Lekinn spunapóstur
EyjanTvær spurningar varðandi þennan tölvupóst sem lak frá einum af spunalæknum ríkisstjórnarinnar: Hver er Doddi? Má nota orðið „tussufínt“ (sem ég hef reyndar aldrei heyrt áður) í flokki Vinstri grænna?
Ekki samsæri
EyjanÞað er til fólk sem heldur að það sé í gangi samsæri útlendinga um að hirða allt af Íslendingum. Umsátrið var þetta kallað í einni bók. Þetta er alveg merkileg hugmynd, því voru íslenskir bankamenn sem fóru um ránshendi um alla sjóði á Íslandi, það eru örfáir íslenskir sægreifar sem hafa tekið yfir sjávarauðlindina og Lesa meira
Möguleikar á stjórnarmyndun
EyjanMenn eru að velta fyrir sér hvaða stjórnarmynstur kemur til greina ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fellur. Nú er það Magmamálið sem er að grafa undan henni, svo á eftir að taka aðra lotu í Icesave, erfið fjárlög eru framundan, að ógleymdu ESB. Lífslíkurnar virðast sannarlega ekki góðar. Eins og áður hefur verið fullyrt á þessari Lesa meira
Spánverjar góðir í íþróttum
EyjanSpánn kann að vera í efnahagskreppu en Spánverjar eru að sanna sig sem ein mesta íþróttaþjóð í heimi. Spænska fótboltalandsliðið vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn um daginn. Rafael Nadal vann Wimbledonmótið í tennis í annað skipti. Fernando Alonso vann þýska Grand Prix kappaksturinn. Og svo sigraði Spánverjinn Alberto Contador í mestu hjólreiðakeppni heims, Tour de Lesa meira
X-Ó
EyjanÁ bloggsíðunni Þrumusleggjuhvellurinn er að finna þessa útlistun á Ó-flokknum og óvinum þjóðarinnar.
Hvers vegna Nató?
EyjanHerir Bandaríkjamanna og Breta skilja eftir sig eitrað land í Írak. Í Afganistan er háð vonlaust stríð – á slóðum þar sem allir innrásarherir tapa. Ögmundur Jónasson er í raun bara samkvæmur sjálfum sér þegar hann vill þjóðaratkvæðagreiðslu um veruna í Nató. Af hverju Nató frekar en ESB?
Smá gustur frá hægri
EyjanLoksins stíga fram tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem segjast vera fylgjandi einkavæðingu á auðlindum og þar af leiðandi Magma-sölunni. Þetta eru þau Pétur Blöndal og Ragnheiður Elín Árnadóttir. Það er næstum hressandi að fá þessi gamalkunnu viðhorf inn í umræðuna, varla að neinn þori að flagga þeim núorðið. Meira að segja Mogginn er búinn að missa Lesa meira
Assange
EyjanÉg hafði aldrei heyrt um Julian Assange fyrr en ég átti tal við hann á kaffihúsi á Lækjartorgi í nóvember síðasta vetur. Stuttu síðar var hann viðtali í Silfri Egils um vefinn WikiLeaks. Nú er þetta orðinn heimsfrægur maður. Með stuttu millibili hefur WikiLeaks birt leynilegar upplýsingar um hvort tveggja hernaðinn í Írak og Afganistan. Lesa meira
Varla kosningar
EyjanMenn eru að velta fyrir sér stjórnarslitum – og þá hugsanlega kosningum? Líklegt er samt að fáa þingmenn langi í kosningar í haust. Sigur Besta flokksins í Reykjavík er þeim í fersku minni. Það er betra að bíða þangað til nýjabrumið er farið af Besta – og kannski aðeins farið að falla á Jón Gnarr. Lesa meira
Breyttir tímar?
EyjanÞað er í ýmis horn að líta í auðlindamálum. Langstærsta raforkuver Íslands var byggt til þess eins að framleiða orku fyrir álverið í Reyðarfirði. Kárahnjúkavirkjun var reist af ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun í þessum eina tilgangi – að búa til rafmagn fyrir verksmiðju sem er í eigu alþjóðlegs auðhrings. Samningar um sölu á raforku– sem hefur verið Lesa meira