Möðrudalur, Sænautasel
EyjanVið ókum yfir Möðrudal í glampandi sól og blíðviðri. Þarna liggur gamli vegurinn austur yfir fjöllinn, við túngarðinn á Möðrudal. Við ætluðum að nýta okkur ágætan knattspyrnuvöll með mörkum sem er i túnfætinum en það fór ekki betur en að boltinn fór út í bæjarlækinn og barst með straumnum burt. Ég þurfti að vaða í Lesa meira
Rónastofa
EyjanHér í ferðinni kviknaði sú hugmynd að setja á stofn sérstaka Rónastofu í Reykjavík. Það er vinsælt út um landið að setja upp alls kyns „stofur“ af þessu tagi, lítil söfn sem eru helguð einhverju afmörkuðu efni og eru oft bráðskemmtileg. Þetta yrði ekki gert til að hæða útigangsmenn heldur þvert á móti – í Lesa meira
Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatn
EyjanÞað var bjart yfir Norðausturland í dag. Þokan lónaði samt fyrir utan Húsavík og maður fann örlitinn kulda af hafi. Það hlýnaði þegar maður kom inn í landið. Hvalasafnið á Húsavík hélt okkur föngnum í tvo tíma; það er afar skemmtilega upp sett. Höfnin á Húsavík er mjög lífleg á sumardegi – ég hef ekki Lesa meira
Stopult
EyjanÉg er á ferðalagi um sveitir landsins – vefurinn verður uppfærður frekar stopult næstu daga. Hér á Akureyri er einstök blíða. Ég er að hugsa um að keyra í áttina að Ásbyrgi og Dettifossi.
Hagkerfi í vanda
EyjanÞað er mikið talað um efnahagserfiðleika í Evrópu. Staðreyndin er samt sú að ástandið er síst betra í Bandaríkjunum. Þegar Grikkland var í vandræðum í vor var talað um að evran riðaði til falls – og Evrópusambandið væri í mikill krísu. Það er ábyggilega rétt. Staðan er hins vegar sú vestan hafs að Kalifornía er Lesa meira
Gott að gista á Plaza
EyjanÓlafur Arnarson skrifar nokkuð beittan pistil um menn sem þekkja Bandaríkin frá stöðum eins og Plaza hótelinu í New York. Ólafur segir að það sé ekki á færi fátæklinga að búa þar. Ég fór að gamni mínu á heimasíðu Plaza. Valdi af handahófi daginn 15. september. Ódýrasta gistingin þá nótt á Plaza kostar 1055 dollara Lesa meira
Tony Judt látinn
EyjanBreski sagnfræðingurinn Tony Judt er látinn, hann þjáðist af sjaldgæfum hrörnunarsjúkdómi. Var 62 ára. Hann er frægastur fyrir mikla sögu Evrópu eftirstríðsáranna sem nefnist Postwar. Ég hef einmitt verið að lesa nýja bók eftir Judt sem nefnist Ill Fares the Land. Þar veltir hann fyrir sér hvert heimurinn eigi að stefna eftir síðasta efnahagshrun, og Lesa meira
Borgarstjórar í dragi
EyjanÞað er af og frá að Jón Gnarr sé fyrsti karlkyns borgarstjórinn sem kemur fram í kvenmannsfötum. Rudy Giuliani, sem lengi var borgarstjóri í New York, gerði þetta líka og það nokkuð oft – reyndar upp að því marki að andstæðingar hans voru farnir að nota það gegn honum. Hér er Giuliani 1997, klæddur eins Lesa meira
Umdeild forsíða
EyjanForsíða Time Magazine hefur vakið miklar deilur í þessari viku. Hún sýnir Aishu, 18 ára stúlku frá Afganistan. Hana vantar nef og eyru. Eiginmaður hennar sem er talibani skar af henni eyrun og nefið þegar hún reyndi að hlaupast burt. Aisha mun vera á leið til Kaliforníu þar sem skurðlæknir mun reyna að lagfæra höfuð Lesa meira
Brjálað að gera í búlgörskunni
EyjanEymundsson hefur þegar selt 50-60 eintök af Playboy með myndum af Ásdísi Rán í forsölu. Þetta er raunar búlgarska útgáfan af Playboy. Ekki er vitað hvort það eru Búlgarir á Íslandi sem hafa tryggt sér blaðið með þessum hætti, en líklegt er að fjölmiðlarnir fylgist grannt með því. Sendi jafnvel ljósmyndara á vettvang þegar blaðið Lesa meira