Schmidt með sígarettuna í sjónvarpinu
EyjanHelmut Schmidt er grand old man í þýskri pólitík. Hann nýtur mikillar virðingar í Þýskalandi. Hann var kanslari á árunum 1974-1982, lifir enn, 91 árs gamall. Hann er í raun síðasti stóri leiðtogi þýskra sósíaldemókrata. Merkilegt er að Schmidt nýtur mun meira álits en Helmut Kohl sem kom á eftir honum og ríkti í sextán Lesa meira
Þjóðhagsstofnanir
EyjanÍ skemmtilegri grein í alþjóðaútgáfu Der Spiegel segir frá tilraun til að koma á fót alvöru þjóðhagsstofnun í Grikklandi – stofnun sem hægt er að treysta að reikni rétt. Það rifjast upp að hér á landi var Þjóðhagsstofnun lögð niður þegar hún reiknaði öðruvísi en valdhafanum þóknaðist.
Leon Russell/Carpenters
EyjanLeon Russell varð heimsfrægur þegar hann kom fram á Bangla Desh tónleikunum árið 1971 með George Harrison. Áður hafði hann meðal annars verið tónlistarstjóri í frægri hljómleikaferð Joe Cocker og vina hans undir heitinu Mad Dogs & Englishmen. Hann var líka vinsæll stúdíómaður og spilaði með Dylan, Clapton og Rolling Stones. Svo gaf Russell út Lesa meira
Dóttir Cheneys og WikiLeaks
EyjanLiz Cheney er dóttir geðbilaðs stríðsæsingamanns sem nefnist Dick Cheney. Sá var einn helsti áhrifamaðurinn í ríkisstjórnum Bushfeðganna. Í tíð hins síðari keyrðu völd hans um þverbak. Heimsbyggðin er enn að súpa seyðið af því. Því miður var eins og Cheney og co. væru kærir bandamenn Íslands á þeim tíma. Dóttirin veður í villu og Lesa meira
Glittir í Hannes?
Eyjan„Það þyrfti að skoða nákvæmlega hverjir standa á bakvið þetta fyrirtæki, hvort það sé ekki gamli REI-hópurinn og Geysir Green-mennirnir og fleiri,“ segir Atli Gíslason þingmaður um Magma Energy. Nú væri athyglisvert að vita hvort Atli hefur eitthvað fyrir sér í þessu – eða hvort þetta eru bara getgátur. Talandi um Magma. Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson Lesa meira
Einokun
EyjanMeð þessu frumvarpi Jóns Bjarnasonar er hringnum lokað, einokunin í mjólkurframleiðslu verður algjör, ef marka má frétt Ríkisútvarpsins. Það er kannski áhyggjusamlegast að enginn þingmaður hefur séð ástæðu til að gera athugasemd við þetta. Frumvarpið rennur bara í gegnum þingið.
Sumarkvöld
EyjanÞegar amma mín, sem var norsk, kom fyrst til Reykjavíkur 1928 var varla nein tré að finna í bænum. Hún gerði sér ferð bæjarenda á milli til að skoða tré sem var uppi í Þingholtum. Kannski hefur það bara verið vanþekking sem olli því að hér voru ekki fleiri tré eða kannski voru það tregðulögmálin, Lesa meira
Ofurölvi á ævikvöldi
EyjanEiður Guðnason bloggar um Útvarp Sögu. Meðal annars um þátt sem nefnist Stelpurnar á stöðinni. Einn sem gerir athugasemdir segir að þátturinn sé rangnefndur. Hann ætti að heita: Ofurölvi á ævikvöldi.
Óskalög sjúklinga
EyjanHalldór Laxness spurði einhvern tíma eftir að hafa hlustað á þáttinn Óskalög sjúklinga hvort músíkalskt fólk yrði ekki veikt á Íslandi. Ég man að maður hlustaði á bæði Óskalög sjúklinga og Óskalög sjómanna í von um að þar heyrðist svona eitt almennilegt lag. Auðvitað var maður fyrst og fremst að vonast eftir Bítlalögum sem heyrðust Lesa meira
Þáttur Jóa Hauks
EyjanVið lifum á tíma mjög taugaveiklaðrar umræðu. En bara svo því sé haldið til haga: Ég man glöggt að eitthvert dótturfélag Baugs kostaði útvarpsþáttinn sem Jóhann Hauksson var með á Sögu á sínum tíma. Og man ekki að það hafi verið neitt launungarmál.