fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025

Óflokkað

Ross Beaty og stóriðjan

Ross Beaty og stóriðjan

Eyjan
26.08.2010

Það er merkilegt að sjá hvað þarf mikla orkuöflun til að knýja eitt stykki álver – í þessu tilviki álverið í Helguvík. Þetta er ekkert smáræði. RÚV var með frétt um þetta í gær. Sú orka sem Landsvirkjun, Orkuveitan og HS Orka geta lagt fram dugir ekki. Og þessi fyrirtæki geta ekki ráðist í framkvæmdirnar Lesa meira

Snýr öfugt hjá Jóni

Snýr öfugt hjá Jóni

Eyjan
26.08.2010

Jón Bjarnason segir að nauðsynlegt hafi verið að hækka tolla til að vernda íslenska framleiðslu eftir hrun. En var það samt ekki svo að krónan hrundi – erlend aðföng og innfluttur varningur hækkaði í verði? Ferðalög Íslendinga til útlanda nánast lögðust af um tíma. Og þess utan eru í gildi gjaldeyrishöft. Maður er meira að Lesa meira

Barnasprengjukynslóðin og afkomendur hennar

Barnasprengjukynslóðin og afkomendur hennar

Eyjan
26.08.2010

Will Hutton skrifar langa grein sem birtist í The Observer um helgina. Þar fjallar hann um kynslóð sína, barnasprengjukynslóðina, afkvæmi þeirra sem háðu heimstyrjöldina og vildu byggja upp öruggan heim fyrir börnin sín eftir hildarleikinn. Börnunum leiddist hins vegar öryggið og börðust fyrir persónulegu frelsi og einstaklingshyggju. Kynslóðin frelsaði kynlífið úr viðjum gamalla hefða – Lesa meira

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Eyjan
25.08.2010

Snemma á þessum áratug var nokkuð hávær umræða um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég man að þá settu kirkjunnar menn fram röksemdir sem ég skildi aldrei um að það væri þegar búið að skilja á milli með einhverjum hætti – nei, ég kann ekki að endurtaka þau rök vegna þess að ég botnaði ekki í Lesa meira

Sjálftaka skilanefnda

Sjálftaka skilanefnda

Eyjan
25.08.2010

Ég man að það var Bjarni Ármansson sem fór einna fyrstur fyrstur að tala um að íslenskt samfélag yrði fullt af fólki sem myndi eiga ofboðslega mikið af peningum. Ég man að hann ræddi um það rétt fyrir aldamótin 2000 að hér myndi allt úa og grúa af fólki sem ætti meira en 200 milljón Lesa meira

Aðlögun og EES samningurinn

Aðlögun og EES samningurinn

Eyjan
25.08.2010

Eitt af því sem lesa má úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að stjórnsýslan hafi verið í molum á Íslandi. Það kemur líka fram að eftirlitsstofnanir hafi brugðist rækilega. Einn viðmælandi hjá mér í Silfri Egils í fyrra orðaði það sem svo að það þyrfti að setja skilanefnd yfir stjórnsýsluna. Einn veikleikinn er að við búum Lesa meira

Skorið niður í þýska hernum

Skorið niður í þýska hernum

Eyjan
25.08.2010

Der Spiegel segir frá því að varnarmálaráðherra Þýskalands vilji skera her landsins niður við trog og hætta almennri herkvaðningu. Tímaritið segir að þetta verði gert í sparnaðarskyni. Það veit kannski ekki betur. Því eins og margsinnis hefur verið sagt hér á landi stendur til að nota íslenska bændasyni.

Minnihlutastjórn eða þriggja flokka stjórn

Minnihlutastjórn eða þriggja flokka stjórn

Eyjan
25.08.2010

Það verður æ betur ljóst að ríkisstjórnin sem nú situr er einhvers konar blendingur af minnihlutastjórn og þriggja flokka stjórn. Meira að segja ráðherra í ríkisstjórninni er kominn í bullandi stjórnarandstöðu, mætir ekki á ríkisstjórnarfund og gefur þá skýringu að hann sé á fundaferð úti á landi. Það var á Snæfellsnesi – þaðan er tveggja Lesa meira

Kosningamálið sem ekki varð

Kosningamálið sem ekki varð

Eyjan
24.08.2010

Borgarstjórnarkosningarnar síðustu einkenndust fyrst og fremst af miklu og óvæntu fylgi Besta flokksins. Um leið var lýst frati á stjórnmálaflokkana. Þannig að það var ekki mikið um hefðbundin kosningamál. Þau hafa oft verið skrítin í borgarstjórnarkosningum eða hver man ekki eftir Íkarus-strætisvögnunum, sprungusvæðiu við Rauðavatn og Geldinganesinu? En aðalkosningamálið hefði auðvitað átt að vera Orkuveita Lesa meira

Æðstu ráðamenn og þjóðkirkjan

Æðstu ráðamenn og þjóðkirkjan

Eyjan
24.08.2010

Jóhanna Sigurðardóttir segist hafa íhugað úrsögn úr þjóðkirkjunni. Það er auðvitað ekkert sem segir að íslenskur forsætisráðherra þurfi að vera meðlimur í þjóðkirkjunni. Hann getur þess vegna verið trúlaus, búddisti, múslimi eða gyðingur. Hins vegar er staða forseta gagnvart þjóðkirkjunni flóknari, en um það var talsvert rætt þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fyrst fram Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af