðing þingsins?
EyjanEf marka má fréttir úr þinginu síðustu daga hefur það breyst í hreinan skrípaleik þar sem menn standa æpandi einhverja vitleysu. Telja þingmenn sig vera að vinna þjóðinni gagn með þessu? Íhuga þeir til hvers þeir eru kjörnir? Hvað með skuldir heimilanna? Stjórnlagaþing? Auðlindamál? Atvinnuleysi? Er hægt að biðja um sæmilega málefnalega umræðu um eitthvað Lesa meira