Ríkisstjórn í andaslitrunum?
EyjanMaður veltir fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé ekki á síðustu metrunum. Hver þingmaður Vinstri grænna á fætur öðrum stígur fram og segist ekki styðja stjórnina nema Magma-samningarnir verði ógiltir? En það er svolítið seint í rassinn gripið, eins og Grímur Atlason skrifar á bloggi sínu. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna heimta að aðildarviðræðum við Evópusambandið verði Lesa meira
Orkubloggarinn um Magma
EyjanOrkubloggarinn, Ketill Sigurjónsson, skrifar mjög upplýsandi grein um Magma málið, eignarhald á auðlindum, afnotarétt, raforkuframleiðslu á Íslandi, verð til stóriðju, lélega arðsemi og fleira. Kannski verða ekki allir sammála, en viðhorfin sem þarna koma fram eru umræðunnar virði. Smellið hér til að lesa.
Magma flækjan
EyjanFlækjustigið í Magma málinu er nokkuð hátt. Nú krefst þingflokkur Vinstri grænna þess að kaup kanadíska félagsins á HS-Orku verði ógilt. Útlendum fyrirtækjum er ekki bannað að eiga hlut í íslenskum orkufyrirtækjum – til að gera það þarf að breyta lögum um erlenda fjárfestingu og orkulögum. Lögin segja í grundvallaratriðum að orkulindinar séu í opinberri Lesa meira
Fyrirmyndir
EyjanÉg hef áður skrifað að það sé rannsóknarefni hvernig Íslendingar fara að leita fyrirmynda í Bretlandi á síðasta hluta tuttugustu aldar. Á útrásartímanum var London svo orðin önnur höfuðborg okkar; hugmyndastraumarnir lágu þaðan til Íslands. Þetta hefst að miklu leyti með frjálshyggjunni og thatcherismanum – sú stefna var flutt inn hrá frá Bretlandi. Davíð Oddsson Lesa meira
Oscar Peterson: Wave
EyjanÞetta er gott á föstudagskvöldi um sumar. Útgáfa píanósnillingsins Oscars Peterson á bossanova laginu Wave eftir Antonio Carlos Jobim. Stórkostleg túlkun á hjá Óskari, enda mun Jobim sjálfur hafa sagt að hún skyggði á aðrar útgáfur á laginu. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=RSDQPWgyMFI]
Sómakennd útrásarvíkings
EyjanTalskona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir að auðkýfingurinn beri enga ábyrgð á Icesave reikningunum, heldur einungis stjórnvöld. Það er einkennilega bíræfið. Björgólfsfeðgar voru langstærstu eigendur bankans. Bankastjórnendur sem störfuðu á þeirra vegum stofnuðu til þessara reikninga – hrósuðu sér af því hvað þetta væri mikil snilld. Það er látið eins og Björgólfur hafi ekki skipt sér Lesa meira
Safn um Gúlagið
EyjanGúlagsafnið í Moskvu lætur ekki mikið yfir sér. Maður gengur inn í port við Petrovkagötu. Þar er gaddavír og varðturn sem minna á þessar alræmdu þrælkunarbúðir og uppi hanga myndir af mönnum sem létu lifið í ofsóknum: Tukashevski hershöfðingja, leikhúsmanninum Mayerholdt, leikaranum Mikhoels og Búkharín sem eitt sinn var sagður eftirlæti flokksins. Safnið er ekki Lesa meira
Bílalánadómur í dag
EyjanSamkvæmt frétt sjónvarpsins í gærkvöldi riðar bankakerfið hugsanlega til falls vegna gjaldeyrislána. Í dag verður í Héraðsdómi kveðinn upp stefnumarkandi dómur í þessum málum – sem á svo líklega eftir að fara til Hæstaréttar. Í fréttinni var sagt að bankakerfið kynni að verða fyrir skelli upp á 350 milljarða króna. Bankarnir færu niður fyrir lögboðin Lesa meira
Viðskiptablaðið: Landakort ríkisskulda
EyjanViðskiptablaðið birtir í dag þetta landakort ríkisskulda. Ísland er litað með svörtum lit eins og sjá má, líkt og til dæmis Grikkland. Löndin sem eru rauð eru heldur ekki í góðum málum. Stækkið myndina til að sjá þetta betur, en til að lesa þetta til fulls þarf sjálft blaðið – sem er reyndar oft hreint Lesa meira