fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025

Óflokkað

Ríkisstjórn í andaslitrunum?

Ríkisstjórn í andaslitrunum?

Eyjan
25.07.2010

Maður veltir fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé ekki á síðustu metrunum. Hver þingmaður Vinstri grænna á fætur öðrum stígur fram og segist ekki styðja stjórnina nema Magma-samningarnir verði ógiltir? En það er svolítið seint í rassinn gripið, eins og Grímur Atlason skrifar á bloggi sínu. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna heimta að aðildarviðræðum við Evópusambandið verði Lesa meira

Broke-bank

Broke-bank

Eyjan
25.07.2010

Ég stal þessu af Facebook-síðu Halldórs Högurðar: Broke-bank Mountain.

Orkubloggarinn um Magma

Orkubloggarinn um Magma

Eyjan
25.07.2010

Orkubloggarinn, Ketill Sigurjónsson, skrifar mjög upplýsandi grein um Magma málið, eignarhald á auðlindum, afnotarétt, raforkuframleiðslu á Íslandi, verð til stóriðju, lélega arðsemi og fleira. Kannski verða ekki allir sammála, en viðhorfin sem þarna koma fram eru umræðunnar virði. Smellið hér til að lesa.

Magma flækjan

Magma flækjan

Eyjan
24.07.2010

Flækjustigið í Magma málinu er nokkuð hátt. Nú krefst þingflokkur Vinstri grænna þess að kaup kanadíska félagsins á HS-Orku verði ógilt. Útlendum fyrirtækjum er ekki bannað að eiga hlut í íslenskum orkufyrirtækjum – til að gera það þarf að breyta lögum um erlenda fjárfestingu og orkulögum. Lögin segja í grundvallaratriðum að orkulindinar séu í opinberri Lesa meira

Fyrirmyndir

Fyrirmyndir

Eyjan
24.07.2010

Ég hef áður skrifað að það sé rannsóknarefni hvernig Íslendingar fara að leita fyrirmynda í Bretlandi á síðasta hluta tuttugustu aldar. Á útrásartímanum var London svo orðin önnur höfuðborg okkar; hugmyndastraumarnir lágu þaðan til Íslands. Þetta hefst að miklu leyti með frjálshyggjunni og thatcherismanum – sú stefna var flutt inn hrá frá Bretlandi. Davíð Oddsson Lesa meira

Oscar Peterson: Wave

Oscar Peterson: Wave

Eyjan
23.07.2010

Þetta er gott á föstudagskvöldi um sumar. Útgáfa píanósnillingsins Oscars Peterson á bossanova laginu Wave eftir Antonio Carlos Jobim. Stórkostleg túlkun á hjá Óskari, enda mun Jobim sjálfur hafa sagt að hún skyggði á aðrar útgáfur á laginu. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=RSDQPWgyMFI]

Sómakennd útrásarvíkings

Sómakennd útrásarvíkings

Eyjan
23.07.2010

Talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir að auðkýfingurinn beri enga ábyrgð á Icesave reikningunum, heldur einungis stjórnvöld. Það er einkennilega bíræfið. Björgólfsfeðgar voru langstærstu eigendur bankans. Bankastjórnendur sem störfuðu á þeirra vegum stofnuðu til þessara reikninga – hrósuðu sér af því hvað þetta væri mikil snilld. Það er látið eins og Björgólfur hafi ekki skipt sér Lesa meira

Safn um Gúlagið

Safn um Gúlagið

Eyjan
23.07.2010

Gúlagsafnið í Moskvu lætur ekki mikið yfir sér. Maður gengur inn í port við Petrovkagötu. Þar er gaddavír og varðturn sem minna á þessar alræmdu þrælkunarbúðir og uppi hanga myndir af mönnum sem létu lifið í ofsóknum: Tukashevski hershöfðingja, leikhúsmanninum Mayerholdt, leikaranum Mikhoels og Búkharín sem eitt sinn var sagður eftirlæti flokksins. Safnið er ekki Lesa meira

Bílalánadómur í dag

Bílalánadómur í dag

Eyjan
23.07.2010

Samkvæmt frétt sjónvarpsins í gærkvöldi riðar bankakerfið hugsanlega til falls vegna gjaldeyrislána. Í dag verður í Héraðsdómi kveðinn upp stefnumarkandi dómur í þessum málum – sem á svo líklega eftir að fara til Hæstaréttar. Í fréttinni var sagt að bankakerfið kynni að verða fyrir skelli upp á 350 milljarða króna. Bankarnir færu niður fyrir lögboðin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af