Bækur og e-bækur
EyjanMér finnst best að lesa í láréttri stellingu, liggjandi uppi í sófa eða rúmi. Þegar ég var strákur lá ég oft á gólfinu og las. Ég veit ekki hvað ég les að meðaltali margar bækur í viku, en á náttborðinu hjá mér er yfirleitt stór stafli. Sumar bækur les ég spjalda á milli, ég skima Lesa meira
Með lygum má land byggja
EyjanBaldur McQueen skrifar umhugsunarverðan pistil sem hann nefnir (G)óða fólkið. Í greininni kemur fyrir setningin „Með lygum má land byggja“. Glymjandinn í áróðrinum er að verða óbærilegur í þessu landi. Hvers lags rugl er það til dæmis þegar Morgunblaðið – undir stjórn núverandi ritstjóra – er farið að gagnrýna mannaráðningar hjá hinu opinbera? Eftir nærfellt Lesa meira
Frekar aðgerðir en umboðsmann
EyjanNú er nóg búið að þrasa um umboðsmann skuldara. Góð býtti væru að sleppa því að búa til þetta embætti – og að ráðherrann og ríkisstjórnin einhentu sér í staðinn í að gera eitthvað í alvörunni fyrir skuldsetta einstaklinga, fjölskyldur, heimili og fyrirtæki. Því þetta er stærsta fíaskó stjórnarinnar, að hafa ekki tekið á þessum Lesa meira
Sporin hræða
EyjanJón Steinsson hagfræðingur skrifar pistil á Pressuna um rök með og á móti einkavæðingu. Jón nefnir meðal annars að sporin hræði varðandi einkavæðingu á Íslandi: „Ég kann illa við tilfinningarök og gamaldags forræðishyggju. Þess vegna ætla ég að ganga út frá því að markmið okkar eigi að vera að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Frá Lesa meira
Var þetta ekki málið?
EyjanMál umboðsmanns skuldara fór allt í einu að snúast um skuldastöðu sjálfs umboðsmannsins. Sem síðan ákvað að sleppa því að taka við embættinu í gær. Mér skilst að Kastljóssviðtal í gærkvöldi hafi að miklu leyti fjallað um þetta. En ég hélt að aðalmálið væri það sem sneri að ráðherranum – nefnilega að hann réð í Lesa meira
Fleiri geta þetta en Jóhannes
EyjanSumir á Íslandi virðast vera þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að reka matvöruverslanir með lágt verð nema Jóhannes í Bónus og sonur hans komi þar nærri. En einhvern veginn er þetta hægt í öðrum löndum. Það kanna að hljóma eins og stórtíðindi fyrir suma. Í alþjóðaútgáfu Der Spiegel er að finna mikla grein um Lesa meira
Hrollvekjandi þröngsýni ofsatrúarinnar
EyjanTónlist samræmist ekki gildum íslams – þetta er skoðun Khameinis, æðsta klerks í Íran og þar af leiðandi æðsta leiðtoga landsins. Orð hans eru lög. Maður hefur heyrt margt fábjánalegt, en þetta er með því versta. Þessir kallar óttast að frelsið nái að dafna í tónlistinni, í einhverjum kima sem þeir ná ekki til með Lesa meira
Bæði pólitík og vinskapur
EyjanRáðherradómur Árna Páls Árnasonar stendur mjög tæpt eftir að hann réð Runólf Ágústsson í embætti umboðsmanns skuldara. Árni Páll segir að ráðningin sé ekki pólitík. En, jú, það er hún víst – og í þokkabót er þetta vinaráðning. Að því leyti minnir þetta á verstu mannaráðningar gamla tímans, eins og til dæmis þegar Baldur Guðlaugsson Lesa meira
Staðan
EyjanHér er skuldatryggingamyndin eins og hún leit út í morgun. Það hefur ekkert lækkað þrátt fyrir lánið sem Kaupþing fékk nýskeð og ímyndarkynningu ráðherra og bankamanna á erlendri grund. Þvert á móti hækkar það.
Kínversk bóla
EyjanParís? Nei, Hangzhou í Kína – eftirlíking af franskri götu. Der Spiegel skrifar um hið brjálaða byggingaæði í Kína – og hættuna á að bólan springi.